Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 46
Elskar þú prótein?
Nánari upplýsingar um félagið: orfgenetics.com I ORF Líftækni, Víkurhvarf 7 Kópavogi.
Sérfræðingur í próteinhreinsun Menntun og reynsla
MSc gráða í lífefnafræði eða sambærilegt
Reynsla af störfum á rannsóknarstofu er nauðsynleg
Reynsla af próteinvinnu (t.d. ELISA og Western blot) er nauðsynleg
Reynsla af aðferðum próteinhreinsunar er kostur
Vegna nýrra og spennandi verkefna auglýsir ORF Líftækni hf.
eftir sérfræðingi við framleiðslu á próteinum á rannsóknarstofu
félagsins í Kópavogi.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember - umsókninni skal fylgja
ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar
og rökstuðningur um færni. Sótt er um á Alfred.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.
ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á sviði framleiðslu frumuvaka í plöntum
sem eru meðal annars nýttir í BIOEFFECT húðvörulínu félagsins og seldir
til rannsókna á lífvísindasviði. Nýjasta þróunarverkefni ORF Líftækni er
framleiðsla á dýrafrumuvökum fyrir vistkjöt (stofnfrumuræktað kjöt).
Leitað er að hæfileikaríkum sérfræðingi sem mun vinna með öflugu teymi
í próteinframleiðsludeild við hreinsun á próteinum úr fræjum erfðabreyttra
byggplanta. Áhersla er einnig lögð á áframhaldandi þróun afkastamikilla
aðferða í útdrætti og hreinsun próteinanna og tengdra verkefna. Jafnframt
að sinna öðrum verkefnum á sviði próteinlífefnafræði. Umsækjandinn þarf
að vera áhugasamur um starfið og verkefnin sem því fylgja og geta unnið
í góðu samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur félagsins.
frumkvæði og metnaði, nákvæmni og öguðum vinnubrögðum, færni í
mannlegum samskiptum og góðri aðlögunarhæfni.
Skrifstofur, rannsóknarstofa og framleiðsla ORF Líftækni er í Kópavogi
auk þess sem félagið rekur eigið gróðurhús í Grindavík.
Sérfræðingur í þjónustu
við fagaðila í mannvirkjagerð
Hefur þú áhuga á að stuðla að betri mannvirkjagerð á Íslandi?
Sérfræðingur á sviði öryggis mannvirkja
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Eftirlit, aðstoð og þjónusta við fagaðila í byggingariðnaði
• Ráðgjöf og fræðsla um gæðastjórnunarkerfi til fagaðila í mannvirkjagerð
• Samskipti við skoðunarstofur vegna úttekta á gæðastjórnunarkerfum
• Móttaka, úrvinnsla mála og svörun fyrirspurna
• Útgáfa starfsleyfa og löggildinga
• Gerð og miðlun fræðsluefnis um mannvirkjagerð
Hæfniskröfur
• Tæknimenntun á háskólastigi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
• Reynsla af mannvirkjamálum eða tengdri starfsemi
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri í starfi
• Góð íslensku- og enskukunnátta
• Reynsla af opinberri stjórnsýslu og gæðastjórnunarkerfum er kostur
• Mjög góð almenn tölvukunnátta
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Um framtíðarstarf er að ræða og fullt starf. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir skulu sendar inn í gegnum Starfatorg.
Umsóknum skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.
Starfskjör eru í samræmi við kjarasamning ríkisins og
viðkomandi stéttarfélaga. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir
að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið
fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að
viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfinu.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hvetur alla hæfa einstaklinga
til að sækja um starfið, óháð kyni.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að
umsóknarfrestur rennur út.
Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Jón Freyr Sigurðsson teymisstjóri á
sviði Öryggis mannvirkja jon.sigurdsson@hms.is S. 440 6400
Laust er til umsóknar starf sérfræðings hjá HMS í teymi sem hefur
eftirlit með og þjónustar fagaðila í mannvirkjagerð m.a. með því
fylgja eftir að gerðar verði lögbundnar áfangaúttektir og þær skráðar
í nýja mannvirkjaskrá og framkvæmdar skjala- og virkniskoðanir
á gæðastjórnunarkerfum. Markmið HMS er að stuðla að öflugra
samstarfi byggingariðnaðarins, sveitarfélaga og stjórnvalda og
stuðla þannig að skilvirkara starfsumhverfi, öflugra eftirliti og betri
upplýsingum um mannvirkjagerð. HMS vinnur nú að innleiðingu
breyttra áherslna í eftirliti með mannvirkjagerð með samræmingu
eftirlits byggingafulltrúa, markvissu eftirliti með fagaðilum og
markaðseftirliti með byggingavörum.