Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 5

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1962, Qupperneq 5
FORMÁLI. Tilraunir þær, sem lýst er í þessari skýrslu, voru gerðar a£ Tilraunaráði búfjárræktar og Verkfæranefnd ríkisins og kostaðar af því fé, sem veitt er í fjárlögum til heyverkunartilrauna og landbúnaðarráðuneytið fól nefndum aðilum að framkvæma. Nokkuð af starfskröftum við framkvæmd þessara tilrauna var þó lagt fram og kostað af Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskól- ans og Verkfæranefnd ríkisins. Tilraunirnar voru skipulagðar af Tilraunaráði búfjárræktar og Verkfæra- nefnd í sameiningu. Pétur Gunnarsson, tilraunastjóri, Einar Þorsteinsson, héraðsráðunautur, og Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri, önnuðust iramkvæmd tilraunanna, og sá síðastnefndi gerði vinnuathuganir jafnframt. Eru þær birtar í skýrslu Verkfæranefndar nr. 4, 1958. Efnagreiningar voru gerðar á rannsóknarstofu Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans. Stefán Aðalsteinsson, sérfræðingur í búfjárrækt, sá um útreikning á til- raununum, og Bjarni Arason, ráðunautur, og Vigdís Hallgrímsdóttir að- stoðuðu Stefán við útreikninga. Tilraunaráð búfjárræktar og Verkfæranefnd ríkisins þakka ofangreindum starfsmönnum svo og bændum þeim, sem tilraunirnar voru gerðar hjá, og öðrum þeim, sem unnu á einn eða annan hátt að þessu viðfangsefni, fyrir gott starf. Reykjavík, í febr. 1961, Guðmundur Jónsson (formaður Verkfæranefndar ríkisins). Halldór Pálsson (formaður Tilraunaráðs búfjárræktar).

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.