Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2002, Page 65
Selfljót í Útmannasveit
A mildum vetri á grösugum fljótsbakka neðan Rauðholts. Ljósm. LíneikAnna Sœvarsdóttir.
Affall hennar er eftir gömlum handgröfnum
skurði í Selfljót.
Fyrstu drög að Dalalæknum munu vera
í Hjallaenginu út og upp af Hrosshálsi sem
er austur af Yxnisfellinu. Lækurinn tekur
fljótt beina stefnu út eftir, samsíða Hrísánni,
en ca km austar. Dembir sér síðan niður
fyrir framan Dalatúnið í það hlutverk að
vökva engjarnar þar, áður en hann gengur
til liðs við Gerðisána sem áður er lýst.
Norðan fljóts er allt með öðrum brag.
Landið flatara og fátt um alvörulæki.
Framræsluskurðir líka búnir að rugla
náttúrulegt rennsli vatns gróflegar heldur en
austan megin. Helstu lækir eru: Hleinar-
garðslækur, Bóndastaðalækur, með sinn ós
utan við Höfðana þar sem brúin er á Hjalta-
staðavegi, og síðan Jökullækur og Engi-
lækur með stuttu millibili, 1 - 2 km vestur af
Klúkubænum.
Forsaga flæðisléttunnar miklu.
Nú skulum við, góðir lesendur, bregða
okkur á leik í huganum 18 þúsund ár aftur í
tímann. Síðasta ísöld er í fullu veldi. Jökl-
arnir víðast hvar í sjó fram. Hlíðarfjöllin öll
og meira að segja Kollamúlinn (kallaður
Kollumúli nú) allur undir jökli. Austur-
fjöllin öll út fyrir Beinageit. Aðeins toppar
Tindfells, þess borgfírska, og Dyrfjallsins
standa eins og sker upp úr ísbreiðunni,
síðan einhverjar strýtur og burstir eftir að
kemur útfyrir Sönghofsfjall, sem er næst
utan við Vatnsskarðið. Fjörðurinn sem
skriðjökullinn var búinn að grafa, þar sem
nú er Ut-Héraðið, hulinn nokkur hundruð
metra þykkri íshellu.
Nú bregður til hlýinda. Jöklarnir fara að
hraðminnka. Sú kemur tíð að Héraðsfjörð-
urinn breiðir faðminn móti frjálsum úthafs-
öldunum og þær skella á klettunum, sem nú
eru utan við túnið á Sandbrekku, 15-25
63