Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Blaðsíða 52
Múlaþing
Fljótsdalur. Ameiðarstaðir á norðurbakka Lagarfljótsins neðan við miðja mynd og í Jjarska sér heim að
Skriðu þar sem Biynjólfur hugsanlega bjó. Ljósm. 27. ágúst 2001. SGÞ.
getum við sett fram þá tilgátu, að þessi lína
sé hluti af mælingakerfi landnámsmanna og
samkvæmt því ætti að vera hægt að rekja
kerfi landnámsbæja áfram út frá þessum
viðmiðunarpunktunum. Ef ekkert samband
er þar á milli, má líta svo á að bæjarstæðin
séu einungis safn tilviljanakenndra punkta á
kortinu.
Nota má líkindareikning til að skera úr
um hvort líklegt sé að tilviljun ráði því að
þessi ákveðna regla komi í Ijós í gögnunum.
Hér verður ekki lögð fram nein loka-
niðurstaða í því máli, enda er mér ekki Ijóst
hvernig meta megi svona flókið og óljóst
mynstur í heild sinni. Þess í stað hef ég
einungis tekið fyrir einfaldaða mynd og
kannað hversu líklegt sé að svo margir
landnámsbæir lendi í einfaldri eða tvöfaldri
staðallengd (um 12,8 eða 25,6 km) frá
Skrúði eða Hólmum. Ein forsenda reikn-
inganna er sú að setja verður ákveðin
óvissumörk á lengdirnar. Þau verður að
meta út frá þeim forsendum að líklega var
um frumstæða mælitækni að ræða og einnig
er hæpið að gefa sér það að núverandi
bæjarstæði séu nákvæmlega á uppruna-
legum mælipunkti. Eg hef metið það sem
svo að eðlileg óvissa, til og frá, gæti verið á
bilinu 0,5-1,5 km eftir aðstæðum. Þannig
má hugsa sér tvo hringlaga borða umhverfis
bæði Skrúð og Hólma með geisla sem
samsvara lengdunum og breidd samsvar-
andi óvissumörkum. A myndinni hér að
ofan er einfaldað kort sem sýnir óvissu-
borðana íyrir ±1,3 km óvissu og hvernig
landnámsbæir lenda ýmist innan eða utan
þeirra. Einnig voru helmingi minni óvissu-
mörk prófuð, og í Ijós kom að það breytti
ekki niðurstöðum að ráði. Með því að
reikna hlutfall flatarmáls þessara óvissu-
borða og heildarflatarmáls rannsóknasvæð-
isins fæst mat á því hversu líklegt það sé að
bær standi þar af tilviljun, sem eru um 0,26
líkur. Hér að framan nefndi ég eina 13
50