Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 50
Múlaþing
Teikning Ríkharðs Jónssonar af Súlum í Stöðvarfirði, úr Arbók Ferðafélagsis 1955. Ef með þarf má
auðveldlega sjá þrískiptingu í tindum Súlna.
N16°Au), sem er ekki í samræmi við til-
gátuna. Þó má benda á að fjarlægðin er hálf
önnur geislalengd, en ekki hef ég fordæmi
fyrir því að slíkt sé marktækt. A hinn
bóginn má sjá að ijarlægð til Arneiðarstaða
er svo til nákvæm staðallengd, 12,8 krn - en
stefnan, 40 gráður vestan norðurs, er ekki í
samræmi við aðra hluta kerfisins.
Freistandi er að giska á hvar bústaðs
Brynjólfs gæti verið að leita, eins aðsóps-
mesta landnámshöfðingja héraðsins, enda
furðulegt að hans sé ekki getið. Land hans
liggur þannig að ekki er mögulegt að fá
geislaíjarlægð til Arnaldsstaða nema á
óheppilegu landi allra yst í landnáminu
austan fljóts. Vestan fljóts er bærinn Bersa-
staðir, nú Bessastaðir. Þar bjó Bersi Össur-
arson, sonarsonur Brynjólfs, samkvæmt
Droplaugarsona sögu, og er þessara manna
reyndar getið í fleiri ritum. Þetta er talið
geta bent til þess að á þeim slóðum hafi
bústaður Brynjólfs verið. Ef línan frá
Hólmum til Arnaldsstaða er framlengd í
vestur gengur hún nærri Skriðu (Skriðu-
klaustri), sem er um 2 km innan við Bersa-
staði. Ef við hugsum okkur að mæli-
punkturinn hafi verið á þessari línu skammt
austan við núverandi bæjarstæði á Skriðu-
klaustri, má þar fá rétta staðalfjarlægð til
Arneiðarstaða, og í stefnu sem er 40 gráður
austan við norður. Þannig myndast reglu-
legur jafnarma þríhyrningur þar sem arm-
arnir frá Arneiðarstöðum til Arnaldsstaða
og Skriðupunktsins eru af staðallengd og
mynda báðir 40 gráður við norður. í Fljóts-
dælasögu er einkennileg frásögn um ferða-
lag tveggja bræðra, „Droplaugarsona“, í
hríðarveðri og blindu. Þeir ganga inn dalinn
heiman frá Arneiðarstöðum, reika í villu að
því er virðist inn fyrir Bersastaði þar sem
þeir ganga fram á hof Bersa og brenna það.
Þetta virðist einmitt vera á þeim slóðum þar
sem ég hefi áætlað Skriðupunktinn og
hugsanlega er þarna verið að benda á
þennan fornhelga mælistað. Ekki verður
ijallað nánar um landnámsmælingar á
j
48