Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Qupperneq 13
11
magni grasanna frá áburðinum, sem borinn var á um vorið; hinn hlutinn
kemur frá fosfórforða jarðvegsins. Fyrir mýrajarðveginn frá Hvanneyri koma
að meðaltali um 67% eða 2/3 hlutar fosfórs grasanna frá samsumarsáburði,
en um y3 hluti frá jarðveginum. Fyrir hvern einstakan tilraunalið er skipt-
ingin milli áburðar- og jarðvegsfosfórs allbreytileg frá ári til árs, eins og
vikið er að hér að aftan.
7) Af dálk 6 má lesa, hve margir hundraðshlutar af fosfór áburðarins voru
teknir upp af grösum samsumars. Grösin í mvrajörðinni frá Hvanneyri, er
spruttu bezt, taka einnig upp mest af þeim áburði, sem borinn er á sam-
sumars, eða að meðaltali rúm 18% án áburðarkalks og rúm 21% með áburð-
arkalki. Fyrir hin jarðvegssýnishornin er áburðarnýtingin talsvert minni og
minnst fyrir móajarðveginn.
Áhrif áburðartfma á nýtingu fosfóráburðar.
Ef litið er yfir dálk 5 í töflu 3, er áberandi hve tölurnar breytast frá ári
til árs. Þær eru hæstar fyrir árið 1956, en lægstar fyrir árið 1959. Ekki er
Ijóst, hvers vegna áhrif áburðar á fosfórupptöku gætti svo mikið árið 1956,
en árið 1959 var ekki borið á fyrr en 3. júní vegna dvalar höfundar erlendis.
Var spretta þá hafin fyrir nokkru. Um 30% minna fosfórmagn frá áburði
var tekið upp af grösunum sumarið 1959 en að meðaltali sumurin 1958 og
1960. Þessar niðurstöður eru í samræmi við þá staðreynd, að mikilvægt er
að nýtanlegur fosfór sé til staðar í jarðvegi þegar spretta hefst á vorin, og
bví rétt að bera fosfóráburð á snemma vors.