Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 38

Fréttablaðið - 11.11.2021, Page 38
MAGNUS ehf. flytur inn ýmsar vörur tengdar augn- heilsu og hefur nú hafið sölu á ZORIA snyrtivörunum sem eru samþykktar af augnlæknum og henta vel fyrir fólk með viðkvæm augu. Augun geta verið viðkvæm og það getur reynst erfitt að finna snyrti­ vörur sem henta. „ZORIA snyrti­ vörur eru tilvaldar fyrir fólk með viðkvæm augu því þær eru hvorki ofnæmisvaldandi né ýta þær undir truflun á starfsemi fitukirtla í hvörmunum. Það er kjörið fyrir fólk með þurra og viðkvæma húð að nota ZORIA snyrtivörur, þar sem þær innihalda ekki óæskilegar olíur, ilmefni, litarefni eða para­ ben,“ segir Hildur Sigursteinsdóttir markaðsfulltrúi hjá MAGNUS ehf. „Vandamál tengd augum geta meðal annars stafað af þurrum augum, hvarmabólgu, ofnæmi, aukaverkun lyfja og ýmsum umhverfisþáttum. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum, en þá framleiða augun ekki nægilegt magn af tárum eða þau eru ekki nægilega vel samsett og gufa f ljótt upp. Algengasta einkenni þurra augna er aðskotahluts­ tilfinning og hún er oftast verst á morgnana,“ upplýsir Hildur og bætir við að sérstaka athygli veki að eitt megineinkenni þurra augna sé aukið táraflæði. „Fólk lýsir því oft þannig að þegar það fari út í íslenska rokið fari tárin að renna niður vangana. Fólk með ofnæmi og þeir sem nota snerti­ linsur eru útsettari fyrir því að fá einkenni þurra augna. Linsur soga í sig tár og minnka aðgengi tára að hornhimnunni. Þurr augu eru algengari hjá konum og koma oftar fram hjá barnshafandi konum eða eftir tíðahvörf. Líklega eru um 3.000 Íslendingar með þurr augu í tengslum við svokall­ aðan Sjögren’s sjúkdóm og/eða gigtarsjúkdóma,“ segir Hildur. Mörg lyf valda þurrum augum og má þar nefna slímhúðar­ þurrkandi lyf (decongestants), mörg ofnæmislyf, þvagræsilyf, betablokkar (háþrýstingslyf), ýmis svefn­, þunglyndis­ og verkjalyf. Ýmsir umhverfisþættir geta verið slæmir fyrir augun eins og óhreinindi og þurrt loft. „Við blikkum um 40% sjaldnar þegar við horfum á tölvuskjá heldur en bók. Þetta veldur aukinni upp­ gufun tára. Viftur í tölvum geta einnig þurrkað upp andrúmsloftið í kringum tölvuna. Athyglisvert er að fartölvur þurrka augu meira en borðtölvur vegna styttri fjarlægðar tölvu frá augum notandans. Hvarmabólga er líklega algeng­ asti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómur­ inn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa mikil áhrif á daglegt líf fólks. Um ástæður sjúkdómsins er lítið vitað, en talið er að um sé að ræða ofnæmi fyrir bakteríum sem við erum öll með á hvörmunum. Ofnæmið veldur langvinnri bólgu í hvörmum, með roða og þrota sem truflar oft starfsemi fitukirtla í hvörmunum. Ofnæmi almennt veldur oft einkennum í augum sem lýsa sér sem bólgur, erting og tára­ rennsli. Ofnæmi fyrir snyrtivörum kemur oft fram sem roði, kláði og jafnvel hreisturmyndum í húð. Að öllu þessu sögðu er ljóst að eftir­ sóknarvert er að nota snyrtivörur sem framleiddar eru með það að leiðarljósi að huga að heilbrigði augnanna.“ n ZORIA vörurnar má skoða og kaupa á magnusheilsuvorur.is ZORIA snyrtivörur fyrir viðkvæm augu Augnlæknar mæla sérstak- lega með ZORIA snyrtivörum fyrir fólk með viðkvæm augu. ZORIA augnfarðahreinsir ZORIA augnfarðahreinsir er tilvalinn fyrir þá sem eru með viðkvæm augu eða nota linsur. Augnfarðahreinsirinn er mildur, vatnskenndur hreinsir sem fjarlægir farða án þess að erta augun eða skilja eftir leifar. Inniheldur engin ilm- eða litarefni, né heldur paraben eða olíur. ZORIA maskari ZORIA maskari fyrir viðkvæm augu er samþykktur af augn- læknum. Inniheldur engin ilm- eða litarefni né heldur paraben eða olíur. ZORIA Lash augnháraserum ZORIA Lash augnháraserum er styrktarserum til að örva vöxt, styrkja og næra augnhárin á nátt- úrulegan hátt. ZORIA Brow augabrúnaserum ZORIA Brow er augabrúnaserum sem byggir á fjölpeptíð-tækni til að fá fyllri augabrúnir. Retínól er efni sem hefur slegið í gegn í snyrtivöru- heiminum að undanförnu, en það flýtir fyrir endurnýj- un á frumum húðarinnar og gefur henni þannig unglegra og heilbrigðara útlit. oddurfreyr@frettabladid.is Það er ástæða fyrir því að retínól hefur orðið gríðarlega vinsælt á undanförnum árum, en það er sér­ lega gagnlegt við að hjálpa húðinni að endurnýja sig, sem er forsenda fyrir unglegri húð. Tískuvefur Marie Claire birti nýlega grein þar sem farið var yfir kosti retínóls. Retínól getur minnkað hrukkur og fínar línur í andlitinu og dregið úr myndun þeirra og gert litaraft fólks bjartara með því að fjarlægja gamlar frumur úr andlitinu og draga nýjar fram. Það getur líka komið jafnvægi á feita húð og komið í veg fyrir að svitaholur stíf list, svo bólur verði síður vandamál. Það getur einnig eytt dökkum blettum og örum eftir bólur. Retínól ýtir líka undir endurnýjun á kollagenbirgðum húðarinnar og eykur teygjanleika hennar, sem gefur frísklegra útlit. „Þar til snemma á fertugsaldr­ inum endurnýja húðfrumur sig á um 28 daga fresti og búa sífellt til nýtt lag af húð, en um miðbik fer­ tugsaldurs hægist á þessari endur­ nýjun og hún fer að gerast á 50­70 daga fresti,“ segir húðlæknirinn Mona Gohara, sem kennir við Yale­ háskóla. Það er þessi hæga endur­ nýjun sem verður til þess að húðin í andlitinu þornar, missir lit og fær hrukkur. En retínól sökkvir sér djúpt í húðina og flýtir fyrir endur­ Retínól er undraefni fyrir húðina Retínól hefur slegið í gegn, en það er mikil- vægt að nota rétta gerð af efninu og nota það á réttan hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY nýjuninni, þannig að líkaminn heldur áfram að framleiða nýja húð. Þar sem retínól virkar djúpt í húðinni getur það gjörbreytt litar­ haftinu til lengri tíma litið. En það er einn hængur á. Það þarf að nota retínól reglulega í að minnsta kosti þrjá mánuði áður en árangurinn kemur fram. Finnið gerð sem hentar ykkur Retínól er bara eitt af mörgum retínóíðum sem eru á markaðn­ um, en retínóíð eru A­vítamín­ sýrur. Það eru til nokkrar gerðir þeirra, sem eru missterkar. Retínól er næstveikasta gerðin en það eru líka til mun sterkari retínóíð og sumar gerðir er bara hægt að fá með lyfseðli. Þær virka mis­ jafnlega en eftir því sem þær eru sterkari erta þær húðina meira. Best er að fá húðlækni til að leiðbeina sér varðandi hvaða gerð er best að nota, því ólíkar gerðir henta ólíkri húð. En ef fólk er óvisst og vill ekki panta tíma hjá lækni er best að byrja annað hvort á að nota retínól eða veikustu útgáfuna af retínóíðum, retínýl palmítat (retinyl palmitate), og byrja þar. Gohara læknir mælir með að halda sig við eina gerð í heilt ár áður en íhugað er að nota aðra sterkari. Sama hvaða gerð er notuð þá virka þær allar til lengri tíma litið og rannsóknir sýna að til lang­ frama skila veikari útgáfur sama árangri og sterkari, þannig að það er óþarfi að hafa áhyggjur af því að nota of veika gerð. Mikilvægt að nota efnið rétt Það er mikilvægt að nota rétta gerð og að nota ekki of mikið í einu. Það er gott að byrja á einum litlum dropa (á stærð við baun) og nota hann einu sinni á viku fyrstu vikuna, svo tvisvar á viku í tvær vikur, þrisvar í viku í þrjár vikur og svo annað hvert kvöld eftir það. Retínól á að bera á hreina, þurra húð á kvöldin. Ekki nota efni sem vinna á bólum, sýrur, sýrumaska eða aðrar vörur sem geta ert húðina á sama tíma og retínól, því það getur valdið ertingu og jafnvel bruna. Retínóíð gera húðina líka enn þá viðkvæmari fyrir sólar­ ljósi, þannig að það er mjög mikil­ vægt að nota sólarvörn sem er að minnsta kosti SPF 30 á húðina á hverjum morgni, en húðlæknar mæla almennt með notkun sólar­ varnar alla daga ársins. Það er við því að búast að til að byrja með fari húðin í gegnum aðlögunarferli. Húðin getur orðið þurr, það getur orðið erting og það geta komið bólur á meðan húðin er að venjast nýja ástandinu. Til að vinna gegn því er mikilvægt að byrja ekki á sterku retínóíði og fara rólega af stað. En það er líka mjög mikilvægt að nota þessar vörur reglulega til að langtíma­ áhrifin skili sér. Það er líka rétt að taka fram að retínól hentar ekki alveg öllum gerðum af húð og sumir fá slæm viðbrögð við notkun þess. Þess vegna er best að ráðfæra sig við húðlækni áður en notkun hefst. n 14 kynningarblað 11. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSNYRTIVÖRUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.