Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 4

Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 4
Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar Helmingur starfsfólks Menntamála- stofnunar segist hafa orðið vitni að, eða upplifað, einelti, kynferðis- lega eða kyn- bundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustaðnum. Arnór hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla, en sagði í yfirlýsingu að stofnunin starfaði innan þröngra fjárheimilda og skorti upplýsingagjöf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Vonast hann til að ráða megi bót á vandamálunum. Erla Bolladóttir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Erla gaf skýrslu í aðalmeðferð í máls síns gegn ríkinu í héraðs- dómi í vikunni, vill hún að mál hennar verði endurupptekið, en hún var sak- felld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði að hún hefði heimsótt dráttar- brautina í Keflavík nú um daginn og var ekki viss hvar í bænum hún hefði verið. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Seljaskóla Magnús Þór var kjörinn formaður Kennarasam- bands Íslands með tæplega 42 prósentum atkvæða í vik- unni. Hann tekur við í apríl á næsta ári af Ragnari Þór Péturssyni. Hann leggur áherslu á að styrkja starfsumhverfi skóla. n n Þrjú í fréttum n Tölur vikunnar 500 manns mega koma saman ef hrað­ prófum er beitt. Annars er miðað við 50 manns í rými. 2.000 ellilífeyrisþegar búa erlendis, eða fjögur prósent allra ellilífeyris­ þega. 56.000 refir hafa verið veiddir undanfarinn áratug, með kostnað upp á tæpan milljarð króna fyrir hið opinbera. 3 starfsmenn Menntamálastofn­ unar hafa sagt upp vegna stjórn­ unarvanda innan stofnunarinnar. 839 Covid­19 smit greindust innan­ lands síðastliðna viku. 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI RAFMAGNSSMÁBÍLLINN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI. Arngrímur Jóhannsson sýndi stórfellt gáleysi í aðdraganda flugslyss í Barkárdal 2015, að mati héraðsdóms. Fjölskylda manns sem lést í slysinu er ánægð með að dómur sé fall- inn í málinu. adalheidur@frettabladid.is DÓMSMÁL „Ég er bæði mjög ánægð og þakklát. Við vorum að leita rétt- lætis og ég lít á þetta sem stórsigur fyrir Grant og fjölskyldu okkar,“ segir Roslyn Wagstaff, ekkja Grants Wagstaff, en henni og þremur barna þeirra Grants voru í gær dæmdar miskabætur vegna and- láts eiginmanns hennar, sem fórst í f lugslysi hér á landi. Roslyn voru dæmdar rúmar 3,4 milljónir í miskabætur úr hendi Arngríms Jóhannssonar og Sjóvá- Almennum, en bótakröfu hennar vegna missis framfæranda, upp á rúmar 35 milljónir, var vísað frá dómi. Þrjú börn þeirra hjóna fá hvert um sig dæmdar 2 milljónir í bætur. „Ég mun ásamt Arngrími fara næstu daga yfir dóminn og forsend- ur hans,“ segir Friðrik Smárason lög- maður Arngríms. Hann bendir á að ekki hafi verið fallist á dómkröfur stefnenda í veigamiklum atriðum en að öðru leyti sé ótímabært að bregðast við niðurstöðunni. „Málið hefur verið Arngrími þungbært, ofan á vanlíðan sem fylgir afleiðingum sjálfs slyssins. Ég bið fjölmiðlafólk og aðra að sýna því skilning,“ segir Friðrik. Í dóminum er Arngrími metið til gáleysis að haga f lugi inn Barkár- dalinn án nægrar aðgæslu varðandi yfirvofandi hættu á blöndungs- ísingu og bregðast síðan ekki rétt við er flugvélin varð fyrir gangtrufl- unum, með því að snúa vélinni ekki við án tafar. Til að af komendur eigi rétt á miskabótum vegna dauða manns, þarf skilyrði skaðabótalaga um ásetning eða stórfellt gáleysi að vera uppfyllt, og hafa dómstólar beitt nokkuð ströngu sakarmati í tilvikum banaslysa í samgöngum, sérstaklega í tilviki farþega og gangandi vegfarenda, að því er fram kemur í dóminum. Á þessum grunni er Arngrímur sagður hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi í aðdraganda nauðlending- arinnar og vísað sérstaklega til „þess aðgæsluleysis að átta sig ekki á því hve flugvélin var komin neðarlega fyrr en svigrúm til að nauðlenda henni var orðið svo takmarkað að hún lenti í stórgrýttri urð sem telja verður hafa stóraukið hættu á að eldsneytistankar vélarinnar rifnuðu með þeirri hættu sem því fylgdi.“ En fram hefur komið að Grant lifði brotlendinguna af, en ekki eldsvoð- ann sem braust út eftir lendinguna. Þá kemur einnig fram í dóminum að ekki komi til greina að lækka bætur vegna eigin sakar Grants. Hann hafi verið farþegi í vélinni og þátttöku hans í f lugferðinni verði á engan hátt jafnað til verka stefnda sem flugmanns. „Aðrir verða ekki dregnir til ábyrgðar á hvernig stjórnandanum tekst til við stjórn- ina, á meðan viðkomandi grípur ekki beinlínis inn í, sem Arthur Grant gerði ekki,“ segir í dóminum. Eins og móðir þeirra eru börn Grants einnig ánægð með niður- stöðuna, þrátt fyrir að bætur séu mun lægri en krafist var í málinu. Jón Páll Hilmarsson, lögmaður systkinanna þriggja, hafði náð tali af Söruh Louise Wagstaff, eftir að dómur var kveðinn upp í gær. „Hún er mjög glöð yfir að þessu sé lokið og að dómur hafi fallið þeim í vil. Þótt bæturnar séu lágar, segir hún aðalatriðið að dómurinn hafi fallið með þessum hætti og þau fengið þessa viðurkenningu,“ hefur Jón eftir Söruh. n Stórsigur fyrir Grant og fjölskylduna Arngrímur Jóhannsson var við aðalmeðferð málsins ásamt lögmanni sínum, Friðriki Smárasyni. Kristín Edwald gætti hagsmuna Sjóvár­Almennra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Málið hefur verið Arngrími þungbært, ofan á vanlíðan sem fylgir afleiðingum sjálfs slyssins. Friðrík Smárason, lögmaður Arngríms 4 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.