Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 59
Sœvar Sigbjarnarson
Selfljót í
Utmannasveit
Umhverfi þess og saga
Elfan sem líður fram milli gróinna
bakka í fullkomnu asaleysi, unir sér í
dreyminni ró og leggur margar
lykkjur á leið sína á ferð sinni til sjávar og
virðist ekki varða það neinu hvort hún nær
þangað íyrr eða síðar. Hittir loks hafíð þar
sem sléttan og fjallshlíðin mætast í austur-
bugt Héraðsflóans; það er Selfljótið. Það
setur meiri svip á Hjaltastaðarþinghána
heldur en flest annað og skiptir henni í tvo
álíka stóra og ijölmenna hluta, austan og
norðan fljóts. Því kenni ég það við Ut-
mannasveit hér að framan að á einhverjum
tímum náði hún yfir báðar þinghárnar sem
kenndar eru við Eiða og Hjaltastað og það
gerir vatnasvið Selfljótsins einnig. Sem ná-
búi fljótsins um langa ævi hef ég tekið hér
saman smáyfirlit um sögu þess og einkenni
og ýmsar hugleiðingar um þátt þess í land-
mótun og áhrif á mannlíf á svæðinu.
Hefði fljót þetta heitið Una, í samræmi
við það hvað það unir sér vel í sínu fagra
umhverfi, væri þar Unuós sem það kemur
til sjávar en ekki Unaós. Þá tilgátu, að fljót-
ið hefði í árdaga einfaldlega heitið Una eða
Uni setti Þórhallur Vilmundarson, forstöðu-
maður Örnefnastofnunar, fram i fróðlegu
Selfljót og rœktunarlönd inn á milli ása í nærmynd.
Ofar Lagarfljót og séryfir Mið- og Upp-Hérað og
snœkrýnt hálendið í kring. Ljósm. SGÞ.
erindi, sem hann flutti á Héraðsvöku í
Valaskjálf fyrir allmörgum árum, þar sem
hann gerði grein fyrir náttúrunafnakenn-
ingu sinni. Kannski er hún ekkert ósenni-
legri en sagan af Una hinum danska sem er
sagður landnámsmaður en þurfti þó að
kaupa fénað af þeim sem fyrir voru i hér-
aðinu og hraktist fljótlega á brott.
Ljóst er að hvort tveggja er til, að hin
ýmsu fyrirbæri í landinu fái nöfn af sögu-
persónum, og eins að sögur séu samdar út
frá örnefnum í landinu. Raunar þurfum við
ekki nema tvær bæjarleiðir inn með fjallinu
til þess að fínna dæmi um örnefni sem
sennilega er látið leggja grunn að sögu. Það
er Hlaupandagerði þaðan sem Ásbjörn
vegghamar hljóp frá konu og börnum, sam-
kvæmt Fljótsdæla sögu, en mér sýnist
nokkuð augljóst að dragi nafn sitt af því að
„gerðið“ eða bæjarstæðið var og er umflotið
vatni þegar hlaup kemur í Bjarglandsá.
Læt þá staðar numið við orðaleiki og
tilgátur í bili. Hitt er hafið yfir allan vafa að
skipum hefur verið siglt inní þennan árós
fyrr á öldum, hvort sem Uni hinn danski
hefur komið þar við sögu og verður vikið að
því síðar í þessum hugleiðingum.
57