Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 12

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 12
10 ;>penna yfir 5 ár. Svo sem fyrr var getið, höfðu tilraunirnar staðið í eitt og tvö ár áður en hafizt var handa um notkun geislavirks fosfórs. Varðandi töfln 3 skal vakin athygli á eftirfarandi: 1) í tímaritinu „Frey“ hefir verið greint frá áhrifum áburðarkalks í þessum pottatilraunum á uppskeru (Björn Jóhannesson, 1960). Síðan hefir bætzt við eitt tilraunaár, en niðurstöður þær er greint er frá í „Frey“ hafa ekki breytzt við það. Sumarið 1960 jók kalkið uppskeru allverulega í Hvanneyrar- mýrinni, en hafði engin áhrif á uppskerumagn í mýrajörðinni frá Ytra-Hólmi og úr Ölfusi. Niðurstöður um áhrif áburðarkalks í umræddum pottatilraun- um má draga saman sem hér segir: Fyrir mýrajörð úr Ölfusi gaf kalk mjög mikinn uppskeruauka fyrsta árið (tvöfaldaði uppskerumagnið) og raunhæfan og ótvíræðan uppskeruauka annað sumarið. Uppskeruaukinn varð svo eng- inn eða ómælanlegur 3., 4. og 7. árið, en dálítill og reikningslega raunhæfur 5. og 6. árið. Fyrir Hvanneyrarmýrina hefir kalk gefið greinilegan og ótví- ræðan uppskeruauka þrjú síðustu tilraunaárin, en fyrstu þrjú sumurin var uppskeruaukinn óviss. Fyrir mýrina frá Ytra-Hólmi hefir aklrei fengizt upp- skeruauki af áburðarkalki. Það má þó teljast athyglisvert, að á fyrsta vetri dauðkól vallarfoxgrasið í pottunum með þessum jarðvegi ókalkbornum, en sakaði lítið sem ekkert í sambærilegum pottum, er höfðu fengið kalk. Ekki hafa fengizt skýringar á því, hvers vegna mýrasýnishornin frá hinum þrem umræddu stöðum gefa svo ólíka svörun við áburðarkalki, enda hefir slíkra skýringa ekki verið leitað. 2) Um uppskerumagn pottanna er það að öðru leyti að segja, að mýrajarð- vegurinn frá Hvanneyri gefur ótvírætt mesta uppskeru, jafnt þótt um ó- kalkaðan jarðveg sé að ræða. Uppskera hinna mýrategundanna og móajarð- vegsins er áþekk. 3) Fosfórmagn grassins frá hverjum tilteknum tilraunalið eða jarðvegstegund er allbreytilegt frá ári til árs eins og fyrr var nefnt (dálkur 2). Áhrif áburðar- kalks á fosfórmagn í grasi eru engin, eða a. m. k. ekki mælanleg í þessum né öðrum innlendum tilraunum varðandi þetta atriði. Er þetta nokkru nán- ar rakið annars staðar (.Björn Jóhannesson, 1960). Fosfórmagn grassins er að meðallagi áþekkt fyrir öll mýrasýnishornin, en aðeins lægst fvrir móa- jarðveginn. 4) Um heildarupptöku eða söfnun fosfórs í grasi pottanna (dálkur 3) gegnir líku máli og um uppskerumagnið: Mýrin frá Hvanneyri lætur af hendi meiri fosfór en hinar jarðvegstegundirnar og mestan þar sem kalki er bætt í. Kalkborni nrvrajarðvegurinn úr Ölfusi gaf nokkru meiri fosfór en sá ó- kalkaði fyrstu árin, eða á meðan kalkið jók uppskeruna. Fosfórupptaka grasanna í móajarðveginum reyndist nokkru minni en í hinum pottunum. 5) Tölur dálks 4 („fosfórjafnvægið") fást með því að margfalda tölur næsta dálks á undan með stuðlinum 100/124,2 og breytast því í sama hlutfalli og töl- urnar yfir heildarupptöku fosfórs. Athugasemdir undir tölulið 4) um dálk 3 eiga því jafnt við um dálk 4 í töflunni. 6) Næsti dálkur (5) sýnir eftirfarandi: Fyrir móajarðveginn og mýrajarð- veginn úr ölfusi og frá Ytra-Hólmi stafa að meðallagi 55—60% af fosfór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.