Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 37
Búskapur í Fljótsdal á 19. öld
Engi á milli ánna15 var helmingi minna
en nú og ekkert á Klaustur- eða Valþjófs-
staðanesi.16 Þá fengust um 100 hestar af
túninu á Klaustri og um 150 af útheyi í
mesta lagi. Um 1830 vóru færigrindur fyrst
teknar upp og hafa tún verið stækkuð mikið
með þeim. í Víðivallagerði hefur verið
ræktað um 20 hesta tún með þeim, og með
því að láta ær liggja inni á nóttum, og um
100 hestar að meðaltali fást þar af fram-
nesinu, þar sem fyrir 40-50 árum ijekkst
ekki neitt og líkt þessu er mjög víða.
Fyrst þegar Jón man eptir höfðu menn
dálítil viðskipti við ijarðamenn; fengu
harðfisk og borguðu með prjónaskap og
kindum eptir að íje fór að fjölga.
Löggöngur vóru þrjár en hvergi kofi á
afrjettum en legið við tjöld. Hreppsfundir
vóru vor og haust og bókaðar fundargerðir.
Um eða eptir aldamótin var hætt að búa
á Görðum og um 70 ár síðan hætt var að
búa á Hlíðarhúsum og enn seinna á Húsum.
Guðmundur hjet sá sem fyrstur byggði á
Aðalbóli og átti fyrir konu Guðrúnu Jóns-
dóttir frá Melum; afasystir Jóns. Hann bað
síra Vigfús um leyfi að byggja þar og galt
honum sauð fyrir. Eptir hann bjuggu þar
Eiríkur Sigurðsson frá Görðum, fyrri maður
Önnu Guðmundsdóttur, og svo Jón Pjeturs-
son frá Hákonarstöðum, átti Guðrúnu,
dóttur Önnu og Eiríks. Pjetur Jökull, sá
þriðji frá Jóni, þau áttu 3 dætur: Kristínu,
konu Jóns Þorsteinssonjar], Hólmfríði, fyrri
konu Einars á Skeggjastöðum, og Önnu,
konu Jóns Guðmundssonar á Borg.
Jón ætlaði að hafa Aðalból undan Val-
þjófsstað og hefði haft, að menn sögðu, ef
honum hefði enst aldur. Hann dó úr fótar-
meini á besta aldri. Hann þótti vænsti
maður.
Frá því um aldamót hefur túnið á Melum
verið ræktað um tvo parta, og ekkert engi
var þá á nesinu, en nú fæst þar hátt á annað
hundrað hestar og yfir það, árlega einvörð-
ungu fyrir lækina sem á það er veitt.
Eptir sögnum Jóns Pálssonar, Víðivalla-
gerði, Fljótsdal. Safnað hefur Baldvin
Benediktsson, Þorgerðarstöðum.
15 Þ.e. Bessastaðaár og Hengifossár.
16 Þetta verður að teljast mjög ósenniiegt.
35