Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 22

Fréttablaðið - 13.11.2021, Page 22
Það breytir aftur á móti allri hugsun hjá saklausu barni að átta sig á því að heimurinn getur hrunið. Mamma hefur verið ofsalega sterk og ég hef horft á hana fara í gegnum rosalega margt, að missa maka sinn frá ungum börnum. Móeiður Júníusdóttir var áberandi í íslensku tónlistar- og samkvæmislífi í lok síðustu aldar. Söngkonan Móa, eins og hún er oftast kölluð, tengdi sjálfsmynd sína mikið rödd- inni, eða þangað til hún tók ákvörðun um að syngja ekki meira. Í tvo áratugi söng hún varla í bílnum. Þar til allt í einu tónlistin fann hana á ný.  Við hittumst á heimili Móu í Kópavoginum þar sem hún býr ásamt eig i n ma n n i sí nu m Styrmi Gunnarssyni lögmanni og börnunum þremur. „Við Styrmir höfum verið saman í 13 ár og gift frá því 2016,“ segir Móa. Fyrir átti hún tvö börn, Guðrúnu Sig- ríði og Ara Elías sem í dag eru 18 og 20 ára og í hópinn bættist svo Þeódís, dóttir þeirra hjóna, sem er níu ára. „Styrmir gekk inn í þetta af fullum krafti og hefur reynst mér og börnunum afar vel,“ segir hún og bætir við að það séu aldrei of margir sem standi að börnum í upp- vextinum. Eftir að hafa búið víða langaði Móu aftur á æskuslóðirnar í Kópa- voginum og þá ekki síst til að vera nær móður sinni, Guðrúnu Guð- laugsdóttur blaðamanni og rithöf- undi, en ljóst er að á milli þeirra ríkir kært samband. Alin upp við sterka móðurímynd „Hún er enn að gefa út bækur rúmlega sjötug,“ segir hún. „Ég er alin upp við gríðarlega sterka móðurímynd,“ segir Móa, sem er miðjubarnið í sex systkina hópi. „Ég þurfti því að berjast fyrir til- verurétti mínum, sérlega þegar ég eignaðist tvíburabræður fjögurra ára gömul. Ég var í vondu skapi mjög lengi eftir tilkomu þeirra,“ segir hún og hlær. „Þeir voru rosa- lega fyrirferðarmiklir og á hverju ári spurðum við systurnar hvenær þetta myndi skána. Mamma svar- aði alltaf: Á næsta ári, en árið eftir spurðum við sömu spurningar- innar,“ segir hún, en eldri eru tvær systur og svo bættist eitt örverpi, lítil systir, við í lokin. „Mamma byrjaði 18 ára að eign- ast börn og það síðasta kom þegar hún var 41 árs. Móðurhlutverkið og móðurímyndin hafa alltaf verið mér mjög hugleikin. Mamma hafði mikil áhrif á mig. Það er ekki sjálf- gefið að hafa svona fyrirmynd og það hefur ábyggilega mótað mig. Við höfum alltaf verið mjög nánar og erum enn og eins við systurnar.“ Eina leiðin var að skilja allt eftir Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is  Móa segir móð­ urhlutverkið og móðurímyndina alltaf hafa verið sér hugleikin, enda hafi hún sjálf alist upp við gríðarlega sterka móður­ ímynd. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Föðurlaus 10 ára gömul Móa missti föður sinn, Júníus H. Kristinsson sagnfræðing, aðeins 10 ára gömul. Hann lést frá mörgum börnum, hafði verið veikur og þau veikindi leiddu til skyndilegs and- láts,“ segir Móa og vill augljóslega ekki fara nánar út í það. „Mamma hefur verið ofsalega sterk og ég hef horft á hana fara í gegnum rosalega margt, að missa maka sinn frá ungum börnum. Það hefur sterk áhrif á mann, ég tala nú ekki um þegar ég varð sjálf móðir.“ Móa bendir á að í dag sé brugðist á annan hátt við slíkum áföllum en á þessum tíma. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir það hvernig mamma tók á þessu, ég veit að svona lagað getur farið illa en það gerði það ekki í okkar tilviki.“ Hún segir fjölskylduna alltaf hafa verið nána og hún hafi snemma áttað sig á því að það væri markmið sem hún sjálf vildi ná, að eignast góða fjölskyldu. „Mér fannst það alltaf aðalatriðið.“ Ekkja með sex börn Það er auðvelt að ímynda sér að mikið hafi mætt á móðurinni, en Móa segir þau systkinin ekki hafa fundið fyrir að neitt skorti. „Allar hennar ákvarðanir voru miðaðar við okkur, hún til dæmis samdi um frjálsa viðveru í vinnunni til að geta verið til staðar fyrir stóran barnahóp í krefjandi starfi. Maður pældi aldrei í þessu álagi, en vissulega hafði mamma góða aðstoð eftir að hún giftist aftur.“ Föðurmissinum vann Móa úr síðar á lífsleiðinni. „Ég held að börn geti ekki hugsað um svona hluti á vitrænan hátt. Ég lokaði þetta niðri og vildi lítið tala, enda hefur maður ekki forsendur til þess og á ekki orðin. Börn búa yfir svo mikilli sjálfsbjargarviðleitni og ég man eftir að hafa haldið í það sem virkaði og var gott. Það breytir aftur á móti allri hugs- un hjá saklausu barni að átta sig á því að heimurinn getur hrunið. Að átta sig á þessum endanleika. Öll þurfum við einhvern tíma að gera það en það er mjög algengt að börn bregð- ist svona við, geymi þetta og haldi áfram lífinu, þau vilja lifa,“ útskýrir Móa, sem segist vissulega hafa fengið að hitta sálfræðing sem barn en ekki verið tilbúin til að opna sig við hann. „Það á ekki að neyða börn til þess ef þau geta það ekki og vilja ekki.“ Hvarf inn í heim tónlistar Móa fann ung skjól í heimi tónlistar og segir píanó heimilisins hafa verið hennar heim. „Mamma er mjög músíkölsk og hefur alltaf sungið mikið en það er mikið af óperusöngkonum í fjöl- skyldunni. Ég man ég skammaðist mín mikið því hún er með svo sterka rödd og söng svo hátt, sér- lega þegar hún var í góðu skapi,“ segir hún og hlær. „Það var alltaf mikil tónlist í kringum mig, en það sem breytti gjörsamlega öllu og ég man eins og gerst hafi í gær, var þegar píanó kom á heimilið. Það skapaðist ástarsam- band á milli mín og þess.“ Vinkona fjölskyldunnar þurfti að losna við píanó og fékk það inni á barnmörgu heimilinu. Það kemur ákveðin værð yfir Móu þegar hún talar um hljóðfærið sem öllu breytti. „Þetta var gamalt píanó af vellinum þar sem það hafði verið notað í Off- iseraklúbbnum sem djasspíanó. Það höfðu þvílíkar goðasagnir spilað á þetta píanó og maður fann fyrir því. En það var orðið lúið og allt í bruna- blettum eftir sígarettur.“ Móa var um sex ára þegar hljóð- færið kom inn á heimilið og segist hreinlega hafa horfið inn í það. „Það var forljótt en nóturnar úr fílabeini, harpan Steinway og hljóðið magn- að. Ég gat setið við það tímunum saman og prófað mig áfram.“ Móa segir þau systkin hafa verið heppin að móðir þeirra hafi sent Móa fann ung skjól í tónlist­ inni og píanó heimilisins var lengi hennar annar heimur. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI 22 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.