Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 12

Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 12
Magdalena Andersson, nýr leiðtogi sænska Sósíaldemó­ krataflokksins, fékk formlegt stjórnarmyndunarumboð í fyrradag. Hún getur orðið fyrsti kvenkyns forsætisráð­ herra Svíþjóðar takist henni ætlunarverk sitt. thk@frettabladid.is SVÍÞJÓÐ Magdalena Andersson er nýr leiðtogi Sósíaldemókrata­ flokksins í Svíþjóð. Hún er nýlega tekin við af Stefan Löfven, formanni f lokksins og forsætisráðherra Sví­ þjóðar, sem sagði af sér embætti fyrr á árinu. Ærið verkefni bíður Andersson, en fylgi Sósíaldemókrataflokksins er í sögulegu lágmarki þrátt fyrir að hann sé stærsti flokkurinn á sænska þinginu. Í sumar var samþykkt van­ trauststillaga á ríkisstjórn Löfvens, en þrátt fyrir það hefur ekki verið boðað til nýrra þingkosninga. Vonir standa til um það meðal f lokks­ manna að Andersson geti hleypt lífi í hinn rótgróna Sósíaldemókrataflokk og komið honum aftur á fyrri stall. Ríkisstjórnarmyndun hefur gengið brösuglega og stjórnarmyndun­ arumboðið gengið flokksformanna á milli undanfarna mánuði. Þing­ kosningar eru fyrirhugaðar í septem­ ber á næsta ári.  Andersson sagði í kjölfar umboðs­ veitingarinnar að hún væri reiðu­ búin í verkið og setur velferðarmál í forgang, takist henni að mynda ríkisstjórn. „Það þarf að efla vel­ ferðarkerfi Svíþjóðar og allir ættu að hafa greiðan aðgang að lífeyri og almannatryggingum.“ Þá vill hún að Svíþjóð taki forystu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Andersson fékk formlegt umboð til ríkisstjórnarmyndunar fyrr í vik­ unni og stendur frammi fyrir því að geta orðið fyrsti kvenkyns forsætis­ ráðherra Svíþjóðar, takist henni vel til í stjórnarmyndunarviðræðunum. Andersson hefur verið f lokks­ bundinn Sósíaldemókrati frá árinu 1983 þegar hún gekk til liðs við ung­ liðahreyfingu flokksins. Hún er með meistaragráðu í hagfræði og gekk í Harvard um hríð. Að loknu námi starfaði hún sem aðstoðarmaður Görans Persson, fyrrverandi forsæt­ isráðherra Svíþjóðar. Árið 2014 var hún kjörin á þing fyrir Sósíaldemó­ krataflokkinn og hefur gegnt emb­ ætti fjármálaráðherra síðan þá. n n Nærmynd Magdalena Andersson Uppruni: Fædd 23. janúar 1967 í úthverfi Uppsala í Svíþjóð. Af- burða sundkona á sínum yngri árum. Mikill áhugamaður um hvers kyns útivist. Ferill: Meistaragráða í hagfræði frá háskóla í Stokkhólmi. Lærði um hríð í Harvard. Varð ráðgjafi forsætisráðherra 1996. Fjármála- ráðherra síðan 2014. Formaður Sósíaldemókrataflokksins síðan 4. nóvember 2021. Fjölskylduhagir: Foreldrar eru Göran Andersson og Birgitta And- ersson. Gift Richard Friberg síðan árið 2000. Þau eiga tvö börn. Andersson á leið til fundar við forseta sænska þingsins í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ\EPA ● kristinnpall@frettabladid.is DANMÖRK Rannsókn heldur áfram á ákvörðun danskra stjórnvalda um að aflífa 17 milljónir minka, en í gær voru Kent Harnisch, ráðuneytis­ stjóri í fjármálaráðuneyti Dana, Camilla Marta Giordano, aðstoðar­ maður dómsmálaráðherra, og Johan Kristian Legarth, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, yfirheyrð um aðild sína að málinu. Enn hefur ekki tekist að fá á hreint hver það var sem ákvað að aflífa skyldi alla minka í Danmörku eftir að Covid­19 smit hjá einstakl­ ingi var rekið til minka. Iðnaðar­ málaráðherra, landbúnaðarráð­ herra og Legarth, hafa allir bent á heilbrigðisráðuneyti Danmerkur. Fregnirnar um að smit hefði borist á milli minka og manna vöktu mikinn óhug í Danmörku og í öðrum löndum, en ákvörðun danskra stjórnvalda hefur dregið dilk á eftir sér og er sérstök rann­ sóknarnefnd með málið til skoð­ unar. n Danir rannsaka enn minkadrápið Minkunum var fargað í fjöldavís. Ærið verk bíður nýs forsætisráðherra 12 Fréttir 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.