Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Side 26

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Side 26
24 Á öllu tilraunaskeiðinu fengu ærnar í A-flokki nokkru meira af eggjahvítu en þær þurftu til viðhalds og fósturmyndunar. Ærnar í B- flokki fengu einnig næga eggjahvítu í fóðrinu fram að apríl, en í april og maí vantar um 15% af eggjahvítu í dagsfóðrið, sjá töflu 18. Það, sem vantaði í fóðrið af eggjahvítu, virðast ærnar hafa fengið með beitinni, því að þrif þeirra á þessu tímabili eru ekki lakari en ánna í A-flokki, sjá töflu 19. Þegar tilrauninni lauk, var hætt að gefa ánum síldarmjöl. Vorið var afburðagott, enginn fóðurbætir var gefinn á sauðburði, en aðeins 3.2 F.E. af töðu að meðaltali á dag hvorum flokki. 3. Árangur tilraunarinnar. a. Áhrif fóðrunar á þunga ánna. Tafla 19 sýnir meðalþunga ánna á fæti, er tilraunin hófst, þyngdar- breytingar þeirra á tilraunaskeiðinu og þunga þeirra haustið eftir. Tafla 19. Meðalþungi ánna á fæti og þyngdaraukning, kg. Tala ánna 14. des. Mcðalþungi, kg 1. marz 1. maí Þyngdaraukning frá 14. des. til 1. maí Haust- þungi 15. okt. A-flokkur .. 42 56.57 65.90 70.38 13.81 58.56 B-flokkur .. 40 55.85 64.92 69.50 13.65 58.25 Mismunur A+B .. - 0.72 0.98 0.88 0.16 0.31 Er tilraunin hófst 14. des., voru ærnar í A-flokki 0.72 kg þyngri en ærnar í B-flokki. Orsakaðist það að nokkru leyti af þeim ám í B-flokki, sem urðu geldar og voru felldar úr tilrauninni við uppgjör. Til 1. marz þyngjast ærnar í A-flokki aðeins meira en ærnar í B-flokki, enda minnst gefið af heyi í desember og febrúar, sjá töflu 18. Aftur á móti á tímabil- inu frá 1. marz til 1. mai þyngjast ærnar í B-flokki aðeins meira. Eru það hliðstæðar niðurstöður og komu fram í tilraununum, sem sagt er frá í köflum II og IV hér að framan. Þyngdaraukning ánna i A-flokki er aðeins 0.16 kg meiri en ánna í B-flokki á tilraunaskeiðinu. Þessi litli munur getur allur hafa orsakazt af því, að í A-flokki gengu 78.27% af ánum með tvö fóstur en í B-flokki ekki nema 66.67%. Eins og áður er sagt frá, hófst þessi tilraun 14. desember. Byrjað var að fara með hrút til ánna 21. des. Viðbótargjöfin af síldarmjölinu, sem ærnar í A-flokki fengu fram yfir ærnar í B-flokki, virðist hafa haft áhrif á frjósemina, því að 78.27% af ánum í A-flokki verða tvílembdar, en 66.67% af ánum i B-flokki. Að öðru leyti virðist viðbótargjöfin af síldarmjölinu ekki hafa haft áhrif á fóðrun ánna, því að þær þrifust jafnvel á tilraunaskeiðinu í báðum flokkum, sjá töflu 19.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.