Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Síða 56
Múlaþing
„Fjarlœgðin frá Drangey í hinn forna þingstað Skagfirðinga í Hegranesi er einmitt sú sama og milli
Skrúðs og Hólma. “ Ljósm. SGÞ.
tagi. Menn virðast hafa haft þörf á að
staðfesta stærðfræðilegt og trúfræðilegt
kerfi í uppbyggingu heimsins, sem átti að
tryggja viðhald náttúrunnar þar með frjó-
semi manna og búfénaðar, og laga byggð
sína að slíku kerfi. Þeir virðast hafa trúað
því að í hnútpunktum mælinetsins hafi búið
einhver verund sem veitti þessum krafti til
þeirra, en allt netið var matað af uppsprettu
eða hliði inn í annan heim, sem í þessu
tilfelli var í Skrúði. Þessi vísindi falla
fremur undir guðfræði en verklega menn-
ingu, og því þarf þessi þekking ekki að
birtast í almennri verkmenningu. Ætla má
að kjarni þeirra hafi verið launhelg fræði
sem voru einungis á vitorði útvalinna. I
kerfinu fólst einnig tengiafl þjóðfélagsins.
Til var það hugtak „að vera í lögum sam-
an“, og ekki er óhugsandi að orðið lög hafi
í vissum skilningi táknað mælikerfi þjóðar.
I nútímamáli er talað um að „leggja“ út
mælilínur - í ensku er til orðtækið „to lay
out the law“. Þannig gæti jafnvel upp-
runaleg merking orðsins „lög“ verið mæli-
kerfi sem lagt var í landið, og þá einnig
landsvæði sem þannig er skilgreint. Þegar
línur í slíku neti tengja bústaði manna,
mætti segja að þeir væru bókstaflega „í
lögum saman“. Rétt og sönn lög áttu þannig
að eiga fyrirmynd sína í óskeikulum lög-
málum stærðfræðinnar.
Svo hnykkt sé að lokum á megin-
niðurstöðu þessarar rannsóknar, hefur
komið í ljós stærðfræðileg regla eða
mynstur í dreifingu landnámsbæja á Aust-
fjörðum, sem einkennist sérstaklega af
lengd sem er um 12,8 km eða tvöfeldi henn-
ar. Mæla má þar ein 13 gildi, sem gefa
meðalgildið og staðalfrávikið 12,85 ± 0,42
km. Þetta er staðfesting á tilgátu sem byggð
var á uppgötvunum í landnámsbyggð Húna-
þings, og reyndar fleiri óbirtum rannsóknum.
Samkvæmt líkindareikningum er afar ólík-
legt að reglan sé til komin af tilviljun, og því
hlýtur hún að vera afleiðing landmælinga -
a.m.k. tekst mér ekki að koma auga á nokkra
aðra „náttúrulega“ skýringu. Þessa reglu ætti
einnig að mega staðfesta í fjölda tilfella í
54