Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 8

Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 8
Loftslagsráðstefnunni COP26 lauk formlega í gær. Enn er beðið lokayfirlýsingar ráð- stefnunnar og hafa samninga- viðræður gengið hægt. thorvardur@frettabladid.is Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP26 lauk formlega í Glasgow í Skotlandi í gær. Samn- ingaviðræður milli þeirra tæplega 200 ríkja sem tóku þátt í henni gengu afar illa og hefur loka- yfirlýsing ráðstefnunnar ekki enn verið gefin út. Öll ríkin þurfa að samþykkja yfirlýsinguna sem gerir samningaviðræðurnar afar snúnar. Á loftslagsráðstefnunni í Madríd árið 2019 stóðu samningaviðræður tveimur dögum lengur en til stóð. Ræða loftslagsráðherra Túvalú, Seve Paeniu, á blaðamannafundi í gær, vakti mikla athygli. Þar sagði hann að land sitt væri „bókstaflega að sökkva“ af völdum loftslags- breytinga. „Þetta er spurning upp á líf og dauða fyrir mörg okkar og við sárbiðjum um að Glasgow verði úrslitastundin. Okkur má ekki mis- takast.“ António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir á fimmtudaginn að samninga- nefndir þyrftu að koma sér saman um harðari aðgerðir til að bjarga því sem bjargað verði. Helst er deilt um ríkisstyrki til framleiðslu eldsneytis með jarð- efnaeldsneyti, markmið í lofts- lagsaðgerðum og f jármögnun loftslagsaðgerða, einkum í þróun- arríkjum. John Kerry, erindreki Bandaríkjanna í loftslagsmálum, sagði í gær að slíkir styrkir væru „skilgreiningin á vitfirringu“. Með því væru ríki heims einungis að auka vandann, en notkun jarðefna- eldsneytis er stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga. Samkvæmt útreikningum Þróun- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna nema styrkir til framleiðslu jarðefna- eldsneytis 423 milljörðum dollara á ári á heimsvísu. Þetta er um fjórföld sú upphæð sem þarf til að aðstoða þróunarríki við að takast á við lofts- lagsbreytingar. Uppkast að yfirlýsingunni var birt í gær. Þar eru ríki heims hvött til að hraða orkuskiptum og hætta ríkisstyrkjum til jarðefnaeldsneytis. Olíuframleiðendur á borð við Rúss- land og Sádí-Arabíu hafa barist hart gegn því að minnst sé á jarðefnaelds- neyti í lokayfirlýsingu ráðstefnunnar og þykir nokkur möguleiki á því að þeim verði framgengt. Orðalag varð- andi jarðefnaeldsneyti hefur verið mildað talsvert frá fyrri uppköstum. Í uppkastinu segir enn fremur að tvöfalda þurfi það fjármagn sem þró- unarríkjum er lagt til, fyrir árið 2025. Þar segir að „það sé afar sorglegt“ að þróuð ríki hafi ekki staðið við fyrri skuldbindingar um að leggja þróun- arríkjum til 100 milljarða dollara á ári til loftslagsaðgerða. Ríki á norðurhveli jarðar hafa byggt upp samfélög sín með notkun jarðefnaeldsneytis og dælt mengandi efnum út í andrúmsloftið. Þróunar- ríki hafa krafist þess að þau bæti þeim upp að geta ekki gert slíkt hið sama. Samkvæmt núverandi uppkasti eru samningsríki hvött til að upp- færa loftslagsmarkmið sín fyrir árið 2030 ekki seinna en í lok næsta árs. Þar segir enn fremur að hægt væri að draga mjög úr áhrifum loftslags- breytinga ef hitastig jarðar hækkar ekki umfram 1,5 gráður frá því sem var fyrir iðnbyltinguna. Nú þegar hefur það hækkað um 1,1 gráðu. Bandaríkin og Kína gerðu með sér samkomulag í vikunni um sam- starf í loftslagsaðgerðum, sem þótti skýr skilaboð til annarra ríkja um að grípa til umfangsmikilla aðgerða, en þau eru mestu mengunarríki heims. Samkvæmt því ætla þau að draga mikið úr mengun á þessum áratug og skuldbatt Kína sig til að draga úr útblæstri metans, í fyrsta sinn. Leiðtogar meira en hundrað ríkja, þar á meðal Brasilíu, Rússlands, Kína og Bandaríkjanna, hafa lofað því að binda enda á skógareyðingu fyrir árið 2030. Í samningsríkjunum má finna um 85 prósent skóglendis jarðar, en skógar gegna lykilhlut- verki í að binda kolefni og draga úr hlýnun loftslags. n Þetta er spurning upp á líf og dauða fyrir mörg okkar og við sárbiðjum um að Glasgow verði úrslita- stundin. Okkur má ekki mistakast. Loftslagsráð- herra Túvalú var ómyrkur í máli um áhrif lofts- lagsbreytinga. COP26 Enn allt í járnum á COP26 Dagleg mótmæli hafa verið fyrir utan ráðstefnuhöllina í Glasgow. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA kristinnpall@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ísland var í næst- neðsta sæti í Evrópu yfir hlutfall íbúa landsins sem reyktu sígarettu á hverjum degi árið 2019. Þetta kemur fram í könnun Eurostat, tölfræðiveitu Evrópusambandsins, sem birtist í vikunni. Fimm ár eru liðin frá síðustu rannsókn þessa efnis og eru Svíar áfram í neðsta sæti og Íslendingar þar næstir á lista. Samkvæmt upplýsingum Euro- stat voru 7,5 prósent Íslendinga yfir fimmtán ára aldri sem reyktu að minnsta kosti eina sígarettu á hverjum degi árið 2019 og tvö pró- sent sem sögðust reykja tuttugu sígarettur eða meira daglega. Hlutfall karla sem reyktu dag- lega var örlítið hærra en hlutfall kvenna, þar sem 8,7 prósent karla reyktu daglega en hlutfall kvenna var 6,5 prósent. Á sama tíma voru f leiri karlar sem reyktu tuttugu sígarettur eða f leiri á hverjum degi, um 3,5 prósent, en aðeins örfáar konur reyktu það mikið, undir einu prósenti. Er það örlítið lægra hlutfall en tölfræði Landlæknis fyrir reykingar árið 2019 segir til um, en í takti við samdrátt í hlutfalli reykingafólks á Íslandi undanfarna áratugi. Fyrir þrjátíu árum síðan sagðist um þriðjungur Íslendinga reykja sígarettu daglega og fyrir tíu árum síðan var hlutfallið komið niður í fjórtán prósent. Ísland er í næstneðsta sæti list- ans yfir hlutfall reykingafólks yfir fimmtán ára aldri og talsvert frá meðaltalinu innan sambandsríkja Evrópusambandsins, sem er 18,4 prósent. Norðurlandaþjóðirnar skipa neðstu fjögur sætin og Sví- þjóð er með lægsta hlutfall reyk- ingamanna í allri Evrópu, með 6,4 prósent. Í Finnlandi voru 9,9 prósent sem reyktu daglega og í Noregi 10,2 pró- sent, en samkvæmt upplýsingum Eurostat reykja 11,7 prósent Dana daglega. Efstir á listanum yfir fjölda reyk- ingamanna eru Búlgarir þar sem 28,7 prósent reykja daglega, þar af tæplega þrettán prósent tuttugu sígarettur eða f leiri. n Hlutfall reykingafólks á Íslandi með því lægsta í Evrópu Um tvö prósent Íslend- inga reykja tuttugu sígarettur eða fleiri á hverjum degi, sam- kvæmt niðurstöðum könnunar Eurostat. 8 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.