Fréttablaðið - 13.11.2021, Side 24
þau í tónlistarnám og fór hún að
sækja píanótíma átta ára.
„Ég var þó byrjuð að spila og
semja fyrr, tók upp á kasettutæki og
gerði tilraunir. Það var minn heimur
löngu áður en ég byrjaði að syngja.
Tengingin var svolítið trúarleg því
mér fannst þetta sem aðgengi að
einhverju miklu stærra, guðdóm-
legu, heimi sem var endalaus.“
Efaðist aldrei um að geta sungið
Árið 1990 prófaði Móa í fyrsta sinn
að opna á annað hljóðfæri sem svo
átti eftir að verða hennar aðals-
merki, röddina. Þá keppti hún fyrir
hönd Menntaskólans í Reykjavík
í Söngkeppni framhaldsskólanna
sem þá var haldin í fyrsta sinn.
„Ég hafði aldrei sungið neitt en
fann að ég varð að gera þetta. Ég
efaðist aldrei um að geta sungið,
með alla þessa söngvara í kringum
mig. En ég sagði ekki einu sinni fjöl-
skyldunni að ég væri að taka þátt
– þau bara sáu mig í sjónvarpinu.“
Móa valdi lagið Everytime we say
goodbye sem Ella Fitzgerald gerði
ódauðlegt á sínum tíma. „Standard
lag sem ég flutti við píanó- og selló-
undirleik og vann forkeppnina.“
En þar með er ekki öll sagan sögð
því Móeiður þurfti sannarlega að
hafa fyrir því að komast á svið í
lokakeppninni. Eftir forkeppnina
voru settar reglur um að allir skyldu
syngja á íslensku og því þurfti að
endurtaka forkeppnina og aftur tók
Móa þátt.
„Þá valdi ég lagið Bláu augun
þín, vann aftur og flutti það í loka-
keppninni.“
Stofnuðu djassband baksviðs
Þessi fyrsta Söngkeppni fram-
haldsskólanna er kannski ekki
síst eftirminnileg fyrir það hverjir
hrepptu annað og þriðja sætið.
Móeiður Júníusdóttir og Páll Óskar
Hjálmtýsson, tónlistarfólk sem átti
sannarlega eftir að láta að sér kveða
næstu árin komu þarna þétt á eftir
sigurvegaranum, Lárusi Inga Magn-
ússyni, sem minna hefur heyrst í.
„Þetta er lexía um að það skiptir
ekki öllu að vinna heldur hvernig þú
nýtir tækifæri þín,“ segir Móa, sem
þó tók tapið nærri sér.
„Stundum hefur maður gott af því
að fá ekki allt upp í hendurnar. Þarna
kynntumst við Páll Óskar, enda bæði
sérvitrir unglingar að hlusta á djass,
blús og söngleikjatónlist.“
Baksviðs í aðalkeppninni var
þannig stofnað djassband.
„Við hóuðum saman tónlistar-
mönnum sem eru fremstir í sinni
röð í dag: Jóel Pálssyni og Einari
Scheving. Bandið hét fyrst Móa, Palli
og búðingarnir, en okkur fannst við
þurfa að vera virðulegri og breyttum
nafninu í Djazzband Reykjavíkur
og spiluðum fyrir fólk á öllum aldri.
Upp úr þessu fór ég að svo að spila
með píanóleikaranum Karli Olgeirs-
syni, sem var líka kornungur að spila
alls konar skrítna tónlist.“
Leið best syngjandi á sviði
Þarna var grunnurinn lagður og
Móa söng á menntaskólaárunum
gamla standarda, ein með píanista
á börum um helgar og oft á virkum
dögum. „Við spiluðum úti um allt
og í alls konar aðstæðum og innan
um drukkið fólk. Það var æðislegur
skóli, ef maður getur látið það virka
getur maður látið flest virka.“
Móa hafði alltaf verið góður náms-
maður svo flestir héldu að hún færi
hina beinu akademísku leið, yrði
til dæmis lögfræðingur. „En þegar
ég byrjaði að syngja fann ég að ég
væri á réttum stað. Mér leið best
syngjandi á sviði og upplifði aldrei
sviðsskrekk.“
Eftir nokkur ár þar sem Móa söng
annarra lög fann hún aftur þörfina
til að semja tónlist. Hún gerði þá
upp djasstímabilið með plötu og var
svo ákveðin í að leggja það tímabil
til hliðar og fara nýja leið.
Stórir draumar og
útgáfusamningar
„Ég gaf næst út plötu með dúóinu
Bong sem ég var í með þáverandi eig-
inmanni mínum, Eyþóri Arnalds og
kom hún út árið 1994. Rafmagnstón-
list og rave-menningin var mikið að
koma inn og þetta voru spennandi
tímar. Ég var strax ákveðin í að ég
vildi syngja á ensku því mig langaði
að fara út og var með stóra drauma.
Ég yfirgaf það sem hafði gengið rosa-
lega vel og langaði að gera annað.“
Bong gerði samning við breskt
plötufyrirtæki sem gaf út smáskífu
sem gerði ágætis hluti á klúbbunum
í London. „Ég fór út og kom fram ein
á klúbbum með „play back“. Bretland
var eins og Mekka fyrir okkur sem
vorum að pæla í þessari tegund tón-
listar og þetta var magnað tímabil.“
Samböndin sem Móa byggði upp í
Bretlandi þróuðust út í sólóverkefni
hennar og plötuna Universal. „Ég
gerði útgáfusamning við Tommy
Boy, frábært útgáfufyrirtæki á Man-
hattan sem er frumkvöðull í hipp
hopp-tónlist. Ég var með hvítustu
artistunum hjá þessu fyrirtæki en
samningurinn var nokkuð stór.“
Var orðin söluvara
Platan kom út í Bandaríkjunum,
Evrópu og Japan og Móa ferðaðist
víða með bandi sínu, sem meðal
annars bræður hennar, tvíburarnir
Kristinn og Guðlaugur, sem settu líf
hennar úr skorðum um fjögurra ára
aldurinn, skipuðu. „Ég hitaði meðal
annars upp fyrir Moby og þetta voru
spennandi tímar.“
Móa hafði sett sér það markmið að
vera komin með góðan plötusamn-
ing fyrir 25 ára aldurinn og það rétt
tókst. En draumar sem rætast eru
ekki alltaf eins og vonast hafði verið
til. „Þetta var allt annar heimur en ég
hafði vanist.“
Móa gerði samning upp á nokkrar
plötur og fékk fyrir hann fyrirfram-
greiðslu. Útgáfufélagið aftur á móti
sá um kostnaðarsama framleiðslu,
myndbönd og markaðssetningu.
„Þarna var ég orðin söluvara og sat
fundi þar sem fundargestir voru aðal-
lega karlar og umræðuefnið hvernig
best væri að markaðssetja mig. Þetta
er harður bissness. Það er talað um
mann í þriðju persónu en maður situr
á staðnum.“ Móa fann jafnframt fyrir
pressu um að standa sig, það væri fólk
að treysta á hana. „Maður er orðinn
söluvara og það er verið að leggja
pening í „vöruna“. Allt í einu var það
ekki bara ég að koma fram eins og ég
var vön. En sjálf hafði ég ekki hugsað
lengra en bara þessa plötu.“
Ég var komin á endastöð
Móa fann sig ekki í þessum stóra
heimi og tók ákvörðun um að stíga
til hliðar og fara aftur heim en áhrif-
in voru djúpstæð.
„Í fyrsta lagi var ég komin á enda-
stöð. Ég var hætt að vera forvitin. Ég
hafði alltaf haft aðgang að þessum
heimi sem tónlistin er – fyrir mér var
það fallegur heimur og að einhverju
leyti trúarlegur. Þarna var þetta bara
orðið bissness. Ég var orðin bissness
og röddin mín. Þú ert að selja sjálfan
þig og það gengur alveg nærri manni,
það gerir það.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á
sjálfsmyndinni, hún og það hvernig
hún verður til er mér mjög hugleikið.
Ég held að ég hafi svolítið lent í því
að röddin mín tók yfir. Ég fékk alltaf
svo mikið hrós fyrir sönginn að hún
tók eiginlega bara yfir sjálfsmynd
mína og það er pínu hættulegt.“
Móa tók ákvörðun um að hætta að
syngja. „Það var meðvituð ákvörðun
enda er mér illa við að láta bara eitt-
hvað gerast. Svo ég tók harða afstöðu
um að syngja ekki,“ segir hún, en
viðurkennir að það hafi tekið á.
Langaði að eignast fjölskyldu
En gleðin var farin og því fannst Móu
ótækt að halda áfram. „Ég kom heim
og mig langaði hvorki að syngja né
gera tónlist. Ég var 28 ára og komin
með algjört ógeð á öllu sem þessu
fylgdi. Ég hugsaði með mér að ég
nennti ekki í enn eitt boðið,“ segir
Móa. Hún vissi þó að hana langaði,
eins og frá unga aldri, að eignast fjöl-
skyldu.
„Ég var svo heppin að verða fljót-
lega ófrísk og eignaðist eldri börnin
mín með f y rrum eiginmanni
mínum, með stuttu millibili. Ég held
að það sé mín mesta gæfa og að ég
hafi sloppið svolítið fyrir horn. Ég
hefði aldrei orðið glöð né hamingju-
söm ef ég hefði haldið áfram í því
sem ég var að gera erlendis. Ég hefði
aldrei þroskast sem manneskja enda
var ég komin á ákveðna endastöð.“
Móðurhlutverkið átti vel við Móu
en stuttu eftir að börnin komu í
heiminn skildu þau Eyþór eftir langt
Svo þegar hún var ekki
lengur aðalatriðið sem
maður speglaði sig i,
allt það sem fólk hafði
dáðst að, þá stóð bara
eftir ég – svolítið á
víðavangi.
Ég var
orðin
bissness
og rödd-
in mín.
Þú ert að
selja
sjálfan
þig og
það
gengur
alveg
nærri
manni,
það gerir
það.
samband. „Líf mitt gjörbreyttist
á f lestum sviðum. Þegar ég hætti
fyrst að syngja vissi ég ekkert hver
ég var. Ég sem hafði alltaf verið með
mjög sterka sjálfsmynd, enda alltaf
haft röddina. Svo þegar hún var
ekki lengur aðalatriðið sem maður
speglaði sig í, allt það sem fólk hafði
dáðst að, þá stóð bara eftir ég – svo-
lítið á víðavangi.“
Guðfræðin sem himnasending
Móa hafði alltaf haft gaman af því
að læra og verið mikill grúskari og
hana langaði að finna þann hluta af
sér aftur. Hún fór að skoða háskóla-
nám og endaði á að skrá sig í guð-
fræði.
„Þar leið mér eins og fiski í vatni
enda fjölbreytt nám og ofsalega gott
tækifæri til að hugsa og spegla hlut-
ina. Ég held að það hafi verið algjör
himnasending fyrir mig að enda í
lítilli deild með alls konar fólki og
fá þessa innspýtingu. Ég sá fyrir mér
að verða prestur.“
Móa kláraði guðfræðina og hóf
doktorsnám í faginu en samhliða
kláraði hún jafnframt uppeldis- og
menntunarfræði og fékk kennslu-
réttindi. „Ég hætti í doktorsnáminu
því mig grunaði að það hefði leitt til
þess að ég yrði bara sérvitringur úti í
horni,“ segir hún og hlær. Móa varð
ekki prestur en réði sig sem grunn-
skólakennara fyrir sjö árum og fann
strax að þar ætti hún heima. „Ég hef
mikinn áhuga á menntakerfinu
sem ég tel eitt það mikilvægasta í
okkar samfélagi. Ég hef skoðað vel
trúaruppeldi eða andlegt uppeldi
og trúarbragðafræði. Þannig hef ég
haldið tengslum við þetta fræða-
grúsk mitt,“ segir Móa, sem jafn-
framt kennir unglingum íslensku
og finnst það bæði skemmtilegt og
verðugt verkefni.
Eftir tuttugu ára þögn kom
tónlistin aftur inn í líf Móu fyrir
skömmu. „Sonur minn er í hljóm-
sveit og tónlistin er því komin fyrir
alvöru inn á heimilið,“ segir Móa,
sem er farin að semja aftur. „Þetta
byrjaði brotakennt, ég fór að taka
upp á símann og syngja inn laglínur
og svo jókst þetta.“
Lögin streymdu til mín
„Ég get ekki lýst þessu en ég átti
erfitt með að hlusta á tónlist, sem
hafði verið líf mitt. Það olli mér
dálitlum sársauka. Svo fór þetta að
koma aftur og lögin streymdu til
mín,“ segir Móa, sem ákvað að hafa
samband við gamlan kunningja og
upptökustjóra og taka upp, ekkert
endilega til að gefa út.
„En þessi tónlistargleði kom aftur
og það var svo dásamlegt.“
Eiginmaður Móu og börnin þrjú
höfðu aldrei heyrt hana syngja nema
á upptökum en hafa stutt hana í að
snúa aftur í tónlistina. Á dögunum
kom út á Spotify lagið Pure sem Móa
semur og flytur og segist hún þakklát
fyrir góð viðbrögð.
„Enda er það ekkert sjálfgefið,
sérstaklega ekki eftir langan tíma.
Maður bara kastar þessu út í loftið
og sér til. Ég held að það tengist líka
svolítið aldrinum og því hvar maður
er staddur,“ segir Móa. „Maður verð-
ur pínulítið unglingur aftur, maður
er búinn að gefa svo mikið í börnin
og þegar þau stækka skapast ákveð-
ið rými,“ segir hún að lokum. n
Móa segir tón-
listargleðina
komna aftur og
það sé dásam-
leg tilfinning.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
24 Helgin 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ