Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Qupperneq 24
22
um í B-flokki 50 g að meðaltali á dag hverri á. Að öðru leyti fengu
ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit.
2. Ærnar voru vegnar fimm sinnum á tilraunaskeiðinu og einnig
haustið eftir. Lömb þeirra voru öll vegin á fæti um haustið, og
fall vegið sér af hverju sláturlambi.
3. Lagt var stærðfræðilegt mat á árangur tilraunarinnar.
4. Tilraunin sýndi, að þegar minnst var gefið af heyi, 0.170 til 0.195
F.E. á dag, þyngjast ærnar meira, sem fengu 100 g af síldarmjöli
á dag, en þær, sem fengu aðeins 50 g. Aftur á móti, er leið á til-
raunaskeiðið og heygjöfin var aukin, þyngdust ærnar, sem fengu
minna ef síldarmjölinu, aðeins meira en hinar, og þyngdaraukning
á öllu tilraunaskeiðinu var ekki nema 0.82 kg meiri í A-flokki en
B-flokki. Ekki var raunhæfur munur á vænleika lamba tilrauna-
ánna. Þegar viðbótargjöfin af síldarmjölinu og afurðaaukningin í
A-flokki var metin til verðs, vantaði kr. 6.01 á, að tvílembdu ærnar
í A-flokki borguðu viðbótargjöfina, 7.17 kg af síldarmjöli.
V. IÍAFLI
Tilraun í Klifshaga veturinn 1953—1954.
1. Tilhögun og framkvæmd.
Tilraunin var endurtekning á tilraun, sem gerð var i Klifshaga
veturinn 1952—1953 og sagt er frá í kafla IV hér að framan.
Tilraunin hófst 14. desember, og henni lauk 15. maí. í henni voru
84 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk, er tilraunin
hófst. Ánum í A-flokki var gefið 100 g, en ánum í B-flokki 50 g af
síldarmjöli að meðaltali hvern dag á tilraunaskeiðinu. Að öðru leyti
fengu ærnar í báðum flokkum sama fóður og jafna beit. Ærnar voru
vegnar þrisvar sinnum á tilraunaslceiðinu og auk þess haustið eftir.
Lömb þeirra voru öll vegin á fæti um haustið, og fall vegið sér af hverju
sláturlambi.
Síðast í desember fór að bera á lungnaveiki í ánum, og af þeim
sökum var þeim gefið meira inni á tilraunaskeiðinu en þurft hefði vegna
tíðarfars.
Tvær ær urðu geldar í B-flokki. Þeim var sleppt úr við uppgjör
tilraunarinnar, og koma því 40 ær í þeim flokki til uppgjörs.
2. Fóðureyðsla á tilraunaskeiðinu.
Hvorki heyið né síldarmjölið var efnagreint, en er metið í fóður-
einingum í töflu 18 á sama hátt og í kafla II.
Tafla 18 sýnir daglega fóðurgjöf ánna í báðum flokkum hvern
mánuð og hve mörg g af meltanlegri hreineggjahvítu voru í dagsfóðrinu
og enn fremur heildarfóðureyðsluna í báðum flokkum.