Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 42
Múlaþing
Skrúðshellir, heimkynni Skrúðsbónda ogprestsdótt-
urinnar frá Hólmum. Mynd tekin íjúní 1986. SGÞ.
a) Kletturinn er viðmiðunarpunktur í mæl-
ingakerfi. Honum má líkja við hornsteinn
sem ákveður legu byggingarinnar um leið
og hann er lagður. Af þessu og fleiru má
skilja að þeir álitu að skipulag hjólsins væri
á vissan hátt greipt í landið í sköpuninni, og
mæling hjólsins var aðferð til að uppgötva
þetta fyrirkomulag.
b) Kletturinn var einhvers konar hlið að
öðrum heimi, uppspretta endurnýjunar í
hringrás heimsins sem viðhélt gangi ver-
aldarinnar.
Svo komið sé beint að efninu,
virðist mér eyjan Skrúður á
ýmsan hátt tilvalin til að gegna
hlutverki „þrídrangs“ í heims-
mynd landnámsmanna þar á
fjörðunum - að því gefnu að
þeir hafi komið til nýja lands-
ins með fyrrgreindar hugmynd-
ir í kollinum. Kletturinn á helst
að rísa við eða úr sjó í útjaðri
hjólsins. Ef þrískipting var
nauðsynleg má sjá hana í
Skrúði, því við eyna eru tveir
klettar, Arfaklettur og Þursa-
sker, svo segja má að þar rísi
þrír klettar saman úr sjó. Þá
virðist sem gat eða hellir hafi
þótt heppileg táknmynd heims-
hliðsins, og Skrúðshellir sam-
svarar því ágætlega. Þannig er
lega og gerð eyjunnar heppileg.
Meira kemur til því kletturinn
er eins konar kraftvaki eða
miðlari í gangverki mælinga-
hjólsins og veitir frjókrafti inn í
heiminn. Þar er hlið milli þessa
heims og annars. Þannig er
frjósemi og endumýjun eðlis-
eiginleiki klettsins. Eins og fram hefur
komið er frjósemi eyjarinnar við brugðið,
og væri það hæfilega táknrænt fyrir þetta
hlutverk. Hin hliðin á sama veruleika er
hnignun og dauði, og svo virðist sem andar
framliðinna hafí átt þar leið út úr heiminum.
Mér sýnist margt benda til þess að hin foma
vættatrú hafi verið samofin þessu hug-
myndakerfi og ef við gefum okkur að í
þjóðsögunum felist leifar af slíkri trú, verða
sögur af háttum Skrúðsbónda afar forvitni-
legar. Um hann má fræðast af þjóðsögum
sem Sigfús Sigfússon og Jón Árnason hafa
skráð. Helst þeirra er sagan um það hvernig
hann heillaði til sín prestsdóttur frá Hólm-
40