Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 16
n Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sif
Sigmarsdóttir
n Mín skoðun
Um 95
prósent
þeirra sem
liggja inni
á sjúkra
húsum
landsins,
þjak
aðir af ein
kennum
kórónu
veirunnar
eru óbólu
sett.
Samkvæmt
nýrri
rannsókn
Háskóla
East Anglia
mun magn
kolefnis
útblásturs
í heim
inum senn
vera orðið
það sama
og það
var fyrir
Covidfar
aldurinn.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
Hvað er sál? Lesendur sem opnuðu Frétta-
blaðið áður en þeir komust til meðvitundar
við fyrsta kaffibolla dagsins kunna að telja
sig gangandi sönnun á tvíhyggju Descartes
um aðskilnað anda og efnis; líkaminn er
kominn á stjá á meðan sálin hrýtur. Eftir-
farandi fullyrðingu ætti hins vegar enginn
að lesa fyrr en eftir fyrsta kaffibolla: Hvað ef
sál þín er aðeins sjónhverfing?
Bandaríski vísindaheimspekingurinn
Daniel Dennett hafnar aðskilnaði líkama
og sálar og líkir heilanum við tölvu. Hann
segir mannshugann vél, sem búin sé til úr
milljörðum agnarsmárra vélmenna eða
taugafruma. Inni í tölvum, rétt eins og inni
í höfðinu á okkur, er flókinn vélbúnaðar
sem fáir skilja. Til þess að við megum færa
okkur vélina í nyt þurfum við notendavið-
mót – takka, flipa og möppur – eða það sem
forritarar kalla „notenda-sjónhverfingu“.
Sálin er sambærileg sjónhverfing, að sögn
Dennett. Vitund okkar er ekki annað en
notendaviðmót heilans. Gagnvart okkur er
veröldin full af fólki, dýrum, húsgögnum,
bílum, krísum, kæti, tækifærum og mis-
tökum; hún er full af fyrirbrigðum sem við
getum bent á, hagrætt, stjórnað, elskað og
hatað. Allt er þetta þó aðeins hluti af sjón-
hverfingunni sem er notendaviðmótið. Hin
eiginlega veröld er full af sameindum, frum-
eindum, rafeindum, þyngdarafli, öreindum.
Á mánudag opnuðu Bandaríkin landa-
mæri sín fyrir bólusettum ferðamönnum frá
Evrópu eftir tuttugu mánaða lokun vegna
Covid-faraldursins. Fagnaðarlæti ómuðu á
JFK-flugvellinum í New York.
Gleðin ríkti víðar. Samtök smávöru-
verslana í Bretlandi réðu sér ekki fyrir kæti
þegar í ljós kom að verslun hefði aukist um
6,3 prósent borið saman við sama tíma árið
2019, fyrir Covid-faraldurinn. „Hlutirnir eru
að komast í fyrra horf,“ sagði framkvæmda-
stjóri samtakanna.
Og fleiri fréttir af velgengni: Hagkerfi
Frakklands hefur náð fyrri stærð eftir að
hafa skroppið saman í Covid. Í Kína var
vöruskiptajöfnuður í október hagstæðari en
nokkru sinni fyrr, og það þrátt fyrir vanda-
mál í aðfangakeðjum í kjölfar Covid.
Fyrri hæðum var náð á enn öðru sviði:
Samkvæmt nýrri rannsókn Háskóla East
Anglia mun magn kolefnisútblásturs í heim-
inum senn vera orðið það sama og það var
fyrir Covid-faraldurinn.
Meiri ógn en Covid
Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna er
að ljúka. „Við erum ekki á áætlun,“ var við-
vörun loftslagsvísindamanna til stjórnvalda
hinna fjölmörgu landa sem sóttu sam-
komuna. Vísindaráðgjafi Bretlands sagði
loftslagsbreytingar „meiri ógn en Covid“.
Brýn hætta steðjar að okkur öllum. Þrátt
fyrir það veigra ráðamenn sér við því að
grípa til aðgerða sem haldið geta hækkun á
meðalhita jarðar undir 1,5 gráðum.
Þegar Covid-19 faraldurinn skall á lagðist
millilandaflug af, það dró úr bílaumferð,
neysla snarminnkaði og hagkerfi skruppu
saman. Allt þóttu þetta vísbendingar um
veröld á vonarvöl. Sú sýn var hins vegar sjón-
hverfing.
Við teljum veröldina vera eins og við
sjáum hana. Gagnvart áhrifafólki á COP26
er veröldin verg landsframleiðsla, flutnings-
leiðir, viðskiptahalli, lánalínur, kauphallir og
fjárhagsáætlanir. Gagnvart okkur er veröldin
umferðarteppan á Miklubraut, tvennutilboð
Dominos, „singles day“, helgarferð til Köben.
Allt er þetta þó aðeins notendaviðmótið. Hin
eiginlega veröld er ekki Amazon.com heldur
Amazon-regnskógurinn. Hin eiginlega ver-
öld er O2, H2O, lofthjúpurinn, Grænlands-
jökull, Golfstraumurinn.
Mannshugurinn. Tölvan okkar. Ver-
öldin. Notendaviðmótið er það sem blasir
við. Sálarheill öðlumst við þó aðeins ef við
hlúum að því sem er handan sjónhverfingar-
innar. Ef við hugum ekki að vélbúnaðinum
deyjum við. n
Handan sjónhverfingarinnar
Innco netverslun
innconet.com
Herkvíin
Líklega eru um þrjátíu þúsund full-
orðnir Íslendingar enn þá óbólusettir, af
ástæðum sem rekja má til menningar-
munar, trúarskoðana, kvíða, frelsisþrár,
hugsjóna, svo og forherðingar, ofstækis
og þvermóðsku, fyrir nú utan almennt bar-
lómskrákuvæl.
Núna, þegar heimsfaraldur kórónuveiru-
plágunnar hefur þjakað samfélagið um bráðum
tveggja ára skeið, alla innviði þess, atvinnulíf,
menningu, félagslíf, samkomuhald, svo og lýð-
heilsu aldraðra og ungmenna í skólum landsins,
er eðlilegt að velta fyrir sér rétti óbólusettra í
samfélaginu til að haga sér eins og þeim sýnist.
Og meginspurningin er þessi: Er fullt frelsi
óbólusettra verjanlegt á tímum alls konar tak-
markana á háttum þeirra sem hafa valið að láta
bólusetja sig af fúsum og frjálsum vilja og hafa
einsett sér að fara að tilmælum sóttvarnayfir-
valda?
Víða í löndunum í kringum okkur liggur svarið
við þessari spurningu fyrir. Og það er bæði
einart og afdráttarlaust. Nei. Hreint og klárt nei.
Skoðum okkur um.
Í Singapúr ganga yfirvöld einna lengst, en þar
mæta óbólusettir afgangi í heilbrigðisþjónustu
og rætt er af alvöru um að þeir fái ekki inngöngu
á spítala á meðan spítalarnir í landinu glíma við
álagið af völdum farsóttarinnar.
Í Póllandi er starfsmönnum fyrirtækja og
stofnana gert að fara í bólusetningu, hvort sem
þeim líkar betur eða ver, ella er þeim sagt upp
störfum – og vinnurétturinn er ekki sagður meiri
en svo að bætur verði engar fyrir brottvísunina.
Í Saxlandi, tíunda stærsta sambandsríki
Þýskalands, hefur samfélaginu verið skipt upp í
tvo misréttháa hópa, þá bólusettu og óbólusettu,
en kerfið er kallað 2G; þeir einir fá að fara inn á
kvikmyndahús, tónleika, leikhús, veitingahús og
bari sem eru geimpft og genesen, það er, bólu-
settir eða læknaðir. Hinir geta lifað í frelsi sínu,
utan við annað fólk.
Enn sem komið er mega óbólusettir nota
almenningssamgöngur í Saxlandi, en allsendis
óvíst er að svo verði lengi. Í þá veru er einmitt
umræðan í Berlín, höfuðborg Þýskalands, en
ef smittölur hækka er líklegt talið að borgar-
stjórinn banni óbólusettum að nota lestarkerfi
borgarinnar, strætisvagna og leigubíla.
Rökin eru þessi: Um 95 prósent þeirra sem
liggja inni á sjúkrahúsum landsins, þjakaðir af
einkennum kórónuveirunnar, eru óbólusett. Þeir
eru klafi á kerfinu. Þeir halda því í herkví.
Núna verða Íslendingar að spyrja sig þess-
ara sömu spurninga sem svör hafa fengist við í
téðum löndum. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR