Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 47
Skrúður og landnám á Austfjörðum
Egill bjó á Nesi í Norðfirði en Freysteinn á Barðsnesi. Norðförður, handan hans á strönd Viðfjarðar sést
grilla í bœinn á Barðsnesi. Ljósm. 2001. SGÞ.
tveim staðallengdum, og þaðan er aftur
svipuð fjarlægð (25,3 km) í Barðsnes.
Þessir staðir afmarka því enn jafnarma
þríhyrning af svipaðri stærð. Þarna inn á
milli eru svo tveir landnámsmenn sem falla
ekki á einfaldan hátt inn í kerfið. Eyvindur
nam land í Mjóafirði og giska má á að bú-
staður hans hafi verið bærinn Fjörður. Hann
liggur reyndar á línunni milli Hólma og
Seyðisijarðar, en ekki mitt á milli. Egill í
Norðfirði bjó á Nesi, þar sem nú er Nes-
kaupstaður. Bærinn er einungis tæpa 6 km
frá Barðsnesi, og um 1,5 km frá línunni
milli Barðsness og Seyðisfjarðar. Þarna
skortir augljósa reglu, en reyndar er erfitt að
finna nokkurn byggilegan stað í landnám-
inu sem fellur inn í þetta einfalda kerfi.
Ef skyggnst er enn norðar má sjá að um
ein staðallengd er frá Seyðisfirði í flatlendið
inn af botni Loðmundarfjarðar, en stefnan
getur ekki fallið að framlengdu þríhyrninga-
kerfi. Ekki er vitað hvar bær Loðmundar
landnámsmanns stóð, en samkvæmt Land-
námu er hann undir skriðu. Þetta er því mjög
óljóst, og sömuleiðis gengur mér illa að fmna
framlengingu í Víkumar norðan Loðmund-
arfjarðar. Ég dreg því norðurmörkin á kerfinu
við Seyðisfjörð.
Ef við könnum nú möguleika á því að
framlengja landnámskerfið til suðurs, er
Vémundur í Fáskrúðsfirði næstur í röðinni.
Bústaður hans er ekki þekktur. Þá kemur
Þórhaddur í Stöðvarfírði og enn er bústaðar
ekki getið. í Breiðdalsvík eru nefndir fjórir
landnámsmenn. Innst er Hjalti, og gæti hafa
búið á Ytri-Kleif, en minnst er á „Kleifar-
lönd.“ Skjöldólfur nam land út með víkinni
að sunnanverðu. Norðan víkur að utanverðu
nam Herjólfur, og inn af víkurbotninum er
annar Herjólfur. Sá síðastnefndi virðist hafa
verið leiðandi maður og bróðir þeirra
Brynjólfs og Ævars, sem námu land uppi á
45