Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 49
47
Reitir A 4—9 og B 4—9 voru aldrei slegnir, en aðeins beittir. Hinir reitirnir
allir voru slegnir einu sinni og samtímis, þann 18. júní, auk þess sem þeir voru
beittir.
í samræmi við fyrrnefndar niðurstöður tilraunastöðvanna (tafla 3) er nítrat-
magn grassins tiltölulega lítið þar til seinni köfnunarefnisskammturinn er
borinn á. Þó má segja, að sýnishorn af A 4, slegið 22. maí, sé undantekning
í þessu efni, en nítratmagn þess er 0,165% NO3—N. En við seinni köfnunar-
efnisskammtinn eykst nítratmagn grassins verulega. Það nær þó hvergi 0,2%
NO3—N nema á reitunum B 1—3. Kristinn Jónsson ætlar, að þessu valdi hið
mikla magn vallhumals, er vex á þessum reitum.
Svo virðist sem gras þeirra reita, er slegnir voru einu sinni, sé nítratauð-
ugra en gras hinna reitanna.
Af nítratákvörðunum grassins á beitarsvæðinu í Laugardælatúni verður
ekki ráðið, hvort grasið hafi verið óhollt af þessum sökum. Með tilvísun til
þess, er rakið var í upphafi þessarar greinar, verður þessi möguleiki ekki
útilokaður.
Nítratmagn fóðurkáls.
í töflu 8 eru færðar niðurstöður nokkurra efnagreininga á fóðurkáli og
öðrum fóðurjurtum af krossblómaætt. Fyrr var getið niðurstaðna við breyti-
legt áburðarmagn, sem færðar eru á línuritið (1. mynd). Áburðarmagn hinna
reitanna allra var 150 kg N á ha. Nítratmagnið reyndist frá um 0,2% til
tæplega 0,3% NO3—N og sýnist áþekkt fyrir fóðurkál, raps og fóðurskurfu.
Tafla 8. Nítratmagn í fóðurjurtum, ræktuðum á Reykhólum sumarið 1960.
Tölurnar tákna % NOs—N í þurrefni.
Nitrate content in fodder -plants expressed as -per cent NO3—N 0} dry matter.
Tegund jurta og afbrigði Slegið Áburður:
species and varieties of dates of kg N/ha % NO3—N
plants cutting
Fóðurkál, D. L. F. (Brassica oleracea acephala) 19. sept. 150 0,286
Raps (Brassica napus oleifera) — 150 0,278
Fóðurrófur (rót) (Brassica campestris rapifera; root) — 150 0,062
Fóðurskurfa (Spérgula arvensis) — 150 0,220
Fóðurkál, „D. L. F.“ 20. sept. 150 0,275
— , „Sharpe" — 150 0,180
— , „Flungary Gap“ — 150 0,210
— , „English Giant Rape“ — 150 0,274
— , „Rape Kale“ — 150 0,230
Fóðurkál 16. sept. 75 0,239
— — 150 0,130
— 225 0,230
— — 300 0,334