Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 98

Fréttablaðið - 13.11.2021, Síða 98
Smáatriðin skipta höfuð­ máli í GK. Tískudrottningin og áhrifa- valdurinn Elísabet Gunnars- dóttir segir Íslendinga vera opnari í ár og þora að fara út fyrir þægindarammann með því að velja skæra liti í yfir- höfnum fyrir veturinn. svavamarin@frettabladid.is „Það er mikið af litum í gangi í haust og sterkari litir en við erum að sjá á þessum árstíma. Íslendingar eru vanir að kaupa svartar eða gráar yfirhafnir en mér finnst fleiri þora að færa sig yfir í skæra liti,“ segir Elísabet. Leikum okkur að litunum „Skærappelsínugulur og grænn eru vinsælustu litirnir í vetur. Þessir tveir litir passa ótrúlega vel við ljósan og dökkbrúnan, sem eru einnig mjög heitir um þessar mundir,“ að sögn Elísabetar. „Það er hægt að leika sér með litina með því að velja brúna eða svarta kápu, og ef þú þorir að kaupa þér græna eða appelsínugula húfu, klút eða vettlinga við. Síðan eru eldrauðar úlpur frá íslenskum útivistarmerkjum í forgrunni og detta síður úr tísku.“ Vöndum valið Þegar kemur að vali á yfirhöfnum mælir Elísabet með að hugsa um notagildið og að f líkin sé nokkuð tímalaus. „Mér finnst smá munur á að kaupa kápu eða úlpu þar sem það er mik- ilvægt að kaupa góða og hlýja úlpu þar sem það getur orðið ansi kalt á skerinu.“ Að sögn Elísabetar er allur aldur farinn að klæða sig í litríkari fatnað, ekki bara yngri kynslóðin. „Íslensku merkin eru líka að koma með æpandi liti í úlpum, sem dæmi, og er það er frekar nýtt og gaman að sjá. Ég gæti trúað að það gæti orðið trend.“ n Elísbet Gunn­ arsdóttir, tísku­ drottning og áhrifavaldur Rauði liturinn er áberandi í vetur hjá 66°N. Elísabet Gunnars hvetur til litadýrðar Þykk bólstruð vetrar­ úlpa úr HM, bæði falleg og praktísk. Þetta er alvöru jóla- popplag. Fallega ljós­ brún úlpa úr H&M. Grænar kápur í ryk­ frakkastíl fást í Lindex. KVIKMYNDIR Birta Leikstjórn: Bragi Þór Hinriksson Handrit: Helga Arnardóttir Aðalhlutverk: Kristín Erla Pétursdóttir, Margrét Júlía Reynisdóttir, Salka Sól Eyfeld, Margrét Ákadóttir Svava Marín Óskarsdóttir Barna- og fjölskyldumyndin Birta er með eindæmum falleg og hjart- næm mynd sem öll börn landsins og fjölskyldur þeirra ættu að sjá í aðdraganda jóla. Systurnar Birta og Kata búa með einstæðri móður sinni í Bakka- hverfinu í Breiðholti og myndin lýsir ósköp hversdagslegum veru- leika íslenskrar fjölskyldu. Við kynnumst harðduglegri móður stúlknanna sem vinnur tvöfaldar vaktir sem hjúkrunar- fræðingur á Landspítalanum til að ná endum saman hver mánaðamót. Samt á hún aldrei krónu aukalega og á til dæmis hvorki fyrir íþróttaskóm né æfingagjöldum Birtu. Kvöld eitt hlerar Birta símtal sem hrindir atburðarásinni af stað, en þar segir mamma hennar vinkonu sinni að hana vanti auka 100 þús- und krónur til að geta haldið jól. Símtalið sýnir einnig að gæta þarf að því hvað er sagt í návist barna, þar sem þau taka hluti oft mjög bók- staflega. Birta tekur enda ráðin í sínar hendur og fer að leita ýmissa leiða til þess að safna peningum til að hjálpa mömmu sinni. Myndin er þannig ágæt áminning til okkar og barnanna okkar, sem lifum og hrær- umst í neyslusamfélagi samtímans um að það er ekki allt sjálfgefið og oft þurfi allir að leggjast á eitt, í það minnsta að sýna þakklæti. Undirrituð fór á myndina með fjölskyldunni og þegar gengið var út úr salnum voru allir, foreldrarnir og bæði börnin yfir sig hrifin. Sú yngsta, fimm ára stelpa, var meira að segja það hrifin að hún bað um að byrjað yrði á myndinni upp á nýtt. Þá er mikið sagt þar sem daman vill yfirleitt fara út í hléi. Myndin gæti því ekki fengið betri einkunn en þá sem dóttirin gefur. Dæmið af níu ára syninum segir líka sína sögu en hann fór að þylja yfir systur sinni að vera þakklát fyrir dótið hennar og nýja rúmið sem foreldrar hennar gáfu henni, að það væri síður en svo sjálfsagt. n NIÐURSTAÐA: Hversdagsleg en um leið kómísk og hugljúf mynd fyrir alla fjölskylduna. Leikararnir frábærir og einlægir, sér í lagi stúlkurnar tvær, sem leika systurnar, og skila boðskap myndarinnar einstaklega vel til áhorfenda. Birta gefur foreldrum von í neyslusamfélagi Birta hefur slegið í gegn undanfarið. odduraevar@frettabladid.is „Yfirleitt má maður aldrei dæma lag af demóinu þar sem lagið er ekki fullbúið, en þegar ég heyrði demóið fyrir þetta lag þá var það eitthvað sem heillaði mig og ég ákvað bara að slá til,“ segir tónlistarkonan Rakel Pálsdóttir sem gefur á mánudaginn frá sér nýtt jólalag. Lagið heitir Jóla- veröld vaknar og er eftir Gunnar Inga Guðmundsson og Nínu Richter. Rakel segir að Covid-tíminn hafi haft í för með sér færri verkefni rétt eins og hjá öllu tónlistarfólki. „Og ekkert búið að vera neitt mikið að gera og mig hefur lengi langað til að gera meira og ég ákvað bara að senda á Gunnar línu,“ útskýrir Rakel sem hitti Gunnar fyrst í brúðkaupi. „Svo fæddist lagið í sinni endan- legu mynd í stúdíóinu þegar við byrjuðum að taka það upp,“ segir Rakel, sem ber samstarfinu við Fólk mun fá lagið á jólaheilann Rakel hyggst syngja sig inn í hjörtu landsmanna með Jólaveröld vaknar. Gunnar og Nínu gríðarlega vel sög- una. „Og hann hafði sínar skoðanir sem hann bar alltaf undir mig og ég er alltaf opin fyrir öllu, enda er ég alæta á tónlist og finnst ekki neitt eitthvað ljótt eða leiðinlegt.“ Rakel segist sjálf vera mikið jóla- barn þrátt fyrir að hafa aldrei gefið út jólalag áður. „Þetta er alvöru jóla- popp,“ segir hún. Fólk muni klárlega koma til með að fá lagið á heilann núna þegar jólavertíðin hefst loks- ins fyrir alvöru. n Grænir litir eru áberandi hjá H&M í vetur. Kamelbrún kápa er kjörin haustflík hjá Andreu. 54 Lífið 13. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 13. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.