Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 37
Það er mikill fróðleikur sem fer þarna á milli manna. Hópurinn hefur reynst mjög vel á þeim rúmlega sjö árum sem hann hefur starfað og menn tala um að hann hafi bjargað mörgum. Jakob Garðarsson Stuðningshópurinn Blöðru- hálsar veitir körlum sem hafa greinst með krabba- mein í blöðruhálsi fræðslu- og samskiptavettvang sem getur skipt sköpum, því margir upplifa mikla óvissu eftir greiningu. „Eftir að Framför, félag karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandenda þeirra, var endur- lífgað í byrjun þessa árs sameinuð- ust tveir stuðningshópar, Blöðru- hálsar og Góðir hálsar, sem báðir veita körlum sem hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli stuðning. Nú eru báðir hóparnir undir hatti Framfarar,“ segir Jakob Garðarsson, stofnandi Blöðru- hálsa. „Blöðruhálsar hittast í húsnæði Ljóssins, sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess,“ segir Jakob. „Hópurinn varð til árið 2014 eftir að ég kom að máli við Ernu Magn- úsdóttur, forstöðumann Ljóssins, og ég naut aðstoðar Ljóssins við að setja hópinn í gang og bjóða upp á þessa jafningjafræðslu. Ljósið á mikinn heiður skilið fyrir jákvæðni og stuðning og þar er unnið frábært starf. Mitt hlutverk er að halda utan um umræðurnar og skipuleggja fundina, en ég er líka í stjórn Framfarar.“ Gríðarleg þörf fyrir fræðsluvettvang „Sjálfur greindist ég með krabba- mein í blöðruhálskirtli árið 2013 og fór í gegnum allt þetta ferli. Mér fannst skrítið að koma út af spítal- anum eftir meðferð og vera í lausu lofti. Mig langaði að vita meira en gat hvergi fundið fræðsluvett- vang,“ segir Jakob. „Ég kynntist svo starfi Ljóssins og í frábæru líkams- ræktinni þeirra kynntist ég öðrum körlum sem höfðu lent í því sama og ég og þá kviknaði sú hugmynd að hittast og spjalla. Smám saman stækkaði hópurinn svo og fékk fastan sess hjá Ljósinu. Þessi hópur hefur vaxið og dafnað, enda var gríðarleg þörf fyrir þessa starfsemi. Það er gríðar- legt áfall að greinast með krabba- mein. Fólk fer í gegnum ákveðið ferli greiningar og meðferðar en fyrir utan það er fólk svolítið í lausu lofti, sem verður til þess að það fer að „googla“ alls konar vit- leysu og lendir oft í öngstræti. Fólk tekur þessu mjög misjafnlega,“ segir Jakob. „Við erum með opið hús einu sinni í mánuði þar sem menn geta komið, spjallað, lýst sinni reynslu og fengið fræðslu. Við kappkostum að skapa ákveðna nánd á þessum fundum svo menn geti verið opnir og óhræddir við að tjá sig og það hefur tekist með hjálp Ljóssins. Menn geta líka fengið fræðslu frá heilbrigðisstarfs- fólki, en við erum í nánu sambandi við þvagfæraskurðlækna og aðra sem koma stundum og fræða okkur. Til okkar koma menn á öllum stigum sjúkdómsins, sumir eru læknaðir en aðrir eru að stíga sín Mikilvægur fræðsluvettvangur fyrir sjúklinga Jakob Garðars- son er stofnandi Blöðruhálsa og skipuleggur fundina, en hann er líka í stjórn Fram- farar. MYND/AÐSEND fyrst skref í meðferð og glíma við mikla óvissu. Raunin er sú að þegar fólk fer til læknis og fær lýsingu á því sem þarf eða á að gera til að bregðast við krabbameins- greiningu er algengt að fólk sé í svo mikilli geðshræringu að það man ekki einu sinni leiðbeiningar læknisins,“ segir Jakob. „Margir karlar einangra sig svo í þessari óvissu, enda eru karlmenn oft ekki þeir bestu í að leita sér hjálpar. Þess vegna bjóðum við líka upp á per- sónuleg viðtöl í gegnum síma fyrir þá sem hafa spurningar eða þora ekki að tjá sig innan um aðra.“ Hópur sem hefur bjargað mörgum „Menn segja að á þessum fundum hafi þeir fengið meiri upplýsingar og fræðslu en í margra ára leit að upplýsingum þar á undan. Það er mikill fróðleikur sem fer þarna á milli manna,“ segi Jakob. „Hópur- inn hefur reynst mjög vel á þeim rúmlega sjö árum sem hann hefur starfað og menn tala um að hann hafi bjargað mörgum. En það er samt ekki mjög stórt hlutfall þeirra sem greinast sem leita til okkar. Það greinast um fjórir á viku, en það eru næstum alveg eins margir karlmenn sem eru greindir með krabbamein í blöðruhálsi í hverri viku og konur sem eru greindar með brjóstakrabbamein. Þetta er mikill fjöldi,“ segir Jakob. „Þvag- færaskurðlæknar hafa verið að vísa mönnum til okkar og við viljum endilega hvetja alla sem telja sig geta nýtt þjónustu okkar á einhvern hátt til að fara ekki í gegnum lífið á hnefanum heldur leita sér aðstoðar. Bæði til að vinna úr þessu áfalli og til að fá meiri upplýsingar.“ n Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fundum Blöðruhálsanna geta skráð netfangið sitt á heimasíðu Ljóssins, ljosid.is, til að fá tölvu- póst með fundarboði. 3LAUGARDAGUR 13. nóvember 2021 blái trefillinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.