Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Side 61
Selfljót í Útmannasveit
Hundsoddi, Hagaoddi og Arnes. Asar, Hálsar og Austurfjöll í baksýn. Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
byrji við Fljótsklett, sé það 30 km en áin 25.
Svavar Gunnþórsson, sem lengi bjó á
Hreimsstöðum, segir þó, að þaðan hafi
verið farið fram fyrir fljót þegar farið var
áleiðis í Hleinargarð á Bergvaðinu, sem er
u.þ.b. 200 m suðaustur af Fljótsklettinum,
en hins vegar hafi allir staðkunnugir talað
um ána austan við Hleinargarðsnesið,
sunnan túns á Hreimsstöðum, svo hér
skeikar aldrei miklu. Víða á Hleinargarðs-
nesinu eru uppgrónir farvegir og einnig kíl-
ar með vatni. Sá mesti þeirra liggur í sveig
á utanverðu nesinu, vaxinn gróskumikilli
stör og nefnist Hleinargarðskíll. Þar var
heyjað.
Förum nú lítið eitt til baka andstreymis
með Gilsánni. Rúmum km utan við tún á
Hjartarstöðum fellur Núpsá í hana. Hún er
allmikið vatnsfall. Vel hálfdrættingur að
vatnsmagni við Gilsána. Sumum hefir þótt
það rökrétt að hér byrjaði Fljótið tilveru
sína. I þann hóp skipaði Sigmar Ingason
sér í tímaritinu Veióimanninum í desember
árið 2000 þar sem hann lýsir með ágætum
hætti öllu því vatnakerfi sem hér er til um-
Ijöllunar útfrá sjónarmiði þeirra sem sækja
sér unað og lífsfyllingu í þá íþrótt að tæla
fiska á öngla.
Núpsá fær vatn sitt af ijöllum og hálsum
upp af miðhluta Eiðaþinghár, austan þess
sem Gilsá nær til, allt frá vatnaskilum við
Seyðistjörð og Loðmundarfjörð, þó fyrst og
fremst úr lægðinni þar sem heitir Tó og
þjóðleiðin lá til Loðmundarijarðar þegar
farin voru Klif niður í Bárðarstaðadal.
Þverár sem falla í Selfljót
Fyrst er að telja Hurðarbaksá. Hún er
hrein dragá og verður til á ofanverðum
Hjartarstaðahálsum Stefnir þvert niður til
byggða þar uppaf bænum. Virðist svo
skyndilega sjá sig um hönd, þegar u.þ.b.
200 m eru ófarnir að ganga í eina sæng með
Núpsánni, eins og hún vilji segja: „Þú færð
mig nú ekki svona billega" og tekur stefnu
til norðurs út fyrir ofan Hamarinn og túnið
59