Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Síða 19

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Síða 19
17 Tafla 13. Meðalfallþungi lamba 27. sept., kg. Einlembingar Tvilembingar Hrútar Gimbrar Hrútar Gimbrar A-flokkur ..... B-flokkur ..... Mismunur A-^B . Tala þungi Tala þungi 14 16.10 13 14.26 11 15.72 20 14.82 Tala þungi 30 13.80 25 12.74 Tala þungi 28 13.53 18 12.38 0.38 EK - -i- 0.56 ER 1.06 ER (t = 1.993) 1.15 R (t = 2.175) (t = 0.642) (t= 1.086) ER = mismunurinn ekki raunhæfur. R = mismunurinn raunhæfur í 95% tilfella. Fallþungi lífgimbra er áætlaður á sama hátt og i kafla II hér að framan. Tafla 13 sýnir, að munur á fallþunga einlembinganna í A- og B- flokki er næstum því enginn og óraunhæfur. Fallþungi tvílembinganna í A-flokki er meiri en í B-flokki. 1 A-flokki eru föll tvílembingshrúta 1.06 kg þyngri en í B-flokki, en sá munur er þó ekki alveg nægur til þess að vera raunhæfur (t = 1.993, en þarf að vera 2.04 til þess, að mun- urinn sé raunhæfur í 95% tilfella). Tvílembingsgimbrarnar hafa 1.15 kg þyngra meðalfall í A-flokki en B-flokki, og er sá munur raunhæfur í 95% tilfella. Einlembdu ærnar í A-flokki hafa því ekki skilað auknum afurð- um fyrir það viðbótarfóður, 6.83. F.E. af síldarmjöli, sem þær fengu fram yfir ærnar í B-flokki. Aftur á móti skiluðu tvílembdu ærnar í A-flokki meiri afurðum en tvílembdu ærnar í B-flokki. Nemur sá af- urðamunur á hverja tvílembu 2.2 kg af kjöti. Sé kjötið og síldar- mjölið metið til verðs á sama hátt og í kafla II hér að framan, nemur afurðaaukningin kr. 33.00 á hverja tvílembu í A-flokki. Viðbótarfóðrið, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í B-flokki, að meðaltali 6.83 F.E. eða 5.12 kg af, síldarmjöli, kostar þá kr. 13.82. Hagnaður nemur því á hverja tvílembu kr. 19.18. Einnig má gera ráð fyrir, að tví- lemburnar í A-flokki skili hlutfallslega jafnmiklu meiri verðmætum í mör og gæru. Þessar niðurstöður eru hliðstæðar við niðurstöður til- raunarinnar, sem sagt er frá í kafla II hér að framan, og við niður- stöður tilraunanna í Steinsholti í Gnúpverjahreppi (Pétur Gunnars- son, 1953). Þessar niðurstöður sýna, að ekki er ráðlegt að gefa ánni mikið umfram 50 g af síldarmjöli á dag, nema vænta megi, að tiltölu- lega margar þeirra verði tvílembdar. Þótt viðbótargjöfin af síldarmjölinu, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í B-flokki, virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á þrif ánna á tilraunaskeiðinu, eins og áður er sagt, sjá töflu 11, þá gefa tvi- lembdu ærnar í A-flokki þó nokkru meiri afurðir, sjá töflu 13. Ástæða er því til að álíta, að hin mikla síldarmjölsgjöf, sem ærnar í A-flokki fengu, hafi valdið því, að tvílembdu ærnar hafi búizt betur til síðast á meðgöngutímanum en tvílembdu ærnar í B-flokki og þar af leiðandi mjólkað meira.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.