Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 51
Skrúður og landnám á Austfjörðum
„Síðan fékkÆvar Skriðdal og bjó á Arnaldsstöðum (nú Arnhólsstöðum). “ Innri hluti Skriðdals, Þingmúli
utan við Múlakollinn en Arnhólsstaðir austan árinnar. Ljósm. 23. september 2000. SGÞ.
Héraði, enda virðist það svo mikið við-
fangsefni að ekki er rými til að gera því
nokkur skil hér.
Heildarmynd af mælikerfinu
Eins og að framan segir má finna góða
samsvörun við þá einkennandi ljarlægð sem
fannst við rannsókn á landnámi Húnaþings,
um 12,8 km, og með henni hefur reynst
mögulegt að leggja út reglulegt landmæl-
ingakerfi sem tengir saman landnáms-
byggðina. Meðallengd ætlaðra staðallengda
á Austfjörðum rnælist um 12,9 km. Ekki er
greint frá bæjarstæðum allra landnáms-
manna í Landnámabók, en af um 13 bæjum
á svæðinu, sem setja má á kort, gætu einir 8
verið í kerfínu, sem er meirihluti. I þessu
felast nokkuð aðrar aðstæður en einkenndu
rannsókn Húnaþings, því þar voru nokkrir
bæir valdir úr á grundvelli líklegrar ætt-
göfgi landnámsmanna. Á Austijörðum er
byggðin gisnari svo úrval reynist ekki nauð-
synlegt til að koma auga á kerfið.
Auk landnámsbæja eru tveir aðrir
lykilstaðir í kerfmu, kirkjustaðurinn Hólm-
ar og vættastaðurinn Skrúður. Þetta greinir
Austfjarðakcrlið frá lausninni sem fannst í
Húnaþingi. Nú mætti draga í efa að
réttlætanlegt sé að taka þessa tvo staði með
í safn landnámsbæja, blanda saman mis-
munandi gagnagerðum, og draga mynstur í
punktasafnið. Ég tel þó að svo sé, ef beitt er
eftirfarandi rökum: Skrúður vekur upphaf-
lega athygli okkar vegna þess að einkenni
eyjarinnar og ákveðin atriði í þjóðsögum
sem henni tengjast benda til þess að hún
gæti hafa verið álitin „þrídrangur“. Þessar
þjóðsögur benda einnig til sérstaks sam-
bands Skrúðs og Hólma, og í ljós kemur að
þar á milli er hin einkennandi Ijarlægð. Nú
49