Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 13

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 13
í landnámi Freysteins fagra Það var eitt sinn í janúarmánuði að við Guðmundur rerum snemma morguns í logndrífu. Lóðirnar lögðum við í Norðfjarðarflóanum á milli Barðsness og Nípu. Er við höfðum nýlagt, rauk hann upp með ofsa norðaustan roki. Svo snögglega kom þetta, að ekki var viðlit að ná upp aftur spotta af nýlögðum lóðunum. Ekki hafði ég haft tilkenningu fyrir vondu veðri er við lögðum á djúpið um morgun- inn. Guðmund mun þó hafa grunað veðurguðinn um að sitja á brellráðum við sig, en því komst ég að í huga mínum seinna, því hann hafði verið óvenju hæglátur og lítið ágengur við flösku sína um morguninn, aðeins skolað hálsinn einu sinni eftir bænina þennan morgun. Guðmundur var því ófullur þegar veðrið skall á. Það var sem fast efni rynni með ómœlishraða eftir sjávarfletinum og breytti hafinu í löðursúlur - þar sem vindsveipir fóru og sameinuðu lög og loft. A nokkrum augna- blikum var allt hafið umhverfis orðið að freyðandi sári. Engu var tjaldað - báturinn fór sem ör, en vald Guðmundar virtist mér ómennskt á kænunni. Þar sem báturinn fór var sem veðurgapinn næði ekki að bjóða afl sem annars staðar. Örugg var hönd Guðmund- ar og augun horfðu í freyðandann ókvik og athugul. I Sveinsstaðalendingu náðum við um kvöldið. Þar lentu líka tveir bátarfrá Norðfirði því veðurofsinn hafði ekki leyft þeim landtöku í heimahöfn. Úr: Örlaganornin að mér réð, ævisaga Þorsteins Kjarval. Jón G. Jóhannesson skráði. V __________________________________^ ____________________________________J asti ábúandinn var Daníel Símonarson. Sveinsstaðir fóru í eyði sama ár. Þar var þá tvíbýli og voru síðustu ábúendur hjónin Sveinbjörn Jóhannesson og Þórunn Björns- dóttir og Júlíus Jóhannesson og systir hans Margrét Jóhannesdóttir. A Sveinsstöðum byggðist búseta oftast meira á sjósókn en landbúnaði og þar er að finna ýmsar minjar sem vitna um sjósókn íyrr á tíð. Munnmæli herma að á Uellisíjarðarnesi undir Götu- hjalla hafi Héraðsmenn haft útræði, að tal- ið er Skriðdælingar. Við fornleifaskráningu 1995 fundust þar engin merki tótta en í þætti Sigfúsar Sigfússonar þjóðsagnaritara kemur fram að afi hans og amma Ingunn Davíðsdóttir og Oddur Jónsson hafi kynnst þegar Oddur var til sævar þar í neðra svo ætla má að Héraðsmenn hafi eitthvað stund- að að fara til vers til Norðíjarðar.5 Öld eftir öld reru aflaklær til fiskjar á smákænum úr Sveinsstaðavör og háðu harða og tvísýna baráttu við náttúruöflin. I ævisögu Þorsteins Kjarval, Örlaganornin að mér réð, er að finna frásögn sem greinir frá erfiðum róðri og mikiu norðaustan áhlaupi í janúar 1898. Þorsteinn var þá und- ir tvítugu og var vinnumaður hjá Gísla Sig- urðssyni sem flutti frá Múla í Álftafirði í Björnshús árið 1897 og var Þorsteinn vinnumaður hjá honum fyrsta búskaparárið. Gísli hafði lítinn bústofn en sjórinn var sóttur fast og reri Þorsteinn við annan mann, Guðmund Magnússon frá Tandra- stöðum í Norðfirði. Segir Þorsteinn Guðmund hafa verið með afbrigðum veðurglöggan og sjóvitran en töluvert hallann undir Bakkus og fór Guðmundur sjaldan eða aldrei á sjó án þess að hafa með sér lögg á glasi (sjá frásögn hér að ofan). I byrjun 20. aldarinnar hófu Norðmenn nýtt landnám í Hellisfirði. í manntalinu 1901 er getið heimilis á Sveinsstaðaeyri þar sem Andreas Evensen matsgerðarmaður og Sveitir ogjarðir í Múlaþingi III bls. 56 - 58 og Fomleifaskrá Norðljarðar bls 53. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.