Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 9
7
1. 2. 3. 4. 5. 6.
Sami 1957 124,2 19,1 0,13 24,8 19,9 59 11,8
jarðvegur 1958 — 12,8 0,21 26,9 21,6 50 9,2
same 1959 — 21,0 0,14 29,4 23,6 27 9,6
soil 1960 — 17,6 0,16 28,2 22,7 61 13,9
Meðaltöl averages 17,6 0,160 27,4 22,0 49 11,1
Sami 1957 165,6 20,3 0,15 30,4 18,2 57 10,4
jarðvegur 1958 — 17,9 0,20 35,8 21,6 57 12,3
same 1959 — 24,0 0,14 33,6 20,3 43 8,7
soil 1960 — 18,5 0,18 33,3 20,1 59 11,8
Meðaltöl averages 20,2 0,167 33J 20,0 54 10,7
4) Dálkurinn B/AxlOO segir til um það, hve fosfórmagn það, sem safnast fyrir
í blöðum og stönglum séu margir hundraðshlutar miðað við fosfóráburðar-
magn sama sumars (dálkur 4). Þetta hlutfall, sem mælt er í hundraðshlut-
um, er einnig skilgreint í seinni hluta þessarar ritgerðar, á bls. 12, og þar
nefnt „fosfórjafnvægi". Hlutfallið er hæst (um 25%) fyrir minnsta fosfór-
skammtinn, en lægst fyrir stærsta skammtinn. Af þessum niðurstöðum má
ráða, að við áþekk skilyrði og þau, er ríktu í umræddum pottatilraunum,
þurfi árlega að bera á minnst fjórfalt fosfórmagn á við það, sem grösin
taka upp.
5) Næsti dálkur (nr. 5) greinir frá því, hve mikill hluti af uppteknum fos-
fór stafar frá samsumarsáburði, og eru þessar tölur fundnar með aðstoð
hins geislavirka áburðar. Meðallagstölurnar fyrir árin fjögur eru frá um 50
til 55% fyrir báðar jarðvegstegundirnar, og sýna tölurnar enga augljósa
breytingu með vaxandi fosfóráburði.
6) Síðasti dálkurinn (nr. 6) sýnir, hve stór hundraðshluti af þeim fosfór,
sem borinn er á að vori, safnast fyrir í hinum grænu hlutum grassins yfir
sumarið. Minnsti áburðarskammturinn nýtist bezt, en stærsti skammturinn
Iakast. Munur hinna tveggja jarðvegstegunda, að því er þetta atriði varðar,
er óviss. Með tilvísun til þess, er greinir i seinni hluta þessarar ritgerðar
um nýtingu fosfórs, er Ijóst að fosfóráburður nýtist tiltölulega illa í um-
ræddum pottatilraunum (sjá nánar á bls. 29).
Fosfórupptaka grass í mismunandi jarðvegi.
f tilraunum þeim, er tafla 3 greinir frá, er áburðarmeðferð hin sama í
öllum pottum. Hins vegar er í þessum tilraunum móajarðvegur og mýra-
jarðvegur frá þrem stöðum, með og án áburðarkalks, eins og tafla 3 ber
með sér. Er því um að ræða samanburð á 7 tilraunaliðum, og tilraunirnar