Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Page 14
II. KAFLI
FOSFÓRUPPTAKA GRASA í VALLARTILRAUNUM
Efniviður og úrvinnsla.
Á s. 1. hálfum áratug hefir fjöldi grassýnishorna frá tilraunastöðvum jarð-
ræktarinnar á Akureyri, Reykhólum, Sámsstöðum og Skriðuklaustri verið
efnagreindur á rannsóknastofu jarðvegsrannsókna við Atvinnudeild Háskól-
ans. M. a. hafa verið gerðar margar fosfórákvarðanir í því skyni að fá sem
gleggsta mynd af fosfórmagni túngrasa og afla vitneskju um ýmis atriði, er
hafa áhrif á fosfórmagn þeirra. Niðurstöður efnagreininganna ásamt upp-
skerutölum tilraunastöðvanna má nota til útreiknings á því fosfórmagni,
sem grösin nema árlega úr jarðveginum. Að vísu voru umræddar efnagrein-
ingar ekki gerðar fyrst og fremst í þessu skyni, og m. a. af þessari ástæðu
hefir gögnum þeim, er ritgerð þessi styðst við, ekki verið safnað eins kerfis-
bundið og æskilegt hefði verið. Eigi að síður hefir svo mikil vitneskja safn-
azt um þetta atriði, að rétt er að gera af henni eins heillega mynd og ástæður
leyfa. Slík mynd er raunar veigamikil í sambandi við niðurstöður þeirra
pottatilrauna, sem greint var frá hér að framan, og verður vikið að þessu
atriði síðar (sjá bls. 29).
Skilgreining á hugfakinu „fosfórjafnvægi“,
eins og það er notað í þessari ritgerð.
Til þess að auðvelda birtingu þeirra gagna er hér um ræðir, yfirsýn yfir
þau og mat á þeim, var gripið til þess ráðs að færa í töflurnar — auk heild-
armagns þess fosfórs sem grösin taka árlega upp — eina hlutfallsstærð, sem
nefnd er „fosfórjafnvœgiÞað tilgreinir, hve mörgum hundraðshlutum upp-
tekinn fosfór nemur af ábornum fosfór, hvortveggja miðað við eitt sumar.
Sé t. d. jafnmikill fosfór tekinn upp af grösunum og borið var á um vorið
af þessu efni, er „fosfórjafnvægið“ 100%, en það er 50%, ef upptekinn fos-
fór er helmingur áborins fosfórmagns. Þetta hlutfall er að vísu augljóslega
háð ýmsum þáttum, þar á meðal náttúrlegri „frjósemi“ jarðvegsins og magni
áborins fosfórs. Það er að sjálfsögðu einnig háð veðurfari eða „sprettutíð"
og hefir því takmarkað gildi, ef það er ákvarðað aðeins fyrir eitt ár. Séu
hinsvegar fyrir hendi gögn nokkurra ára fyrir sömu tilraunareiti með ó-
breyttri árlegri áburðargjöf — svo sem töflurnar hér að aftan tilgreina —
gefur það gagtdega mynd af fosfórbúskap þess lands, er um ræðir.
Því miður er ekki unnt að greina á milli þess fosfórmagns grasanna, er