Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 31
Búskapur í Fljótsdal á 19. öld
Við Ystahús í túninu á Egilsstöðum í Fljótsdal. F.v. líklega Stefán Gunnarsson, Bergljót á Egilsstöðum með
Egil Gunnarsson, Fíelga Torfadóttir, síðar á Arnheiðarstöðum og Hamborg, Gunnar Sigurðsson með
heybaggann og Jóríður Stefánsdóttir. Ljósm.; Vigfús Sigurðsson. Þjóðminjasafn íslands.
til síra Lárus íjekk Valþjófsstað að því var
hætt algjörlega enda þá hvergi orðinn skóg-
urtil í Suðurdal nema á Arnaldsstöðum; þar
er hann talsverður enn og vel farið með
hann að öðru leyti en því að hann er beittur
á vetrum.
Þegar jeg kom hingað 1884 sást hjer
hvergi hrísla í landi nema í einum hvammi
sem er hjer inní gilinu við ána sem ófært er
að flytja eða bera úr. Það er heldur fallegur
skógur og í framför. í stöku stað vottar fyrir
nýgræðingi, helst innst á hlíðunum. Það er
því rangt eða villandi sem Sæmundi heitn-
um Eyjólfssyni hefur verið sagt að hjer
væru talsverðar skógarleifar. I Víðivalla-
gerði var fallegur skógur „Gerðisskógur“,
innst í landinu, en þar átti Valþjófsstaða-
kirkja ítak og ljetu því prestarnir á Valþjófs-
stað drjúgum flytja þaðan. Nú sjást þar
aðeins strjálir kalstönglar. Ekki man Jón
eptir skóg á Norðurbyggð nema á Kleif,
„Kleifarskógur“; þar er dálítill skógur enn.
Jón segir í sínu ungdæmi hafi Miðhúsa-
skógur og Sandfellsskógur verið nafn-
kenndir fyrir stærð. Þó var Hallormstaða-
skógur stærstur, eins og enn, og náði þá
miklu lengra inneptir. í hann sóktu Fljóts-
dælir allan stærri skóg til húsa. Nú sjest
ekki nokkurt hús með upprepti af birki
einvörðungu hjer í sveit, netna eitt ljárhús á
Melum, sem er orðið yftr 100 ára gamalt
með tómu upprepti af birki úr Melaskógi.
Ein stoðin í því er úr reyniviðarhríslu úr
Hengifossárgili. Húsið er allvel stæðilegt
enn en snýr öðruvísi en hús sem nú eru
byggð; það snýr í norður og suður og tekur
um 50 fjár fullorðið og er í meðallagi að
breidd.
29