Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 22
Múlaþing
Guðríður Þorleifsdóttir. Myndeigcmdi Sveinn Þór-
arinsson.
ir en ekkja Þórarins, Guðríður Þorleifs-
dóttir, hélt áfram búskap ásamt tengdafólki
sínu.
Frá Viðfirði liggja fornar leiðir í allar
áttir, út á Barðsnes, yfir í Sandvík, yfir Dys
til Vöðlavíkur og með sjó til Hellisijarðar
og Norðijarðar. Raunin varð líka sú að Við-
ijörður komst fyrstur bæja í Norðfirði í
samband við þjóðvegi landsins.
í kringum 1930 var farið að huga að
vegastæði frá Eskifirði til Norðijarðar og
var niðurstaðan sú að hagkvæmast væri að
leggja veg um Víkurheiði til Vöðlavíkur,
yfir Dys í Viðijörð og þaðan með sjó til
Norðfjarðar. Arið 1933 var samþykkt á Al-
þingi að taka væntanlegan veg í tölu þjóð-
vega og hófust framkvæmdir vorið 1934.
Verkið gekk hægt og var ekki bílfært alla
leið til Viðijarðar fyrr en 1940. Á næstu
tveimur árum var vegurinn lagður niður að
sjó þar sem byggð var bryggja og hafnar
ferjusiglingar til Norðfjarðar og fluttu bát-
arnir bíla, varning og fólk. Vegurinn varþó
aðeins opinn yfir sumartímann.
Við sögu ferjusiglinganna komu tveir 23
lesta bátar, hvor fram af öðrum og hétu þeir:
Hafþór og Hilmir. Tók siglingin til Norð-
tjarðar tæplega klukkustund. Um svipað
leyti og vegurinn komst til Viðijarðar hófst
lagning vegar yfir Oddsskarð og var honum
lokið 1950. Þá varð aftur rólegt í Viðfirði
eftir annasaman tíma hjá húsfreyjunni,
Guðríði Þorleifsdóttur, sem um tíma hafði á
hendi greiðasölu. Oft var gestkvæmt, ekki
síst á þeim árum sem Kaupfélag Héraðsbúa
hélt úti áætlunarferðum á milli Akureyrar
og Viðijarðar en þá kom rútan oftast til
Viðijarðar að kvöldi, þannig að bílstjóri og
farþegar þurftu að gista. Kom sér þá vel að
hafa stórt og gott hús. í viðtali sem greinar-
höfundur átti við Guðríði í mars 1999 kom
fram, að oft hefði verið mikið að gera á
þessum árum. Með tilkomu vegarins í Við-
ijörð fóru Norðfirðingar að ferðast og byrj-
uðu raunar að nota veginn áður en hann var
kominn alla leið. Fólk fór þá gangandi lang-
ar leiðir og fékk bíl á móti sér en mikið var
gert af því að fara á samkomur upp í Hall-
ormsstað og í Egilsstaði. Allt brauð var
bakað heima í kolaeldavél og var hús-
freyjan alltaf tilbúin að reiða fram mat ef á
þurfti að halda. Rafmagn var aðeins haft til
Ijósa, fyrst frá vindrafstöð en síðan frá
ljósamótor. Um þessi ár hafði Guðríður þau
orð: „Það sem maður gat orkað það gerði
20