Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 30

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 01.05.1955, Blaðsíða 30
28 en hálf gjöf er gefin af töðu, og búast má við, að meiri hluti ánna verði tvílembdur. Hins vegar er hæpið, að síldarmjölsgjöf um fram 50 g á dag handa á, hvenær sem er að vetrinum, svari kostnaði, ef búast má við, að flestar ærnar verði einlembdar, nema helzt, þegar heygjöf er minni en einn fjórði hluti fullrar gjafar og féð fær kviðfylli úti. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess, að óráðlegt sé að gefa jafnmikið af síldarmjöli daglega allan gjafatímann, eins og gert var í tilraunum þessum, heldur beri að haga síldarmjölsgjöfinni eftir því, hve mikið má spara af heygjöf með beitinni, og enn fremur eftir því, hvað liðið er á meðgöngutíma ánna. Sérstaklega þarf að g’æta þess að fullnægja ávallt eggjahvituþörf ánna einkum þó síðari hluta meðgöngutímans. Framan af vetri og allt til marzloka þarf meðalær um 40 g' af meltanlegri hreineggjahvítu, en síð- ustu tvo mánuði meðgöngutímans þurfa ær að fá allt að helmingi rneira af meltanlegri eggjahvítu í fóðrinu og rúmlega það eða allt að 90 g á dag af meltanlegri hreineggjahvítu, ef þær ganga með tvö fóstur. Fram í marzmánuð er eggjahvítuþörf ærinnar fullnægt með t. d. 50 g af síldarmjöli og 200 g af vel verkaðri töðu, þótt þessi dagsgjöf fullnægi ekki orkuþörfinni. Eftir þann thna, eða þegar um þriðjungur er eftir ai' meðgöngutímanum, eykst eggjahvituþörfin og heildarfóðurþörfin stöð- ugt til burðar. A því tímabili þarf ærin auk 50 g af síldarmjöli allt að 1000 g af góðri töðu á dag til að fullnægja eggjahvítuþörfinni. Sé á þeim tíma gefið minna af töðu vegna góðrar beitar, er ráðlegt að auka síldar- mjölsg’jöfina um fram 50 g um 8—10 g fyrir hver 100 g, sem dregin eru af töðugjöfinni, þar til síldarmjölsgjöfin nemur 80—100 g á dag'. Þess ber að g’æta, að eggjahvitumagn heyja er minna, séu þau illa verkuð, hrakin eða úr sér sprottin, og þarf þá meira af síldarmjöli til þess að fullnægja eggjahvítuþörfinni, en ekki liggja enn fyrir tilrauna- niðurstöður um það efni.

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.