Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 13.11.2021, Blaðsíða 69
Hellirinn er samfélagslegt umhverfi fyrir karla með krabbamein í blöðruhálsi og aðstandendur þeirra. Hluti af þessu umhverfi, eins og stuðningshóparnir Frískir menn, Blöðruhálsar og Traustir makar, er þegar starfandi í dag. Krabbameinsfélagið Framför hefur verið að byggja upp Hellinn sem er félagslegt samfélag sem ætlað er að verði sérhæft stuðningsumhverfi fyrir karlmenn með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hluti af þessu umhverfi, eins og stuðnings­ hóparnir Frískir menn, Blöðru­ hálsar og Traustir makar, er þegar starfandi í dag. Myndlíkingin Hellirinn Hellirinn er myndlíking fyrir þá staðreynd að eldri karlmenn eiga það til að einangra sig og sækja tilfinningalegan stuðning mest til maka sinna. Markmiðið með samfélaginu Hellinum er einmitt að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum hjá þessum hópi. Staðið er fyrir fjölbreyttum þáttum og viðburðum sem sumir eru í hverri viku og aðrir sem eru mánaðarlega og blandað er saman mismunandi hlutum og upplifun. Dagskráin tekur einnig mið af mis­ munandi árstíðum. Hugmyndir um tómstundahópa Núna á árinu 2021 hefur verið lagður grunnur að því að setja í gang fjölbreytta hópa sem tengjast áhugamálum karla með krabba­ mein í blöðruhálskirtli. Markmiðið er að hóparnir stækki jafnt og þétt og megintil­ gangurinn er að skapa nánd, efla lífsgæði og leggja grunn að sam­ skiptum og miðlun á milli karla með krabbamein í blöðruháls­ kirtli. Langtímamarkmiðið er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hér eru þær hugmyndir sem stefnt er að til að byrja með: ■ Framför í veiði ■ Framför í golfi ■ Framför í knattspyrnu ■ Framför í líkamsrækt ■ Framför í handverki ■ Framför í list Hugmyndir að umhverfi VINAhópa VINAhópar karla: Leggja grunn að svæðabundnum hópum sem væru sjálf bærir og nánari útfærsla á samskiptum væri undir hverjum hópi komið (sími, Zoom eða með því að hittast). VINAhópar maka: Koma á sam­ skiptum (síma, Zoom eða að hitt­ ast) á milli maka karlmanna með krabbamein í blöðruhálskirtli. Byggt væri á að hver hópur væri sem mest sjálf bært umhverfi. VINAhópar karla og heilsurækt: Fara af stað með vikulegan tíma í heilsurækt og hittast samhliða í léttu kaffispjalli. VINAgönguhópar: Setja í gang vikulega léttar gönguferðir fyrir karla með krabbamein í blöðru­ hálskirtli og maka þeirra. Mark­ miðið fyrir utan hreyfingu væri að skapa tengsl á milli hjóna sem eru að eiga við þetta verkefni, krabba­ mein í blöðruhálskirtli. ■ Hellirinn stuðlar að aukinni félagslegri virkni Markmiðið með samfélaginu Hellinum er einmitt að stuðla að aukinni félagslegri virkni, fræðslu og betri lífsgæðum hjá karlmönnum sem greinst hafa með blöðruhálskirtilskrabbamein. MYND/AÐSEND Krabbameinsfélagið Framför var stofnað 12. febrúar 2007, mest að tilstuðlan dr. Odds Benediktssonar, prófessors í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Eftir fyrirlestur Odds nokkrum dögum áður, um mataræði og krabbamein í versluninni Maður lifandi, sátu nokkrir fundarmenn eftir og ræddu saman um hve umræðan um blöðruhálskrabba­ mein færi hljótt. „Við ákváðum að stofna félag karla, sem hefði það að markmiði að afla fjár til að auka umræðu og styrkja rann­ sóknir á krabbameini í blöðruháls­ kirtli (BHKK) og efla baráttuna gegn því,“ segir Hinrik Greipsson, stjórnarmaður hjá Krabbameins­ félaginu Framför. „Í fyrstu stjórn félagsins voru kjörnir, auk Odds, Hinrik Greips­ son, Einar Benediktsson, Jón G. Ingvason, Guðni Á. Alfreðsson, Hrafn Pálsson og Haukur L. Hauks­ son. Til þess að ná settu marki stofn­ aði félagið Styrktarsjóð Krabba­ meinsfélagsins Framfarar. Stofnfé sjóðsins var kr. 1.000.000 sem var gjöf frá Rolf Johansen og Co. ehf. Með framlagi Styrktarsjóðs Baugs Group að fjárhæð kr. 2.500.000 tókst ásamt hjálp margra annara velunnara félagsins að fjár­ magna verkefnið. Félagið styrkti einnig útgáfu bókarinnar Bragð í baráttunni, eftir Denis Gingras og Richard Béli­ veau, í þýðingu Þórunnar Hjartar­ dóttur. Útgáfan var í höndum JPV útgáfu. (bokalind.is/vara/bragd­ i­barattunni­matur­sem­vinnur­ gegn­krabbameini/). Auk þess hélt félagið málþing: Krabbamein í blöðruhálskirtli – meinið, greining, meðferð, for­ varnir og félagsleg áhrif, og gaf út upptöku af málþinginu á DVD­ diski og dreifði ásamt eintaki af bókinni til allra heimilislækna á landinu svo og allra stuðnings­ félaga Krabbameinsfélags Íslands. Þetta var gert með stuðningi Hárgreiðslustofunnar 101 Hár­ hönnun í Reykjavík, en starfsmenn hárgreiðslustofunnar gáfu Framför afrakstur innkomu stofunnar einn föstudag, þar sem hver mínúta var bókuð, og innkoman var um kr. 700.000, sem Framför naut góðs af í þetta verkefni. Þá stóð félagið fyrir fyrirlestrum og fundum sem snertu málefnið, meðal annars fjölmennum fundi um mataræði og krabbamein í Háskólabíó, þar sem fenginn var erlendur fyrirlesari, Jane Plant. (canceractive.com/article/pro­ fessor­jane­plant­your­life­in­your­ hands). Oddur Benediktsson var for­ maður félagsins frá upphafi til dauðadags, 17. ágúst 2010. Þá féllu frá þeir Haukur L. Hauksson (2010) og Hrafn Pálsson (2016) og við það lamaðist starfsemi félags­ ins allverulega. Eftir nokkurt hlé var reynt að halda starfsemi félagsins gangandi næstu ár á eftir, undir stjórn nýs formanns, Guðmundar Arnar Jóhannssonar, og var haldið áfram að safna fé til styrktar umræðu um og rannsókna á blöðruhálskirtilskrabbameini. Meðal annars var safnað fé til fjármögnunar kaupa Landspítala á svonefndum Þjarki, það er tölvu­ róbot sem notaður er við skurðað­ gerðir á blöðruhálskirtli. Framleiddir voru einnig sex sjónvarpsþættir undir stjórn Sig­ mundar Ernis Rúnarssonar, viðtöl við karlmenn sem greinst höfðu með meinið og reynslu þeirra af vandamálinu. Starfsemi félagsins lá niðri í nokkur ár, eða þar til hópurinn Frískir menn kom fram árið 2019 og ákvað að endurreisa félagið og halda starfseminni áfram. Erum við nú á fullri ferð að vekja athygli og umræðu á BHKK með myndar­ legum stuðningi Krabbameins­ félagsins. Með stuðningi þess hefur félagið getað ráðið framkvæmdastjóra í hlutastarf hjá félaginu. Hann heitir Guðmundur G. Hauksson og hefur lyft grettistaki í starfsemi félagsins, með öflugri útgáfu aðgengilegra upplýsinga um meinið, meðferðir, samræður manna um reynslu hvers annars, aðkomu maka, auk kynningar félagsins á samfélags­ miðlum um framtíðaráform á starfi félagsins. Miklar framfarir í greiningum og meðferðum, bæði með tækjum og lyfjum, hafa orðið á þessum tíma og mikil þróun er í gangi. Sem dæmi má nefna þróun í geislameð­ ferðum. Vegna bættrar greiningar­ tækni er hægt að beina geislum nákvæmar en áður að meininu sjálfu og þannig auka styrkleikann á hnitmiðaðra svæði. Í framtíðinni verður hægt að fækka og stytta geislameðferðir.“ Hinrik nefnir að slagorðið Þú gengur ekki einn og merkið Blái trefillinn séu mjög mikilvægir þættir í starfi Framfarar. „Framför hefur skort slagorð og merki. Slag­ orðið er mikilvægt til þess að skapa tilfinningu manna sem greinast með blöðruhálskirtilskrabbamein og maka þeirra fyrir því samfélagi sem við hjá Framför erum að skapa. Að greinast með þetta krabbamein er mikið áfall og mönnum hættir til að einangrast. Við viljum að menn og makar finni að hjá Framför fái þeir stuðning sem þeir þurfa og munu því ekki þurfa að ganga einir. Merkið Blái trefillinn er hluti af söfnunarátaki sem er fram undan. Starfið hefur til þessa hvílt á einum harðduglegum framkvæmdastjóra, Guðmundi G. Haukssyni, sem var ráðinn í hlutastarf en hefur unnið meira en fullt starf. Við erum með fjölda hugmynda til þess að skapa það samfélag og bæta lífsgæði þeirra sem greinast. Til þess að koma þessum hugmyndum okkar í framkvæmd þarf Framför starfs­ fólk og fjármagn og er fjáröflun með sölu á Bláa treflinum stærsti þátturinn í að takmarkinu verði náð.“ ■ Ákváðu að stofna félag karla Hinrik Greipsson hefur verið meðlimur frá því að Krabbameinsfélagið Framför var stofnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hjá Framför viljum við að karlmenn og makar þeirra fái stuðning. Langtímamark- miðið er að skapa öflugt félagslegt umhverfi fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. 7LAUGARDAGUR 13. nóvember 2021 BLÁI TREFILLINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.