Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 40
Múlaþing
menn höfum enga möguleika til að skilja
það nema við öflum okkur sambærilegar
menntunar. Greining Einars á Njálu leiddi
hann að þeirri niðurstöðu að þar væri verið
að lýsa landnámi og kristnitöku, ekki ein-
ungis með ljósri sögu, heldur einnig með
duldri tilvísun í hugtök hinnar fornu heims-
Einar Pálsson. Mynd úr Kennaratali á íslandi III. myndarfræði. Sem dæmi má nefna að sumar
persónur sögunnar tákna „höfuðskepnurnar
ijórar“ og Njálsbrenna táknar heimsendi þar sem hinn heiðni tími líður undir lok og ný
veröld skapast. Þá innleiddi hann þá nýjung að kanna skipulega notkun talna í íslenskum
fornsögunum (Stefið, 1988) og komst að því að þær eru í samhengi við táknmálið. Talnaspeki
af þessari gerð á skyldleika við stærðfræði sem notuð var til að lýsa gerð hinnar fornu heims-
myndar. Þetta leiddi Einar til þeirrar óvæntu ályktunar að þannig heimslíkan hafi verið lagt
út í landið með mælingum, hringur með um 64 km þvermáli sem hann kallaði „Hjól Rang-
árhverfis“. Hjól þetta var hæfileg svið fyrir hina persónugerðu heimskrafta sem léku lausum
hala á blaðsíðum Njálu, og með því leystust ýmsar gátur táknmálsins. Þetta fyrirbæri var að
áliti hans þó alls ekki bókmenntaleg hugmynd, heldur raunveruleg landmæling á stærð-
fræðilegum grunni, og hafði ráðið staðsetningu ýmissa merkisstaða allt frá landnámi.
Að mati Einars var landmælingin hluti af trúarbrögðum eða „sið“ landnámsmanna
Islands, samofin fræðum um skipulag og sköpun heimsins. Þau voru á vissan hátt vísinda-
legs eðlis og byggðu á skilningi fornmanna á eðli heimsins. Heimsmynd þessi var í grund-
vallaratriðum sameiginlegt einkenni allra fomra siðmenninga og lét ekki undan síga fyrr en
við þekkingarbyltinguna á Vesturlöndum. Alheimurinn var hugsaður sem afmarkaður smíð-
isgripur, gerður eftir vísindalegri forskrift sem byggði á ákveðnum tölum og rúmfræði. Eins
Á árabilinu 1969-1995 birti Einar Pálsson
niðurstöður rannsókna sinna í 11 binda rit-
safni, sem hann nefndi „Rœtur íslenskrar
mennirigar, “ og frá honum komu að auki 3
bækur á ensku og fjöldi greina og smárita.
Þótt margt beri þar á góma og hugmyndir
hans hafi að ýmsu leyti þróast og þroskast á
þessum aldarijórðungi, má með sanni segja
að helstu drættir kenningar hans voru þegar
til staðar í fyrstu bókinni, Baksviði Njálu:
Njáls saga er launsögn, en það merkir að í
henni er falinn boðskapur sem er hulinn
þeim sem ekki þekkja táknmálið. Fleiri
fornsögur eru svipaðs eðlis. Táknmálið er
sprottið upp úr heimspeki, guðfræði og vís-
indum fornaldar og miðalda, og er ætlað
menntuðum miðaldamönnum. Við nútíma-
V
J
38