Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Page 13
11
2. Fóðureyðsla á tilraunaskeiðinu.
Tafla 6 sýnir daglega fóðureyðslu ánna í báðum flokkum hvern
mánuð og hve mörg g meltanlegrar hreineggjahvítu voru í dagsfóðrinu
og enn fremur heildarfóðureyðsluna í báðum flokkum.
Eins og áður var að vikið, var ekki byrjað að hýsa ærnar fyrr en
10. febrúar, og reiknast beitartími, í töflu 6, ekki nema frá þeim tíma.
Mjög lítið er gefið af heyi í febrúar og marz, en fjara er góð allt til-
raunaskeiðið og jörð góð nema í apríl. í fóðrinu fá ærnar í A-flokki
nokkru meiri eggjahvítu en þær þurfa til viðhalds og fósturmyndunar,
en aftur á móti fá ærnar i B-flokki nokkru minna en þær þurfa og hafa
því þurft að fá í beitinni 10—25 % af þeirri eggjahvítu, sein þær þurftu
til að halda þrifum.
Vorið var kalt, og' gróður kom seint. Eftir að tilrauninni lauk,
23. maí, voru gefin 22.5 kg af töðu að meðaltali hverri á, jafnt í báðum
flokltum, og fóðurbætir var þá einnig gefinn, en ekki veginn.
3. Árangur tilraunarinnar.
a. Áhrif fóðrunar á þunga ánna.
Tafla 7 sýnir meðalþunga ánna á fæti, er tilraunin hófst, þyngdar-
breytingar þeirra á tilraunaskeiðinu og þunga þeirra haustið eftir.
Tafla 7. Meðalþungi ánna á fæti og þyngdaraukning, kg.
Þyngdaraukning Haust-
Tala Meðalþungi, kg frá 3. febr. þungi
ánna 3. febr. 1. marz 1. april 11. maí til 11. mai 16. okt.
A-flokkur..... 53 56.06 56.83 57.83 61.06 5.00 60.88
B-flokkur..... 55 56.01 55.64 57.31 59.25 3.24 59.00
Mismunur A-^B - 0.05 1.19 0.52 1.81 1.76 RR 1.88
RR = Mismunurinn raunhæfur í 99% tilfella. (t — 3-409)
Er tilraunin hófst 3. febrúar, voru ærnar í báðum flokkum jafn-
þungar. I febrúar þyngjast ærnar í A-flokki mun meira en ærnar í
B-flokki, hið gagnstæða á sér stað í marz, en frá 1. apríl til 11. maí
þyngjast ærnar í A-flokki aftur meira en ærnar í B-flokki, sjá töflu 7.
Á tilraunaskeiðinu þyngjast ærnar í A-flokki að meðaltali 5.00 kg, en
þær í B-flokki um 3.24 kg. Mismunurinn 1.76 kg er raunhæfur í 99%
tilfella.
Það er athyglisvert, að ærnar í A-flokki skuli þyngjast meira í
febrúar og aftur á tímabilinu frá 1. apríl til 11. maí. Eins og tafla 6
sýnir, er heygjöfin mjög lítil í febrúar, aðeins 0.059 F.E. af töðu eða sem
svarar um 10% af viðhaldsfóðri ánna. Þegar svo lítið hey er gefið, virðist
hagur að gefa ánni meira en 50 g af síldarmjöli á dag. Hver ær í A-flokki
fékk frá 3. febrúar til 1. marz, hvorugur dagurinn meðtalinn, 750 g af
síldarmjöli eða um 1 F.E. um fram ána í B-flokki. Fyrir þessa einu fóður-
einingu þyngjast ærnar í A-flokki um 1.14 kg. Viðbótarfóðrið af síldar-