Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Side 28

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Side 28
26 fyrir, að tvílembdu ærnar í A-flokki liafi skilað hlutfallslega jafnmiklu meira verðmæti í mör og gæru. Þessar niðurstöður benda til þess, að ekki sé ráðlegt að gefa ánni mikið yfir 50 g af síldarmjöli á dag, nema nokkurn veginn sé víst, að svo til allar ærnar séu tvílembdar. Einnig benda þessar niðurstöður til þess, að ærnar, sem fá 100 g af síldarmjöli á dag, séu betur undir það búnar að mjólka tveimur lömbum, þó að viðbótargjöfin virðist ekki bæta þrif þeirra yfir vet- urinn, sjá töflur 19, 20 og 21. Eru þetta hliðstæðar niðurstöður og fengust í tilrauninni, sem sagt er frá í kafla III hér að framan. Samandregið yfirlit. 1. Tilraunin var gerð með mismunandi magn af síldarmjöli handa ám með beit. Hún hófst 14. desember, og henni lauk 15. maí. í til- rauninni voru 84 ær, sem skipt var í tvo jafna flokka, A- og B-flokk. Ánum í A-flokki var gefið 100 g, en ánum í B-flokki 50 g af síldar- mjöli á dag að meðaltali hverri á. Að öðru leyti fengu ærnar í báð- um flokkum sama fóður og jafna beit. 2. Ærnar voru vegnar þrisvar sinnum á tilraunaskeiðinu og einnig haustið eftir. Lömb þeirra voru öll vegin á fæti 21. september, og fall vegið sér af hverju sláturlambi 24. september. 3. Lagt var stærðfræðilegt mat á árangur tilraunarinnar. 4. Tilraunin sýndi, að viðbótargjöfin af síldarmjölinu hafði ekki áhrif á þrif ánna á tilraunaskeiðinu. Tvílemburnar í A-flokki gáfu meiri afurðir, 1.49 kg af kjöti, en tvílemburnar í B-flokki. Einnig gáfu einlemburnar í A-flokki örlítið meiri afurðir. Sá afurðamunur var þó langt frá því að vera raunhæfur.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.