Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 12
Magdalena Andersson, nýr
leiðtogi sænska Sósíaldemó
krataflokksins, fékk formlegt
stjórnarmyndunarumboð
í fyrradag. Hún getur orðið
fyrsti kvenkyns forsætisráð
herra Svíþjóðar takist henni
ætlunarverk sitt.
thk@frettabladid.is
SVÍÞJÓÐ Magdalena Andersson
er nýr leiðtogi Sósíaldemókrata
flokksins í Svíþjóð. Hún er nýlega
tekin við af Stefan Löfven, formanni
f lokksins og forsætisráðherra Sví
þjóðar, sem sagði af sér embætti
fyrr á árinu.
Ærið verkefni bíður Andersson,
en fylgi Sósíaldemókrataflokksins
er í sögulegu lágmarki þrátt fyrir að
hann sé stærsti flokkurinn á sænska
þinginu. Í sumar var samþykkt van
trauststillaga á ríkisstjórn Löfvens,
en þrátt fyrir það hefur ekki verið
boðað til nýrra þingkosninga. Vonir
standa til um það meðal f lokks
manna að Andersson geti hleypt lífi í
hinn rótgróna Sósíaldemókrataflokk
og komið honum aftur á fyrri stall.
Ríkisstjórnarmyndun hefur gengið
brösuglega og stjórnarmyndun
arumboðið gengið flokksformanna
á milli undanfarna mánuði. Þing
kosningar eru fyrirhugaðar í septem
ber á næsta ári.
Andersson sagði í kjölfar umboðs
veitingarinnar að hún væri reiðu
búin í verkið og setur velferðarmál
í forgang, takist henni að mynda
ríkisstjórn. „Það þarf að efla vel
ferðarkerfi Svíþjóðar og allir ættu
að hafa greiðan aðgang að lífeyri og
almannatryggingum.“ Þá vill hún
að Svíþjóð taki forystu í baráttunni
gegn loftslagsbreytingum.
Andersson fékk formlegt umboð
til ríkisstjórnarmyndunar fyrr í vik
unni og stendur frammi fyrir því að
geta orðið fyrsti kvenkyns forsætis
ráðherra Svíþjóðar, takist henni vel
til í stjórnarmyndunarviðræðunum.
Andersson hefur verið f lokks
bundinn Sósíaldemókrati frá árinu
1983 þegar hún gekk til liðs við ung
liðahreyfingu flokksins. Hún er með
meistaragráðu í hagfræði og gekk
í Harvard um hríð. Að loknu námi
starfaði hún sem aðstoðarmaður
Görans Persson, fyrrverandi forsæt
isráðherra Svíþjóðar. Árið 2014 var
hún kjörin á þing fyrir Sósíaldemó
krataflokkinn og hefur gegnt emb
ætti fjármálaráðherra síðan þá. n
n Nærmynd
Magdalena Andersson
Uppruni: Fædd 23. janúar 1967
í úthverfi Uppsala í Svíþjóð. Af-
burða sundkona á sínum yngri
árum. Mikill áhugamaður um
hvers kyns útivist.
Ferill: Meistaragráða í hagfræði
frá háskóla í Stokkhólmi. Lærði
um hríð í Harvard. Varð ráðgjafi
forsætisráðherra 1996. Fjármála-
ráðherra síðan 2014. Formaður
Sósíaldemókrataflokksins síðan
4. nóvember 2021.
Fjölskylduhagir: Foreldrar eru
Göran Andersson og Birgitta And-
ersson. Gift Richard Friberg síðan
árið 2000. Þau eiga tvö börn.
Andersson á
leið til fundar
við forseta
sænska þingsins
í vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ\EPA
●
kristinnpall@frettabladid.is
DANMÖRK Rannsókn heldur áfram
á ákvörðun danskra stjórnvalda
um að aflífa 17 milljónir minka, en í
gær voru Kent Harnisch, ráðuneytis
stjóri í fjármálaráðuneyti Dana,
Camilla Marta Giordano, aðstoðar
maður dómsmálaráðherra, og Johan
Kristian Legarth, ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytisins, yfirheyrð
um aðild sína að málinu.
Enn hefur ekki tekist að fá á
hreint hver það var sem ákvað að
aflífa skyldi alla minka í Danmörku
eftir að Covid19 smit hjá einstakl
ingi var rekið til minka. Iðnaðar
málaráðherra, landbúnaðarráð
herra og Legarth, hafa allir bent á
heilbrigðisráðuneyti Danmerkur.
Fregnirnar um að smit hefði
borist á milli minka og manna
vöktu mikinn óhug í Danmörku
og í öðrum löndum, en ákvörðun
danskra stjórnvalda hefur dregið
dilk á eftir sér og er sérstök rann
sóknarnefnd með málið til skoð
unar. n
Danir rannsaka
enn minkadrápið
Minkunum var fargað í fjöldavís.
Ærið verk bíður nýs forsætisráðherra
12 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ