Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Side 27

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Side 27
25 Tafla 10. Áhrif köfnunarefnisáburðar á fosfórmagn grass. Taflan tekur tl sömu ára og tafla 4. The effect of nitrogen on phos'þhorus content of grass. The Table refers to same experimental seasons as Table 4. % fosfór (P) í þurrefni grass Per cent phosphorus in dry matter of grass Áburður Sláttur Akureyri Skriðuklaustur fertilizer treatment cuttings 3ja ára meðaltöl 4 ára meðaltöl three years' four years' averages averages a: 0 - 26,2 - 751) 1. sl. 0,30 0,31 b: 40-26,2-75 1. - 0,30 0,31 c: 80 - 26,2 - 75 1. - 0,30 0,31 d: 120-26,2-75 1. - 0,31 0,32 a: 2. sl. 0,32 0,32 b: 2. - 0,32 0,32 c: 2. - 0,31 0,31 d: 2. - 0,29 0,31 Sjá athugasemdir um táknun áburðarmagns neðanmáls við töflu 4. J) See footnote of Table 4. Annars er samanburður á niðurstöðum tilraunastöðvanna fjögra, er um getur í töflu 8, naumast gerlegur vegna þess, að hin miklu áhrif veðurfars á upptekið fosfórmagn grasa verða ekki metin tölulega né saman borin. Til- raunirnar á stöðvunum fjórum spenna ekki yfir sömu ár og veðrátta og sprettutíð á þessum stöðum er að sjálfsögðu ærið ólík, einnig fyrir hvert ein- stakt ár. Áhrif veðurfars á grassprettu, og þar með á fosfórupptöku, er að vísu mikilvægt atriði, en ekki eru tök á að gera þessum þætti viðhlítandi skil með aðstoð þeirra takmörkuðu gagna, er grein þessi fjallar um og styðst við. Hér á landi hafa raunar ekki verið gerðar tilraunir til að meta þessi áhrif tölulega. Og með því að áhrif veðurfars á tilraunaniðurstöður þessarar greinar verða ekki mæld í tölum, verða áhrif jarðvegstegunda eða brevtilegir jarðvegseiginleikar heldur ekki tölulega metin. Eigi að síður þykir rétt að lýsa jarðvegsástandi tilraunaspildanna lítillega með töflu 13. Af framangreindu leiðir, að með grein þessari eru teknar saman niður- stöður rannsókna, eða birtar staðreyndir, án þess að leitazt sé við að rekja orsakasamhengi þeirra við aðra þætti en magn köfnunarefnis- og fosfórá- burðar. Um leið má vekja á því athygli, að staðreyndir eða áreiðanlegar til- raunaniðurstöður skipta að sjálfsögðu meginmáli varðandi hina fjölmörgu þætti jarðræktar. En vitanlega ber einnig að keppa að því að skýra niður- stöðurnar og afla skilnings á áhrifum hinna ýmsu þátta, er áhrif hafa á þær. Er þá eðlilegt að beina athyglinni fyrst og fremst að þeim þáttum, sem maðurinn ræður yfir að einhverju eða verulegu leyti. Snúum okkur nti aftur að töflu 8 og lítum á fosfórmagn grassins. f þessu

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.