Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 63
Selfljót í Útmannasveit
Séð til suðurs yfir Oddarta af Hraungarðinum á Ketilsstöðum. Botndalsfjall ber við loft til vinstri. Ljósm.
Helgi Hallgrímsson.
austan Jórvíkurtúns og kletta og gengur á
vit Fljótsins skammt fyrir austan þá. Þessi
á rennur öll eftir grýttum botni, nema
síðustu 1-2 km að hún lendir í þröngan
stokk á milli hárra en grösugra bakka.
Næst er að telja Gerðisá sem rennur í
Fljótið aðeins 500 m austar. Það er margt
líkt með þessum frænkum. Hún myndar
sína stofnæð upp af Ánastöðum. Fyrstu
drög vestan á Hvannafellinu og kemur sem
allvænn lækur niður á Vellina (áður sagt
,,Völlurnar“) ofan við Ánastaði, og heitir
þar Vallará, en þegar hún er komin út íyrir
neðan Svínafellið gengur Hrísáin til liðs við
hana og er hún þá orðin álíka vatnsfall og
tvær síðasttöldu árnar. Hún rennur nokkuð
beint út neðan túns í Kóreksstaðagerði þar
sem hún var þvinguð ofan í skurð ( grafinn
um 1960 ) sem leiðir hana út norðan við
Hrafnakletta, síðan til austurs en fær að
nýta sinn gamla stokk síðasta spölinn í
fljótið. Hrísáin sem áður var nefnd, á drög
neðan og norðan á Hvannafellinu og kemur
niður af Brúnum sunnan við Yxnisfellið
(sem okkar fræga flámæli hefur gert að
Exnisfelli), tekur þar krappa beygju til
norðurs, síðan beina stefnu að kalla nokkuð
út fyrir Svínafellið, tekur þar aftur krappa
beygju til vesturs og liðast í mörgum
hlykkjum að ósi sínum.
Bjarglandsá er sjötta áin sem blandar
vatni sínu í Selfljótið og er stærst þeirra. Vatna-
svið hennar telur Sigurjón Rist vera 110 km2.
Stofnæð hennar er Hraundalsá með
upptök á varpinu sem skilur á milli þeirra
nafnanna þess loðmfirska og okkar Hraun-
dals. Þaðan telur Sigurjón vera 26 km að
ósi Bjarglandsár. Hölkná kemur úr Botndal
sem er sunnan við Botndalsfjall, sveigir
strax og kostur er út með fjallinu og af-
markar Kirkjutungurnar á móti Hraundals-
ánni áður en hún sveigir austur að Beina-
geitarfjallinu og sameinast henni við rætur
þess.
61