Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 22

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 22
20 LÍNURIT 3. Áhrif fosfóráburðar á „fosfórjafnvægi" jarðvegsins. Tölur í svigum aftan við nöfn tilraunastöðvanna tákna magn köfnunarefnisáburðar í kg N á ha. Línuritin eru gerð eftir meðallagstölum í töflum 5, 6 og 7. The efíect of phosphorus on the „apparent phosphorus balance" of the soil. Numbers in parentheses indicate kg of nitrogen applied to a hectare. The graph is constructed from the mean values of Tabls 5, 6 and 7. mikla uppskeru með 120 kg N á ha. Því er heildarupptaka af fosfór mikil, þó að fosfórmagn grassins sé heldur lægra en í áþekkum tilraunum á hinum tilraunastöðvunum (töflur 11 og 12). b) Áhrif fosfóráburðar á „fosfórjaf7ivægi“ jarðvegsins. Töflur 5, 6 og 7, og einkum línurit 3, sem unnið er úr meðallagstölum þessara taflna, sýna að „fosfórjafnvægi“ jarðvegsins minnkar með vaxandi fosfóráburði, og mjög ört þegar um litla fosfórskammta er að ræða. Þetta táknar, að upptekið fosfórmagn er miklu mest miðað við áborið magn, þegar fosfórskammturinn er lítill. í þrem af tilraunum þeim er hér um ræðir er minnsti fosfórskammturinn 13.1 kg P, eða 30 kg P2O5 á ha, og á þessum reitum taka grösin upp 15 til 45% meira fosfórmagn en það, sem borið var

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.