Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 32
Múlaþing
Við slátt á skógarbala á Hrafnkelsstöðum. F.v. aftar; Eiríkur J. Kjerúlf Bjarni Jónsson, Páll J. Kjerúlf
Framarf.vMargrét Jónsdóttir og Sigurbjörg Þorsteinsdóttir. Ljósm.; Vigfús Sigurðsson. Þjóðminjasafn
Islands.
Byggingar vóru fyrst á öldum þannig
Baðstofur vóru byggðar undir sperrum
með langböndum og þjettu árepti af birki,
svo þjettu að hvergi sá í tróð í gegnum.
Birkið var haft mjótt en beint svo það fjelli
sem best saman undir tróðinu. Víða vóru
kýr í öðrum enda baðstofu og var ekkert
lopt í þeim enda. Þrep var í hinum end-
anum, þar sem fólkið bjó, en víða ekkert
fjalagólf á því. Nú eru alstaðar portbyggðar
baðstofur, víða málaðar, með gestastofum
undir lopti, og annaðhvort ofnum eða
eldavjelum eða hvorttveggja, þannig að ofn
er í baðstofu eða eldavjel afþiljuð í henni
eða við hana svo baðstofan fær þaðan þurrk
og hita.
A sumum bæjum vóru lítil þil fyrir
bæjardyrum, sem kölluð vóru bjórþil,
liðugar 3 ál. á breidd, um 4 á hæð. Einn biti
var í miðjum bæjardyrum, sem hvíldi á
veggjum, en svo lágur að menn urðu að
ganga hálfbognir undir hann, og á mörgum
bæjum var ekkert þil. Skemmur vóru óvíða
en þil var fyrir þeim líkt hinum. Nú eru víða
reisuleg timburhús með gestastofum í
öðrum enda, máluðum eða hús með hlið-
vegg af timbri og þilstöfnum að ofan mál-
uðum. Snemma á öldinni vóru skjágluggar
kringlóttir á öllum bæjum.
Uthýsi vóru þannig að víðasthvar vóru
fjárhús með jötum með veggjum. Jón man
samt eptir einu fjárhúsi með garða á
Glúmstöðum sem rifið var 1825 og tók 70
fjár fullorðið, og allt af birki. Eptir það varð
almennt að byggja fjárhús með garða.
Hlöður vóru engar, nema á stöku bæjum
fyrir töðu, en um 1830 fór þeim að fjölga.
Nú eru fjárhús víðast há og rúmgóð, með
glergluggum á stöfnum, og hlöður fyrir.
Fjárhús og hlöður eru nú byggðar með
30