Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 24

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Síða 24
22 lægt 30 kg P2O5 á ha, nægi nokkurnveginn á umræddum tilraunaspildum til hámarksuppskeru. Aðrar niðurstöður greinarinnar hníga í líka átt, eða að 40—45 kg P2O5 á ha nægi með allt að 120 kg N á ha. Niðurstöður efna- greininga, sem birtar eru í greininni, benda og til þess, að 13.1 kg P, eða 30 kg P2O5 á ha, gefi nægilega fosfórríkt fóður. Þessar niðurstöður eru nánar skýrðar og studdar af gögnum þeim, er að framan eru rakin, og sérstaklega af línuriti 3, sem sýnir að tún með litlum árlegum fosfórskammti eru til- tölulega mjög gjöful á þetta næringarefni. Hitt er svo ljóst, að þeim mun meiri fosfór safnast í jarðveginn sem hinn árlegi fosfóráburðarskammtur er stærri. í töflu 13 eru færðar nokkrar á- kvarðanir á því fosfórmagni, sem skolast úr jarðveginum með 0,5 N natríum- bíkarbónatupplausn, og sýna þessar tölur greinilega aukningu þessa magns með auknum árlegum fosfóráburði.' Tölurnar sýna þó ekki það fosfórmagn, í kg á ha t. d., sem jarðvegurinn gæti látið af hendi til grasanna, og eru því ónothæfar til tölulegra útreikninga um þetta atriði. Hins vegar gefa þær nokkra hugmynd um hlutfallslegt magn af nýtanlegum fosfór í grasreitum þeim, er hér um ræðir. Niðurstöður tilraunastöðvanna (Árni Jónsson, 1947 -50, bls. 28, 33, 72 og 74; 1951-52, bls. 16, 20, 33, 44, 45 og 69; 1953-54, bls. 9, 13, 34, 60, 61 og 89; 1955-56 bls. 10, 17, 40, 59, 61 og 83; 1957-58, bls. 24, 25—28 og 42; Klemenz Kristjánsson 1953, bls. 76—81; Ólafur Jónsson 1950, bls. 22—24; Björn Jóhannesson, 1956) hafa sýnt, að nýtanlegur fosfór í túnum, er fengið hafa væna árlega fosfórskammta um árabil, endist og nægir grösunum í nokkur ár. En eftir 2—4 ár munu eftirverkanir áburð- arins jafnan taka að réna það mikið, að hörgull á fosfór fer að draga úr sprettu. Öll rök hníga að því, að þessar eftirverkanir, sem að vísu eru furðu miklar, nægi ekki til að réttlæta stóra fosfórskammta á tún, er dugi til fleiri ára, og að hagkvæmara muni að bera á árlega tiltölulega lítið fosfórmagn. Óneitanlega er þó nokkurt öryggi í því að mynda fosfórforða í jarðveginum, ef fosfóráburður yrði ófáanlegur af einhverjum ástæðum, t. d. vegna stríðs- ástands. í síðustu heimsstvrjöld urðu Hollendingar t. d. ekki tilfinnanlega varir við fosfórskort, þótt hörgull á fosfóráburði væri mjög mikill. Ýmsar aðrar þjóðir lentu hins vegar í vandræðum vegna fosfórskorts í jarðvegi. Töflur 8 og 9; Athugasemd'r um áhrif veðráttu, jarðvegs o. fl. Töflur 8 og 9 eru teknar hér með, vegna þess að þær gefa nokkrar við- bótarupplýsingar um fosfórmagn í grasi og nýtingu fosfóráburðar við tún- rækt. f töflu 13 er getið nokkurra jarðvegseiginleika á tilraunaspildum þeim, er um ræðir í töflunum. í töflu 8 vekur það athygli, að fosfórlausu reitirnir á Skriðuklaustri láta af hendi rakna mest fosfórmagn, en tilsvarandi reitir á Sámsstöðum gefa frá sér minnst magn af þessu efni til jafnaðar. Móajörðin á Sámsstöðum er frem- ur ófrjó og gefur rýra uppskeru ef hörgull er á fosfór. Það er því eðlilegt, að fosfórlausir reitir á þessu landi gefi að öðru jöfnu frá sér minna fosfórmagn en frjósamari jarðvegur, svo sem vel ræst og eðlisgóð mýrajörð.

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.