Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 90

Fréttablaðið - 13.11.2021, Qupperneq 90
Stundum hef ég litið á fólk og hugsað: Hefði þessi orðið nasisti eða hefði hann ekki orðið það? Ég giska á að hún hefði orðið það. Í bókinni er ég líka að velta því upp hvaða áhrif gildin og við- miðin sem hafa dunið á okkur síðustu árin hafa haft á geðheilsu okkar og hugarfar. Kolbeinsey er titill nýjustu skáldsögu Bergsveins Birgis- sonar. Bókin kemur samtímis út hér á landi og í Noregi. Söguþráðurinn er á þá leið að maður heimsækir þunglyndan vin sinn á geðdeild. Hjúkrunarkona tekur heimsókninni illa og reynist svo viðskotaill að vinirnir taka það ráð að strjúka af spítalanum. Hjúkr- unarkonan veitir þeim eftirför. „Í stuttu máli er þetta bók um samband samfélags og geðheilsu,“ segir Bergsveinn. „Hún er samfélags- leg í hugsun sinni, það er að segja þar er því velt upp hvað það sé sem gerir fólk þunglynt, hvað verður til þess að það lendir utanveltu, hvað tekur við fyrir utan og er einhver leið til baka? Þetta er stórt og yfir- gripsmikið þema og ég nota ýmis fornfáleg skáldskapartól til að taka á þessu efni.“ Var hann lengi að skrifa bókina? „Ég hef verið að dútla við þessa bók í allavega sjö til átta ár og byrjaði að skrifa skáldaða ævisögu. Þróunin varð hins vegar sú að þessir karakt- erar fóru að birtast og ég tók mig og mitt persónulega líf út úr verkinu, í eins konar uppreisn gegn veruleika- bókmenntum. Mér finnst raunsæjar veruleika-bókmenntir, til dæmis þar sem fólk er að sýna inn í líf sitt gegnum skráargöt, ekki ná utan um mannssálina. Það mikilvæga af því sem ég hef reynt og upplifað reyni ég að koma til skila í gegnum karakt- erana, ég fór úr því persónulega yfir í það sammannlega.“ Margbrotin persóna Hjúkrunarkonan er afar áberandi á sögusviðinu en persóna hennar er nánast yfirþyrmandi. Um þessa voldugu sögupersónu sína segir Bergsveinn: „Maddaman er marg- brotin og það sem ég kalla „opin“ persóna. Það þýðir að hún fellur ekki að neinni ákveðinni manngerð eða kategóríu, og þó maður bendi á eitt þá er hún annað líka – dálítið eins og kaosið hið innra. Þegar kemur að sálrænu lífi mannsins er erfitt að aðskilja persónu frá samfélagi. Það er hægt í teoríu, en ekki í praxís. Við tökum þátt og tileinkum okkur gildi og viðmið samfélagsins, sem síðan virka beint inn á andlega líðan okkar. Maddaman er þarna á milli – stríðið.“ Blaðamaður spyr hvort ekki megi líta á maddömuna sem fulltrúa valdsins og kerfisins. „Það væri ágæt- is lestur á hana,“ segir Bergsveinn og bætir við: „Það er annað sem ástæða Samband samfélags og geðheilsu Ég hef verið að dútla við þessa bók í allavega sjö til átta ár, segir Berg- sveinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is er til að óttast í sambandi við hana, sem er hversu undirgefin hún er gagnvart tímunum, að því leyti að hún er tilbúin að afskrifa tilfinn- ingalitróf og gildi, sem manneskjan hefur þróað með sér í árþúsundir. Hið átakalausa í þessu finnst mér mjög skuggalegt. Stundum hef ég litið á fólk og hugsað: Hefði þessi orðið nasisti eða hefði hann ekki orðið það? Ég giska á að hún hefði orðið það. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að ná fram þessu skiln- ingsleysi sem er á milli hennar og þunglynda vinarins og því hvernig hann ógnar tilveru hennar.“ Þunglyndi vinurinn hefur margt til málanna að leggja í sögunni. „Já, hann hefur líka mjög langa sögu á bak við sig, sjálfan húmanismann vil ég meina, sem listir og bók- menntir hafa þróað fram í árþús- und. Hann vitnar í heimspekinga og rithöfunda og það er greinilegt að það er mjög mikil togstreita milli hans og maddömunnar. Ég held að það sé vegna þess að hún skilur hann ekki og óttast hann vegna þess að hann er óútreiknanlegur og á skjön við hennar heimsmynd. Í bókinni er ég líka að velta því upp hvaða áhrif gildin og viðmiðin sem hafa dunið á okkur síðustu árin hafa haft á geðheilsu okkar og hugarfar.“ Sálrænt ferðalag Þegar líður á söguna fer hún í ýmsar óvæntar áttir. Er þetta kannski furðusaga? „Ég myndi kalla hana yfirraunsæja,“ segir Bergsveinn. „Þessi uppdeiling á sjálfi sem þarna verður er vandlega hugsuð. Þegar kemur að mannssálinni held ég að súrrealistarnir hafi haft alveg rétt fyrir sér, það þarf að ýkja og jafnvel draga hluti út í það absúrda til að sjá þá almennilega, einkum þegar kemur að sálrænum veruleika. Þess vegna dreg ég upp ýktar myndir, en það er hugsun á bak við absúrd- ismann – það er tilfinning fyrir tím- unum. Sem ferðalag inn á við finnst mér sagan vera raunsæ. Takmarkið var að gefa mynd af einhvers konar sál- rænu ferðalagi. Það er gömul trú og ný að engin hugmyndafræði muni frelsa okkur, húmanisminn bendir á að maður verði að þekkja sjálfan sig og sín takmörk. Það er leiðin til hamingjunnar. Þetta er mynd af ferli í leit að sátt við það sem ég kalla grunntilfinningar, tilfinn- ingarnar sem eru meira eða minna ósýnilegar en stjórna okkur samt – og það miklu meira en fólk vill trúa. Þetta er ekki sjálfshjálparbók en hún fjallar um slíkt ferðalag inn í grunn- tilfinningarnar, sem aftur getur gert ástandið hið innra þolanlegra.“ n kolbrunb@frettabladid.is Reykjavík Dance Festival verður haldin hátíðleg dagana 17. til 20. nóvember næstkomandi víðs vegar um borgina. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir opnar hátíðina með frumsýningu á verki sínu, When the Bleeding Stops, og Sveinbjörg Þórhallsdóttir frumsýn- ir nýtt verk, Rof. Jón Gnarr syngur Völuspá á skemmtistaðnum Húrra. DJ Ívar Pétur þeytir skífum fyrir yngstu áhorfendurna á Baby Reif á Kex Hosteli. Reykjavík Dance Festival og List án landamæra tóku höndum saman þetta árið í listrænu stefnu- móti en á hátíðinni munu þrjú pör dansara og listamanna með fatlanir sýna afrakstur vinnuferlis sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði. Hátíðin er fyrsta stóra hátíð nýrra listrænna stjórnenda, en hjónin Pétur Ármannsson og Brog- an Davi son tóku við í byrjun árs. Saman hafa þau starfað um árabil sem sviðslistarhópurinn Dance For Me og hafa ferðast um allan heim með sýningar sínar. n Dansað um borgina Reykjavik Dance Festival hefst í næstu viku. Fyrsta stóra hátíð nýrra listrænna stjórnenda. Hægindastólar frá Franco Ferri 46 Menning 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.