Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 55
Skrúður og landnám á Austfjörðum
Rétt grillir í Skrúð upp í vinstra horni og Hólmar eru handan Hólmaness hœgra megin á myndinni. Mynd
tekin yfir Eskifirði 2001. SGÞ.
Eins og fyrr segir gefur þjóðsagan í skyn að
Skrúður hafi á hliðstæðan hátt sloppið
undan afskiptum biskups. Einar Pálsson
hefur dregið saman ýmis rök sem benda til
þess að Drangey hafi verið merkilegur
helgistaður í fornum sið (Stefíð, 1988), og
vil ég ætla að þar sé hiðstæða Skrúðs.
Fjarlægðin frá Drangey í hinn forna þing-
stað Skagfirðinga í Hegranesi reynist vera
einmitt sú sama og milli Skrúðs og Hólma.
Þess vegna má ætla að þannig afstaða kletts
og þings sé ekki einsdæmi, og af land-
námskerfí Austfjarða megi leiða almenna
reglu eða tilgátu.
Umræða og lokaorð
Hér hafa verið dregnar fram athuganir
og bent á aðferðir til úrvinnslu þeirra sem
gefa að mínu áliti sterklega til kynna að
landnámsmenn hafí skipulagt landnámið á
grundvelli landmælinga. Nú hef ég fullan
skilning á því að þessar kenningar koma
bæði lærðum og leikum undarlega fyrir
sjónir, enda stangast þetta á við þær hug-
myndir sem nútímamaðurinn hefur gert sér
af andlegu lífi heiðingja til forna. Menn
efast um að slíkar landmælingar hafí verið á
færi þessara frumstæðu fommanna, jafnvel
þótt þeir hafí gengið með svo furðulegar
hugmyndir í kollinum. Við þessu hef ég
einungis eitt svar: ef sýna má fram á að
stærðfræðileg regla sé til staðar í
landnámsbyggðum, er óþarfí að spyrja
hvort landmælingar hafí verið gerðar,
heldur einungis hvernig, af hverjum og
hvers vegna. Ekki veit ég hvemig þeir fóru
að, en vel má hugsa sér einfaldar aðferðir
sem grundvallast ekki á öðru en þekkingu á
höfuðáttum og fáeinum stöðluðum þríhyrn-
ingum, einföldum mælisnúrum og úthaldi
til að fara um erfítt land, telja snúrulengdir
og framlengja mið.
I ritum Einars Pálssonar má fínna tilraun
til skýringa á tilgangi mælinga af þessu
53