Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 6

Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 6
Katrín Ólafsdóttir rann- sakar gerendur ofbeldis, skrímslavæðingu og hvernig ofbeldi þrífst og er viðhaldið í nútímasamfélagi. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Skrímsli, skrímslavæðing og ofbeldi, er efni nýlegrar greinar sem Katrín Ólafsdóttir doktors- nemi á Menntavísindasviði skrifar með leiðbeinanda sínum, Önnudís Grétu- og Rúdólfsdóttur. Katrín segir þá hugmynd sem samfélagið hefur skapað um kyn- ferðisof beldi og of beldi í nánum samböndum, hafa mikil áhrif á skilning fólks og skynjun. „Það er gömul saga að þessi mýta um skrímslið er ekki sönn og slær ryki í augun á okkur, en í undirmeð- vitundinni hefur það svo mikil áhrif hvernig við bæði skiljum og skynjum,“ segir hún. Katrín tók viðtöl við íslenska karlmenn sem hafa beitt of beldi og gengist við því. Hún segir það stéttbundið hvernig menn vinna úr hugmyndum um ofbeldi og um skrímslið. „Það fyrsta sem sló mig var hvernig þeir skilgreindu sín verk og hvernig sjálfsmyndin breyttist við það að máta sig við skrímslið.“ Katrín segir að út frá þessum hug- myndum hafi hún skoðað gögnin og viðtölin og hafi komið í ljós þrjú tilbrigði af „skrímslinu“ og að allir viðmælendur hennar hafi á ein- hvern hátt mátað sig við hugtakið. „Sumir töluðu beinum orðum um skrímsli og skrímslavæðingu, en aðrir notuðu önnur orð en voru að vísa í hugmyndina um skrímslið. Þeir töluðu ýmist um sjálfa sig sem skrímsli eða ekki, eða vísuðu í hug- myndirnar um það,“ segir Katrín. Flestir hafi þeir verið sammála um að vilja ekki vera skrímsli og lögðu mikla áherslu á að þeir væru ekki illa innrættir menn. En þegar það er talað um skrímsli, þá eru þau illa innrætt. „Þeir sögðu mér hvern- ig þeir eru góðar manneskjur og hvernig, þrátt fyrir þetta atvik sem þeir gengust við, séu þeir samt góðir einstaklingar og ekki skrímsli.“ Við þetta myndist togstreita hjá þeim um hvernig þeir geti verið bæði góðir menn og skrímsli og að það verði svo flókið fyrir þá að sam- þætta þessar hugmyndir. „Þannig að þeir reyna að spyrna á móti og tala um hvað það sé erfitt að tala um ofbeldisbrot og að gangast við þeim, vegna þess að þá sértu dæmdur sem skrímsli og auðvitað vill enginn vera skrímsli. „Þetta er gott dæmi um hve ógagnleg skrímslavæðingin er fyrir þolendur líka. Aðalatriðið er auð- vitað að gerendur gangist við sínum brotum og taki á þeim. Ef við sem samfélag höldum áfram að hrópa skrímsli erum við að gera þessum einstaklingum mjög erfitt að stíga fram,“ segir Katrín. Hún segir að mennirnir máti sig við hugtök sem eru notuð um of beldisbrot og að mörgum finn- ist erfitt að máta sig við hugtakið nauðgun, vegna þess að það lýsir hegðun sem skrímsli myndi fram- kvæma. Þeir hafi kallað eftir öðrum hugtökum til að tala um ofbeldi og talið að þannig væri auðveldara fyrir þá að gangast við verkunum. „En þarna myndast auðvitað flók- in umræða um það hversu langt á að ganga í að búa til nýja orðræðu, sem vissulega er þörf á, því skrímsla- væðing virkar ekki, en á sama tíma er ekki hægt að hætta að nota orð eins og nauðgun, því það eru orðin sem að lýsa því sem átti sér stað.“ Hún segir að það sé að hluta komið fram hvernig þolendur eigi að bera sig að, hvernig þeir geta stigið fram og hvernig eigi að bregðast við. Það sé til handrit að því. Það sem vanti sé álíka handrit fyrir gerendur. „Það sem okkur vantar er samtal um það hvernig gerendur geta tekið ábyrgð og unnið sig til baka frá því að vera gerandi, í að vera gerandi sem við erum tilbúin að hlusta á og getur verið þátttakandi í samfélag- inu. Ef við viljum að þeir nái bata verðum við að veita þeim aðstoð.“ Hópurinn sé jafn ólíkur og hópur þolenda og úrræðin þurfi að vera ólík og fjölbreytt eftir því. „Leiðin er alltaf í gegnum ábyrgð og auðmýkt, en er svo kannski ólík eftir því hvert brotið er og hver gerandinn er.“ n Ef við sem samfélag höldum áfram að hrópa skrímsli erum við að gera þessum einstaklingum mjög erfitt að stíga fram. Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi bth@frettabladid.is JAFNRÉTTI Eysteinn Jónsson, fimm barna faðir sem hefur setið í barna- og unglingaráði t veggja ung- mennafélaga og verið fararstjóri barna í íþróttaferðum innanlands og erlendis, segir að kerfisbylting verði að eiga sér stað hvað varðar aðgengi barna að tómstundastarfi. Þetta segir Eysteinn vegna frétta- skýringar Fréttablaðsins í vikunni þar sem fram kom að aðeins hluti barna og ungmenna hefur efni á að sinna þeim tómstundum sem hugur þeirra stendur til. Frístundakortið hrökkvi hvergi nær r i t il í ý msum tilv ik um. Eysteinn segir að þjónustan sem samfélagið veiti verði fyrst og fremst að taka mið af þörfum barnanna. Þannig sé það ekki í dag. Skipulag dagsins hjá börnunum sé sundurslitið. Börnum sem hafi áhuga á f leiri en einni íþrótt eða tómstundaiðju, sé nánast gert ókleift að stunda meira en eitt áhugamál. Allur kostnaður sem fylgi því að æfa íþróttir eða sinna ýmsu öðru tómstundastarfi sé allt of hár. Æfingagjöld í íþróttum séu aðeins hluti kostnaðarins, eins og fram hafi komið í fréttaskýringunni. Eysteinn segir að skoða þyrfti hvort íþróttir, tómstundir og frí- stundaþjónusta ættu að verða stærri hluti af námsskrá í grunn- skólum. „Við værum þá að tala um að skólinn veitti þessa þjónustu fyrir alla, án endurgjalds,“ segir Eysteinn. Hjálmar Sveinsson, borgarfull- trúi í Reykjavík, segir um hugmynd Eysteins að hún sé góðra gjalda verð. Margs konar menningarstarf mætti einnig efla innan skólanna. „Það að taka íþróttir og menningu meira inn í skólana, gæti verið ágætt að hugsa um,“ segir Hjálmar. n Kallar eftir kerfisbyltingu í tómstundastarfi barna Eysteinn Jónsson, fimm barna faðir, segir að sam- félagið taki ekki mið af þörfum barnanna. MYND/AÐSEND Það vantar handritið fyrir gerendur Katrín tekur viðtöl við, og rannsakar, gerendur ofbeldis. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KLETTAGÖRÐUM 8—10 / HÁTÚNI 2A / SUÐURHRAUNI 2B / LYNGHÁLSI 2 TÍMAPANTANIR Á KLETTUR.IS OG Í SÍMA 590 5100 Bókaðu dekkjaskiptin á klettur.is benediktboas@frettabladid.is DÝRAHALD Helmingur landsmanna er hlynntur lausagöngu katta í sveit- arfélögum sínum, að því er fram kemur í nýrri könnun Prósents sem gerð var dagana 5. til 11. nóvember. Af svarendum voru um 36 prósent hlynnt lausagöngu katta, um 14 pró- sent voru frekar hlynnt, um nálega 40 af hundraði voru frekar eða mjög andvíg lausagöngunni. Könnunin sýnir enn fremur að íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari lausagöngu katta en íbúar landsbyggðarinnar, svo og yngra fólk fremur en það eldra. n Yngra fólk hlynnt lausagöngu katta benediktboas@frettabladid.is SAMGÖNGUR Bannað verður að leggja við vesturkant Frakkastígs, milli Hverfisgötu og Laugavegar, og bílastæði aflögð, samkvæmt nýjum tillögum frá skrifstofu samgöngu- stjóra og borgarhönnunar, sem tekið var fyrir í Skipulags- og sam- gönguráði í vikunni. Frakkastígur markar upphaf núverandi göngugötuhluta Lauga- vegar og því er allri umferð af Laugavegi beint norður Frakkastíg. Í götunni myndast oft mikil þrengsli og ítrekaðar ábendingar hafa borist frá lögreglunni og sorphirðu um vandamál sökum þeirra. Því er lagt til að stæði vestan megin í götunni verði fjarlægð og eingöngu heimilað að leggja ökutækjum við austari kant götunnar. n Bannað að leggja á Frakkastíg 6 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.