Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Qupperneq 8

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Qupperneq 8
6 Sýnishorn Sýnishorn Sýnishorn Meðaltal sýnishorna I Ií in i, II og 111 % % % % Amíð efni 1.84 2.12 1.49 1.82 Kg i eina F.E 2.01 1.98 2.00 2.00 Grömm meltanleg hreineggja- hvíta i F.E 63 72 49 61 Tafla 2. Efnagreining síldarmjöls. % Vatn 9.70 Hráeggjahvíta . 72.60 Hráfita 6.53 Salt 1.13 Aska (saltlaus) 9.31 Tap við efnagreiningu . .. 0.73 Samtals 100.00 Amíð efni . .. . 2.00 Kg i eina F.E. 0.75 Grömm meltanleg hreineggjahvita i F.E. 466 Tafla 1 sýnir, að í töðunni var lítið af meltanlegri hreineg'gjahvítu, því að í meðaltöðu er talið, að um 110 g af henni séu x hverri fóðurein- ingu. Mun það orsakast af því, að taðan var of mikið sprottin, þegar slegið var, og einnig hraktist hún við þurrk. Tafla 2 sýnir, að síldar- mjölið var ágætt að efnasamsetningu og verkun. Tafla 3 sýnir daglega fóðureyðslu ánna í báðum flokkum hvern mánuð, hve xnörg g meltanlegrar hreineggjahvítu voru í dagsfóðri hverrar kindar og' enn freinur heildarfóðureyðslu handa kind á til- raunaskeiðinu í báðum flokkum. Landbeit notaðist lítið í janúar og febrúar, en hins vegar var þá góð fjörubeit, eins og tafla 3 sýnir. Á tilraunaskeiðinu voru ekki nema 10 innistöðudagar, sem dreifðust á alla mánuðina nema maí. Fyrri hluta tilraunaskeiðsins þurfa ærnar um 40 g af meltanlegri hreineggjahvítu á dag til viðhalds, en þegar líður á tilraunaskeiðið og fósturmyndun verður ör, vex eg'gjahvítuþörfin, svo að þær þurfa, þegar kemur fraxn í apríl, um 80 g á dag. Tafla 3 sýnir, að ærnar í A-flokki fá í því fóðri, sem þeim er gefið, mun meiri meltanlega eggjahvítu en þær þurfa til viðhalds til marzloka, hæfilega mikla í apríl, en heldur litla í maí. Aftur á móti fá ærnar í B-flokki meira en nóg af eggjahvítu í fóðr- inu til febrúarloka, aðeins vantar á, að þær fái nóg í marz, og allmikið vantar á, að þær fái nóg til viðhalds og fósturmyndunar í apríl og maí í daglegri fóðurgjöf. Ærnar í B-flokki virðast hafa bætt sér upp eggjahvítu- vöntunina í beitinni, því að báðir flokkarnir þrífast jafnvel á tilrauna- skeiðinu, sjá töflu 4.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.