Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 33
Búskapur í Fljótsdal á 19. öld
Fœrikvíar á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Ljósm.; Vigfús Sigurðsson. Þjóðminjasafn Islands.
helluþaki á röptum, eru lekalaus og endast
vel. 1830 fóru hús að taka breytingum til
batnaðar, smátt og smátt.
Snemma á öldinni vóru á nokkrum
bæjum skálar. Á Glúmstöðum var skáli með
afar gamalli lokrekkju, sem hafði verið
hurð íyrir, og þiljað upp í kring með sterku
þili úr svartrauðum viði. Viðir allir í skál-
anum afarsterkir. Á Valþjófsstað var stór
skáli. Þá sögu heyrði Jón ungur að eitt sinn
hafi Oddur byskup komið þangað í mikilli
rigningu með 20 áburðarhesta og hafi hann
ásamt með fylgdarmönnum sínum opnað
skálann og farið inn með alla hestana og
tekið þar ofan af þeim og sprett af þeim
öllum inni.
Klæðnaður
Föt vóru flest prjónuð og lituð sortulit.
Utanyfir höfðu karlmenn á vetrum mórauð
prjónaföt, klakaþæfð, og prjónahettu á
höfði. Sparibúnaður var sortulitaður, stutt-
buxur, hnepptar utan um mórauðan sokk
neðan við hnjeð, og sokkabönd ofanvið
kálfann; þau vóru ofin með tiglum og
skúfar í endann; skotthúfu á höfði, röndótta.
I ferðalögum á vetrum höfðu karlmenn
sortulitaðar síðmussur, tvíhnepptar, sem
náðu ofan á mið lær. Brjóstadúkur var í stað
vestis, hnepptur undir hendinni.
Kvenbúningur daglegur var annaðhvort
sortulitað prjónapils með prjónuðum litar-
bekkjum eða röndum að neðan, eða prjóna-
pils eða peisa með upphlut við, lögðum
silfurmillum, og skotthúfu. Sparibúnaður
var kvennhempur úr vaðmáli, skósíðar,
borðalagðar að framan eða útsaumaðar.
Sumar höfðu belti eða ofna linda (styttu-
bönd), og dökka tölukraga um hálsinn
(talnafesti). Á fyrirfólki vóru hempurnar
borðalagðar með silfri og beltin líka.
Búnaður þessi breyttist á árunurn frá 1810-
1820.
31