Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 4
Arnór Guðmundsson
forstjóri Menntamálastofnunar
Helmingur
starfsfólks
Menntamála-
stofnunar segist
hafa orðið vitni
að, eða upplifað,
einelti, kynferðis-
lega eða kyn-
bundna áreitni,
eða ofbeldi á
vinnustaðnum. Arnór hefur ekki
viljað tjá sig við fjölmiðla, en sagði
í yfirlýsingu að stofnunin starfaði
innan þröngra fjárheimilda og
skorti upplýsingagjöf frá mennta-
og menningarmálaráðuneytinu.
Vonast hann til að ráða megi bót á
vandamálunum.
Erla Bolladóttir
sakborningur í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum
Erla gaf skýrslu
í aðalmeðferð í
máls síns gegn
ríkinu í héraðs-
dómi í vikunni,
vill hún að mál
hennar verði
endurupptekið,
en hún var sak-
felld árið 1980
fyrir rangar sakargiftir. Hún sagði
að hún hefði heimsótt dráttar-
brautina í Keflavík nú um daginn
og var ekki viss hvar í bænum hún
hefði verið.
Magnús Þór Jónsson
skólastjóri Seljaskóla
Magnús Þór var
kjörinn formaður
Kennarasam-
bands Íslands
með tæplega
42 prósentum
atkvæða í vik-
unni. Hann tekur
við í apríl á næsta
ári af Ragnari Þór
Péturssyni. Hann leggur áherslu á að
styrkja starfsumhverfi skóla. n
n Þrjú í fréttum
n Tölur vikunnar
500
manns mega koma saman ef hrað
prófum er beitt. Annars er miðað
við 50 manns í rými.
2.000
ellilífeyrisþegar búa erlendis, eða
fjögur prósent allra ellilífeyris
þega.
56.000
refir hafa verið veiddir undanfarinn
áratug, með kostnað upp á tæpan
milljarð króna fyrir hið opinbera.
3
starfsmenn Menntamálastofn
unar hafa sagt upp vegna stjórn
unarvanda innan stofnunarinnar.
839
Covid19 smit greindust innan
lands síðastliðna viku.
100% RAFMÖGNUÐ
ÍTÖLSK HÖNNUN
FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI
RAFMAGNSSMÁBÍLLINN.
SJÓN ER SÖGU RÍKARI
UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN
MEÐ ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI.
Arngrímur Jóhannsson sýndi
stórfellt gáleysi í aðdraganda
flugslyss í Barkárdal 2015, að
mati héraðsdóms. Fjölskylda
manns sem lést í slysinu er
ánægð með að dómur sé fall-
inn í málinu.
adalheidur@frettabladid.is
DÓMSMÁL „Ég er bæði mjög ánægð
og þakklát. Við vorum að leita rétt-
lætis og ég lít á þetta sem stórsigur
fyrir Grant og fjölskyldu okkar,“
segir Roslyn Wagstaff, ekkja Grants
Wagstaff, en henni og þremur
barna þeirra Grants voru í gær
dæmdar miskabætur vegna and-
láts eiginmanns hennar, sem fórst
í f lugslysi hér á landi.
Roslyn voru dæmdar rúmar 3,4
milljónir í miskabætur úr hendi
Arngríms Jóhannssonar og Sjóvá-
Almennum, en bótakröfu hennar
vegna missis framfæranda, upp á
rúmar 35 milljónir, var vísað frá
dómi. Þrjú börn þeirra hjóna fá hvert
um sig dæmdar 2 milljónir í bætur.
„Ég mun ásamt Arngrími fara
næstu daga yfir dóminn og forsend-
ur hans,“ segir Friðrik Smárason lög-
maður Arngríms. Hann bendir á að
ekki hafi verið fallist á dómkröfur
stefnenda í veigamiklum atriðum
en að öðru leyti sé ótímabært að
bregðast við niðurstöðunni.
„Málið hefur verið Arngrími
þungbært, ofan á vanlíðan sem
fylgir afleiðingum sjálfs slyssins. Ég
bið fjölmiðlafólk og aðra að sýna því
skilning,“ segir Friðrik.
Í dóminum er Arngrími metið til
gáleysis að haga f lugi inn Barkár-
dalinn án nægrar aðgæslu varðandi
yfirvofandi hættu á blöndungs-
ísingu og bregðast síðan ekki rétt
við er flugvélin varð fyrir gangtrufl-
unum, með því að snúa vélinni ekki
við án tafar.
Til að af komendur eigi rétt á
miskabótum vegna dauða manns,
þarf skilyrði skaðabótalaga um
ásetning eða stórfellt gáleysi að
vera uppfyllt, og hafa dómstólar
beitt nokkuð ströngu sakarmati í
tilvikum banaslysa í samgöngum,
sérstaklega í tilviki farþega og
gangandi vegfarenda, að því er fram
kemur í dóminum.
Á þessum grunni er Arngrímur
sagður hafa sýnt af sér stórfellt
gáleysi í aðdraganda nauðlending-
arinnar og vísað sérstaklega til „þess
aðgæsluleysis að átta sig ekki á því
hve flugvélin var komin neðarlega
fyrr en svigrúm til að nauðlenda
henni var orðið svo takmarkað að
hún lenti í stórgrýttri urð sem telja
verður hafa stóraukið hættu á að
eldsneytistankar vélarinnar rifnuðu
með þeirri hættu sem því fylgdi.“
En fram hefur komið að Grant lifði
brotlendinguna af, en ekki eldsvoð-
ann sem braust út eftir lendinguna.
Þá kemur einnig fram í dóminum
að ekki komi til greina að lækka
bætur vegna eigin sakar Grants.
Hann hafi verið farþegi í vélinni og
þátttöku hans í f lugferðinni verði á
engan hátt jafnað til verka stefnda
sem flugmanns. „Aðrir verða ekki
dregnir til ábyrgðar á hvernig
stjórnandanum tekst til við stjórn-
ina, á meðan viðkomandi grípur
ekki beinlínis inn í, sem Arthur
Grant gerði ekki,“ segir í dóminum.
Eins og móðir þeirra eru börn
Grants einnig ánægð með niður-
stöðuna, þrátt fyrir að bætur séu
mun lægri en krafist var í málinu.
Jón Páll Hilmarsson, lögmaður
systkinanna þriggja, hafði náð tali
af Söruh Louise Wagstaff, eftir að
dómur var kveðinn upp í gær. „Hún
er mjög glöð yfir að þessu sé lokið
og að dómur hafi fallið þeim í vil.
Þótt bæturnar séu lágar, segir hún
aðalatriðið að dómurinn hafi fallið
með þessum hætti og þau fengið
þessa viðurkenningu,“ hefur Jón
eftir Söruh. n
Stórsigur fyrir Grant og fjölskylduna
Arngrímur Jóhannsson var við aðalmeðferð málsins ásamt lögmanni sínum, Friðriki Smárasyni. Kristín Edwald gætti
hagsmuna SjóvárAlmennra. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Málið hefur verið
Arngrími þungbært,
ofan á vanlíðan sem
fylgir afleiðingum
sjálfs slyssins.
Friðrík Smárason,
lögmaður Arngríms
4 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ