Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 49
Skrúður og landnám á Austfjörðum
Breiðdalur. Myndin tekin yfir Norðurdal, Heydalir ofarlega hœgra megin. Ljósm. SGÞ.
þeim, eða þá komið fyrst. Hann á að hafa
numið Skriðdal og Vellina út að Eyvindará, en
einnig annað aðskilið svæði inni í Fljótsdal
innan við Hengifossá og Gilsá, sem standast á
við botn Lagarins. Síðan fékk Ævar Skriðdal
og bjó á Amaldsstöðum (nú Arnhólsstöðum),
en Vellina fékk Ásvör Herjólfsdóttir, bróður-
og stjúpdóttir Brynjólfs, og Ásröður maður
hennar. Þau bjuggu á Ketlilstöðum. Það er
skaði að í Landnámu er bústaðar Brynjólfs er
ekki getið, en ætla verður að hann hafi verið í
Fljótsdal, þar sem önnur lönd voru burt gefin.
Fleiri landnámsmenn voru í ofanverðu
héraðinu. Áður en Brynjólfur kom voru
báðar strendur Lagarins numdar af þeim
Þiðrandasonum, Katli tyrir vestan fljótið en
Graut-Atla fyrir austan. Brynjólfur nam
síðan land bæði fyrir innan og utan þetta
svæði, og hefur því tekið tillit til þessa
landnáms. Landnáma nefnir ekki bústaði
þeirra bræðra, en í Droplaugarsona sögu er
Ketill látinn kaupa sér land á Arneiðar-
stöðum en Atli í Atlavík. Þá kaupir Ketill
sér goðorð. Þar sem þessi saga stangast að
sumu leyti á við Landnámu er það óvissara
en ella hvort rétt sé greint frá bústöðum
þeirra, en ég læt þá fylgja með. Utan við
landnám Ketils bjó Össur nokkur, en ekki er
greint frá bústaði hans.
Hugum nú að hugsanlegum mælingum
milli þessara fáu bæja sem fornritin nefna,
og hvort þá megi tengja við kerfið niðri á
fjörðum. Arnaldsstaðir í Skriðdal eru næstir
og reynast vera beint í vestur frá Hólmum
og tjarlægðin (25,2 km) rnjög nærri
tvöfaldri staðallengd. Athyglisvert er að í
Landnámu segir að Ævar hafi komið fyrst í
Reyðarfjörð, þar sem Hólmar eru, og það
gæti þá verið eins konar vísbending um
tengsl þar á milli. I framhaldi af þessu væri
freistandi að ætla að frá Arnaldsstöðum
skyldu aftur vera réttar fjarlægðir til
ættingjanna í héraðinu, en svo virðist ekki
vera. Til Ketilstaða eru 19,2 km (stefna
47