Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 49

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.12.1961, Blaðsíða 49
47 Reitir A 4—9 og B 4—9 voru aldrei slegnir, en aðeins beittir. Hinir reitirnir allir voru slegnir einu sinni og samtímis, þann 18. júní, auk þess sem þeir voru beittir. í samræmi við fyrrnefndar niðurstöður tilraunastöðvanna (tafla 3) er nítrat- magn grassins tiltölulega lítið þar til seinni köfnunarefnisskammturinn er borinn á. Þó má segja, að sýnishorn af A 4, slegið 22. maí, sé undantekning í þessu efni, en nítratmagn þess er 0,165% NO3—N. En við seinni köfnunar- efnisskammtinn eykst nítratmagn grassins verulega. Það nær þó hvergi 0,2% NO3—N nema á reitunum B 1—3. Kristinn Jónsson ætlar, að þessu valdi hið mikla magn vallhumals, er vex á þessum reitum. Svo virðist sem gras þeirra reita, er slegnir voru einu sinni, sé nítratauð- ugra en gras hinna reitanna. Af nítratákvörðunum grassins á beitarsvæðinu í Laugardælatúni verður ekki ráðið, hvort grasið hafi verið óhollt af þessum sökum. Með tilvísun til þess, er rakið var í upphafi þessarar greinar, verður þessi möguleiki ekki útilokaður. Nítratmagn fóðurkáls. í töflu 8 eru færðar niðurstöður nokkurra efnagreininga á fóðurkáli og öðrum fóðurjurtum af krossblómaætt. Fyrr var getið niðurstaðna við breyti- legt áburðarmagn, sem færðar eru á línuritið (1. mynd). Áburðarmagn hinna reitanna allra var 150 kg N á ha. Nítratmagnið reyndist frá um 0,2% til tæplega 0,3% NO3—N og sýnist áþekkt fyrir fóðurkál, raps og fóðurskurfu. Tafla 8. Nítratmagn í fóðurjurtum, ræktuðum á Reykhólum sumarið 1960. Tölurnar tákna % NOs—N í þurrefni. Nitrate content in fodder -plants expressed as -per cent NO3—N 0} dry matter. Tegund jurta og afbrigði Slegið Áburður: species and varieties of dates of kg N/ha % NO3—N plants cutting Fóðurkál, D. L. F. (Brassica oleracea acephala) 19. sept. 150 0,286 Raps (Brassica napus oleifera) — 150 0,278 Fóðurrófur (rót) (Brassica campestris rapifera; root) — 150 0,062 Fóðurskurfa (Spérgula arvensis) — 150 0,220 Fóðurkál, „D. L. F.“ 20. sept. 150 0,275 — , „Sharpe" — 150 0,180 — , „Flungary Gap“ — 150 0,210 — , „English Giant Rape“ — 150 0,274 — , „Rape Kale“ — 150 0,230 Fóðurkál 16. sept. 75 0,239 — — 150 0,130 — 225 0,230 — — 300 0,334
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.